Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 6.5 GM diesel?
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Trausti Kári Hansson 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
02.01.2010 at 20:08 #209487
Sælir félagar.
Er að velta fyrir mér hvernig þessar vélar hafa reynst í fjallabílum? Einhver veikur hlekkur í þeim eða dýrt viðhald? Eyðsla og þvíumlíkt.
Er með augastað á einum jeppa með svona vél í húddinu og sjálfskiptingu, en hef enga reynslu af þessum vélum.
takk fyrir.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.01.2010 at 22:43 #673984
Komdu sæll Bragi.
Gleðilegt nýárið og takk fyrir það gamla.6,2 og 6,5 er gömul hönnun, en hefur staðið sig vel í gegnum tíðina. Ath þessi vél er dálítið þung, m.v. að skipta út fyrir japanskar vélar. Vél og skipting ca: 120 kg þyngri en t.d. 2,8 í Patrol. Togið er verulega betra en í japana, en hestöfl færri m.v. rúmtak í vél.
Hugsaðu málið vandlega.
Kveðja,
Elli.
03.01.2010 at 01:45 #673986‘Eg átti bíl með 6.2 sem var með sveran millikælir/túrbínu og allan pakkann græjaðan á Ljónstöðum og einnig hef ég ekið nokkrum bílum (óbreyttum) með 6.5 (búið að svera upp allt) og ég get ekki sagt að mér finnist þetta spennandi dæmi. Eitt áttu þessar vélar sameiginlegt allar, að mér fannst, engin þeirra var að skila einhverju afli, mikil og flottur hávaði en ekkert meira… Væri ég í einhverjum pæligum í dag með mótora þá eru aðeins 2 mótorar sem kæmu til greina en þeir rúlla yfir 6.2 og 6.5 að öllu leyti (afl, tog, viðhald og eyðsla) en það eru 5.9 og 4.2 24v. (Ram, LC80 árg 96+). Þetta eru líka mótorar sem þú getur treyst að þoli álag án þess að hrynja eða vera undir stöðugu eftirliti/viðhaldi. Ég veit að það eru örugglega ekki allir sammála þessu en hvað vita þeir… ég hef átt 4.2 og 6.2 og hef samanburð þar. Nissan 4.2 er dauðadæmt frá byrjun til enda. Það eru margir búnir að prufa það dæmi og það heyrir til undantekningar að það hafi enst eitthvað og ég held reyndar að þeir sem hafi átt/eiga svoleiðis ófögnuð og haldi því fram að þetta sé "æði" séu truflaðir á geði og þarfnist aðstoðar. Ég hef reyndar alltaf haldið því fram að allir séu klikkaðir og beinlínis geðbilaðir ef þeir eiga ekki Toyota en að sama skapi verð ég seint/aldrei talinn til heilbrigðra manna og mér verður ekki hjálpað úr þessu…
03.01.2010 at 01:53 #6739886.2 er bara grín sem er löngu hætt að vera fyndið.
03.01.2010 at 02:03 #673990[quote="stebbi":3t6jn44z]6.2 er bara grín sem er löngu hætt að vera fyndið.[/quote:3t6jn44z]
Sama vélin og 6,5 en bara endingabetri.kveðja,
Elli.
03.01.2010 at 02:09 #6739926.5 er aðallega hitavandamál, að mig minnir.
Góðar stundir
03.01.2010 at 04:51 #6739946.5 Aðalega hitavandamál ???????
Ég veit ekki betur en að 6.5 sé talinn einhver mesti vinnuþjarkur sem kaninn hefur látið frá sér togar sæmilega en er ekki stór í HP sem er ágætt ekki verið að taka einhver plathestöfl út úr lítilli vel sem fer bara betur með sig en þessar ofurvélar sem eru litlar með haug af hestöflum en endast stutt.
