Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 6kúluliðir í lc 80
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 13 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.02.2012 at 02:20 #222697
JÆJA búinn að eiga lc 80 í 5ár, er búinn að vera á 38“ í 4ár ok, en er búinn að stúda 5, 6kúluliðum, beygja 1framm rör og alles, er að setja nýtt rör með styrkingu og MIG vantar 6kúluliði og öxla svona keppnis,
er komin reynsla á þetta??
http://extremelandcruiser.com/store/ind … cts_id=220
endilega látið heira í ykkur
kv. óli böðull 😉 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.02.2012 at 04:33 #750795
http://extremelandcruiser.com/store/ind … cts_id=221
http://extremelandcruiser.com/store/ind … cts_id=220
Hef verið að skoða að panta svona , það eru sömu öxlar og liðir í 9,5" toyota 80crusier og svo 8" 70crusier og hilux .. jafnvel öðrum svo það er eflaust ágætis markaður fyrir þetta.
24.02.2012 at 09:59 #750797Sniðugir kallar með mynd af venjulegri Toyotu einhvers staðar í úthverfi Reykjavíkurborgar. Ætli þeir hafi græjað hann?
Chromoly öxlar frá Ameríkuhreppi hafa reynst vel, en Original Toyota er einnig topp vara. Hvaða hafa þessir öxlar komið sem þú ert að brjóta?
24.02.2012 at 10:10 #750799Ég er með einn á 1994 árg, breytt á 44" 98-99. Hann er ennþá á orginal hlutföllum, hásingu og öxlum.
Hvaðan ertu að kaupa þessa 6kúluliði? Ertu búinn að beygja framhásingu? hvað gerðist þá?
24.02.2012 at 10:38 #750801Á svona liði crome á lager super axels.
velkomið að hringja 8981398
25.02.2012 at 00:21 #750803Sælir ég verslaði þessa kúluliði í stál og stönsum, enn öxlarnir hafa alltaf sloppið og rörið bognaði þegar ég endaði ofaní árfarvegi sem var búið að fenna vel yfir ;-(
25.02.2012 at 10:31 #750805Sæll,
Þá er ég ekkert hissa á því að þú skulir vera að brjóta þá. Þarna liggur hundurinn grafinn. Berðu saman verðið hjá Toyota og Tryggva og taktu svo ákvörðun.
25.02.2012 at 22:56 #750807Böðull ertu sannarlega fyrst þér tekst að mölva drifsköft og liði í 80-krúser. Það rangt sem að ofan er sagt að hiluxinn sé með sama búnað og 80-krúser. Drifsköftin eru reyndar svipuð að þykkt, en liðirnir í 80-krúsernum eru miklu stærri og sterkari. 60-krúser og hilux eru hinsvegar með sama búnað. Hiluxinn er með 31 rílu sköft fyrir utan rílurnar inn í liðnum, en þær eru bara 27. 80-krúserinn er með 31 rílu á báðum endum, og sennilega ca 30% stærri lið, og eftir því sem ég best vissi, gefa þeir sig einfaldlega ekki.
Drifinn eru hinsvegar allt önnur ella, en þau eru bara rusl í 80′ krúsernum.
kv
Rúnar.
25.02.2012 at 23:38 #750809[quote="runar":xb0klkj5]Böðull ertu sannarlega fyrst þér tekst að mölva drifsköft og liði í 80-krúser. Það rangt sem að ofan er sagt að hiluxinn sé með sama búnað og 80-krúser. Drifsköftin eru reyndar svipuð að þykkt, en liðirnir í 80-krúsernum eru miklu stærri og sterkari. 60-krúser og hilux eru hinsvegar með sama búnað. Hiluxinn er með 31 rílu sköft fyrir utan rílurnar inn í liðnum, en þær eru bara 27. 80-krúserinn er með 31 rílu á báðum endum, og sennilega ca 30% stærri lið, og eftir því sem ég best vissi, gefa þeir sig einfaldlega ekki.
Drifinn eru hinsvegar allt önnur ella, en þau eru bara rusl í 80′ krúsernum.
kv
Rúnar.[/quote:xb0klkj5]Hef verið með bæð 70 Cruiser liði og 80 Cruiser liði í höndunum á sama tíma vinur og þetta eru nákvmlega sömu liðir.
[img:xb0klkj5]http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/374839_10150448097817941_612917940_8634072_702948829_n.jpg[/img:xb0klkj5]
miðju öxlarnir eru úr 70 cruiser hásingu
ytri liðirnir eru keyptir úr 80 Cruiser hásingu
25.02.2012 at 23:52 #750811Rúnar talar ekkert um 70 krúser. Hins vegar er alveg hárrétt hjá honum að sami liðurinn er ekki í 80 og 60 cruiser.
BO
26.02.2012 at 11:22 #750813þetta er allt rétt strákar 6 k liðurinn er sterkara í 80 bílnum,en menn brjóta þetta samt eins og kandís og þá aðalega auðvitað á 44-46" dekkjum fyrir nokkrum vikum voru 3 lc 80 sem brutu þetta sömu helgina.En það er talsverður munur (ekki bara í verði)á þessum öxlum -umboð-stál /stansar-n1 -crome öxlar osfv.ég gafst upp að minnsta kosti á öðru en umboði,þangað til að ég keyfti þessa crome öxla sem hafa komið vel út enda komin á 46"dekk síðustu 2 árin-umboðsöxlar hafa enst vel en kosta annan handleggin.Svo má segja að bílar á minna en 38 geti auðveldlega notast við ódýrari kost stál/stansar-n1.
26.02.2012 at 16:51 #750815veit enhver hér hvað svona liður og öxulinn aftan í hann kostar sá lengri bæðin notaður og hjá umboði kver er munurin á þeim frá toyota og frá stál og stönsum
27.02.2012 at 20:27 #750817Þekki þetta svo sem ekki til hlýtar. En Hiluxinn og 60 cruiserinn eru með eins liði. 70 crúserinn kom á markaðinn upphaflega árið 1985 (og á því 27 ára framleiðsluafmæli í ár), og var þá með tvær gerðir af framhásingum, annarsvegar stóru 9.5" hásingu eins og forveri sinn, 40 krúserinn (og reyndar 60 krúserinn líka), hinsvegar voru gormabílarnir með minni hásingu með 8" reverse drifi, sem síðan erfðist að einhverju leiti yfir í 80 krúserinn þegar hann kom á markaðinn 1989. Það sama ár hætti stóra hásingin að vera í "stóru" 70 krúserunum og "litla" hásingin erfðist á alla krúser línuna. Líklega hafa stóru kúluliðirnir erfst frá 80 krúsernum á línuna það ár.
Sem sagt, árið 1989 varð drifið ónýtt en liðirnir alvöru (eða svo til næst).Svo til að toppa ruglið, þá núna nýlega fékk 70 krúserinn facelift, bókstaflega (nýjan framenda) og undir þeim bíl virðist gamla 80/105 krúser framhásingin liggja, með gormum og í fullri breidd. Það besta við þetta er að þeir skiptu ekki út afturhásingunni og er hún þvi cirka 10cm mjórri en framhásinginn, í bíl sem hefur 27 ára reynslu af því að leggja sig við minnsta tilefni….
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