Fyrri árgerðir 6.5 þeas fyrir 96 voru með gallað olíuverk og helsti vandamál á 6.5 er að svokallað fuelsolenoid hefur viljað ofhitna en kælingin var hugsuð þannig að menn væru ekki á slökum tank því olían var notuð sem kælimiðill en þessi eining hefur verið staðsett undir soggrein í dalnum og þar hefur viljað hitna mikið en þó er ráð að færa hana fram á vatnskassa og einnig eru nýrri teg yngri en 96 með betri vatnskassa og stærri sjálfskitingarkælir og allavega er minn Subbi með Olíukælir fyrir vél líka þannig að allt hefur verið innan eðlilegra marka og sem dæmi þá fór ég á honum á Ólafsfjörð sunnan úr garði og til baka og með 1800 kg bílakerru setti þar á hann tæplega 2 tonna 700 Bimma og heim aftur en þetta var í febrúar í fyrra í ófærð og roki vélin hitnaði ekki þrátt fyrir að heildarþungi hafi verið 7.9 tonn og heisið 12 metrar.Olía sem fór í ferðina var 28.000 Kall sem er ekki stórt miðað við farm.Reynið að gera þetta á 4,2 Nismo drasli eða álika og sjáið hvort þið hreinlega bræðið ekki úr ruslinu
Allavega er ég með 6.5 og tala út frá reynslu ekki einhverju sem ég held eða veit ekkert um þannig að Pls ekki staðhæfa eitthvað sem þið hafið ekki hugmynd um þó þið tímið ekki að kaupa Olíu
03.01.2010 at 12:05 #673996Er búinn að keyra Suburban með 6.5 intercoler turbo í nokkur ár. Vél án alls viðhalds ennþá.
aflið er nóg fyrir rúmlega 3 tonna suburban. Togið gott finnur ekkert fyrir því að toga Patrola og toyotur til byggða.
Ég myndi hiklaust mæla með þessari vél í bíla þar sem pláss er fyrir þær.
Auðvelt og ódýrt að fá varahluti.
03.01.2010 at 13:39 #673998Takk fyrir svörin félagar
Ég sé að menn hafa skiptar skoðanir á þessari vél, en talandi um afl, þá ek ég um á hilux 2.4 turbodísel í dag og er bara nokkuð sáttur. Eina sem ég hef áhyggjur af er það hvort 6.5 sé jafn áreiðanleg eins og 2.4 toy, það finnst mér einna mikilvægast í fjallajeppa.
Bíllinn sem ég er að skoða er 2.6 tonn tómur á 44" dekkjum. Hef trú á að 6.5 turbo skili þessum bíl vel áfram á þjóðvegi, en ég hef engan áhuga á að keyra hraðar en 100 á svona bíl.kv. Bragi
03.01.2010 at 14:44 #674000Nú þekki ég ekki þessa vélargerð nema af umtali. Hinsvegar skiptu þeir hjá GM um vélar, eins og menn þekkja, hættu við þessa og fóru að setja niður Duramax-mótorinn í pickupana og Suburban, sem er eitthvað minni að rúmtaki, en meira afl tekið út úr kvikindinu. Duramax – vélin er frá Isuzu að mér er sagt (?) sel það reyndar ekki dýrari en ég keypti. Þeir, sem ég hef spurt, hafa látið frekar vel af henni. Hinsvegar skilst manni að 6,5 sleggjan sé enn notuð í hernaðarútgáfuna af Hummer og standi sig bara vel í þeim, eru sumar útgáfurnar af HMMWV þó ansi þungar að manni skilst.
03.01.2010 at 16:30 #674002Er ekki Duramax 6,6 lítrar?
03.01.2010 at 16:49 #674004Duramax er framleitt af Izuzu og er 6.6L V8.
03.01.2010 at 17:06 #674006Er með Duramax í húddinu á Silverado og hún malar bara eins og köttur..allhrikalega skemmtileg vél…!
03.01.2010 at 17:50 #674008Enda verða tækniframfarir en það er um miklu flóknara olístýrikerfi að ræða í 6.6 Duramax og er sú vél hrikalega vel heppnuð þrátt fyrir byrjunarörðugleika með spíssa og annað.Er hún framleidd af Izusu ok veit ekkert um það hélt að kanin notaði hugmyndaverkfræði Izusu við framleiðslu vélarinnar en vélin væri v-8 amerísk en hef ekki hugmynd um það nema að þessi vél er bara góð og öflug.
En 6.5 er oldfashion og efast ég um að þeir sem eru að pæla í að swappa yfir í þessa vel séu að hugsa um Duramax frekar eitthvað einfaldara sem þolir að það komi bökunarlykt úr Pústinu og að hún þoli að fara í vatn meðan hún andar
6.5 er ekki léttasta velin en hún er áriðanleg og svo þegar búið er að skella í hana Marine Spíssum þeas spíssum úr Detroit Diesel v-8 sjóútgáfu þá eykst aflið helling og opna vel og burt með sótsíuna
Þarf smá að stilla tölvuna en það er einfalt ef menn fá þessa spíssa
03.01.2010 at 18:02 #674010Eykst eyðslan við marrine spíssana ?
hver er hestaflaaukning ?
Hvað kosta þessir spíssar ?
04.01.2010 at 13:39 #674012SS Diesel Supply voru guðir þegar ég átti bíl með 6.5 vélinni. þeir selja marine injectors, og fl http://www.ssdieselsupply.com/category_ … ctors.html.
Annað ekki vitlaust að vera með er Heat-Sync http://www.ssdieselsupply.com/category_ … stors.html
Ef að Solenoid-in fara (sem gerist nokkuð oft), þá var þetta ódýrasti staðurinn að kaupa þau frá, en það eru 5 ár síðan ég átti bílinn. http://www.ssdieselsupply.com/category_ … noids.html
kv
04.01.2010 at 14:13 #674014Ég verð nú að segja að ef maður fengi nú hluti á þessum verðum í þessi japönsku hrísgrjóna box sem við hinir eigum þá væri maður nú glaður. Þær meiga eiga það í það minnsta 6.2 og 6.5 að það er mikið til í þær og kostar ekki stakan aur miðað við mart annað.
04.01.2010 at 14:24 #674016Sammála síðasta ræðumanni fékk allt í stýrið þeas Pitman arm upphengju alla enda stangir spindla á heilar 37.000 Kr er ekki viss um að gamli Patrol eða eitthvað hrísgrjónabox geti boðið upp á ódýrari varahlutakaup en tek .það fram að þessir hlutir voru allir Orginal og ekki keyftir á ódýrasta stað
04.01.2010 at 15:38 #674018Áræðanleiki….!
Af þeim 4 ferðafélögum mínum sem hafa notað svona vélar þá eru þær allar hrundar, alla vega einu sinni. Fyrir utan það þá hafa sumar þeirra átt í ævarandi hitavandamálum.Hræddur um að áræðanleiki eins og hann er skilgreindur af 2.4 Toyota sé svolítið mikið örðuvísi hugtak en hjá 6.5 GM.
kv
Rúnar.
04.01.2010 at 22:04 #674020
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er reyndar hönnunargalli í 6.2/6.5 sem ekki hefur komið fram á þessum þræði:
Höfuðleguboltarnir liggja í þunnum veggjum, og hálfvegis taka í sundur haldið fyrir sjálfa sig. Lausnin við þessu er reyndar bæði til og fáanleg, þ.e.a.s. 4ra bolta höfuðlegubakkar(2 auka boltar per bakka). Svona græjarí kostar náttúrulega slatta, en er samt ódýrara en að vera með brotna blokk einhvers staðar á slæmum tíma.
Ef það á að taka eitthvað meira en original út úr þessum rellum er alveg upplagt að byrja á þessu, sérstaklega ef blokkin er þokkaleg og áreiðanleiki þarf að vera í sæmilegu standi.Svo er rétt að nefna að það eru til 2 gerðir af vatnsdælum sem passa á þessa mótora, fyrir sitthvora reima-uppsetninguna. Önnur snýst eins og sveifarásinn, hin á móti honum. Dæmi er um að 6.5 hafi þjáðst af hitavandamálum þar sem svona dælur víxluðust og snerust þ.a.l. öfugt => mjög takmörkuð kæling. Kannski eru fleiri en eitt dæmi af þessu tagi….?
kkv
Grímur
05.01.2010 at 00:13 #674022Það er til alveg hellingur af uppl. um þessar vélar og hvernig menn hafa lagfært veikleikana í þeim á netinu, hér eru örfá dæmi.
http://www.dieselservices.com/html/gm_d … it_p78.cfm
http://www.thedieselpage.com/finale.htm
http://www.kennedydiesel.com/
http://www.dieselpowermag.com/tech/chev … index.html
kv Trausti
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.