Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 6.2 í Patrol
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Pétur Ágústsson 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.06.2009 at 08:53 #204866
Sælir.
Ég var að hugsa mér að setja 6.2 í Patrolinn minn og langaði til að forvitnast hvort einhver hafi prófað að setja gírkassa úr 4.2 patrol aftan við hana og þá fá upplýsingar um fráganginn o.s.frv.
Takk, Jónsi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.06.2009 at 11:09 #650428
Sæll já það hefur verið prufað að setja kassa af 4,2 patrol og það virkar
kv Heiðar U-119
24.06.2009 at 21:29 #650430Sæll Heiðar.
þekkirðu einhvern sem hefur gert eitthvað í þessum dúr? Ég held að þetta sé bæði vel hægt og ekki svo galið en það væri gott að heyra hvernig menn hafa borið sig að þessu, s.s. samsetningunni sem slíkri, kúplingu o.s.frv.
Kv Jónsi
25.06.2009 at 17:26 #650432Nú vill ég ekki vera leiðinlegur en mér flýgur strax í hug orðið ‘afhverju’. Nú hef ég einusinni keyrt Suburban með 6.2 og eftir það kynnti ég mér tölurnar á henni og fæ ég aldrei skilið afhverju menn vilja eyða tíma og vinnu í að setja þetta í húddið á nýlegum bílum nema að það séu tilfinningaleg tengsl við þær eða hreinlega eitthvað veðmál í gangi.
Þær eru mest í kringum 140hö og 350nm í tog og fyrir utan hvað það fylgir því mikið vesen að turbovæða þær, maður er að öllu gríni slepptu betur settur með gamla V8 bensín vél sem skilar á endanum rúmum 200 hestöflum, meira togi og sjálfsagt sömu eyðslu.
26.06.2009 at 11:30 #650434Ég er með 6.2 sem er uppgefin 155 hp þannig að 140 er ekki rétt tala. Þær fengjust svo með Bank forþjöppu frá framleiðanda (reyndar bara GMC) og skv. heimasíðu banks:
"In 1989, GM selected Banks as the 6.2L factory-turbo option, and remained so until GM released their own 6.5L turbo-diesel. To this day, Banks Sidewinder out-performs GM’s 6.5L factory-turbo or any other turbo. Banks’ ultimate upgrade for 6.2L workhorses provides best gains of +60 hp and +115 lb-ft torque".
Það er ekkert mál að setja forþjöppu á þá, bæði með að kaupa Bank kerfið eða setja af 6.5 bíl. Einnig voru fleiri framleiðendur (t.d. ATS) en sumir þeirra voru að skila betri árangri en Banks.
Þessi Subbi hefur líklegast verið með mjög háum hluföllum því að 6.2 stendur alveg fyrir sínu og alveg skiljanlegt að menn skoði þann möguleika.
26.06.2009 at 20:14 #650436Þær tölur sem ég fann á sínum tíma voru 130-150hö og flestar árgerðir 143hö. Ekki ætlaði ég að draga úr framkvæmdagleðini hjá manninum, bara athuga hvort hann geri sér grein fyrir því hvað hann er að fara að skrúfa oní annars ágætan bíl. Ég hef aldrei séð 6.2 standa undir væntingum og hef ég nú séð þær nokkrar . Svo þola þær turbo ekki svo vel nema að þrýstingurinn sé takmarkaður að miklu leiti, þær áttu það til að skjóta legubökkum í gegnum olípönnuna þegar þetta var gert.
26.06.2009 at 22:30 #650438Sælir
Ég er einhvernveginn þannig týpa að hestaflatölur eru ekki allt fyrir mér. Ég geri mér nokkra grein fyrir því að ég er ekki að bjarga heiminum með því að troða 6.2 GM í Pattann, sem er reyndar eins og einhver sagði alveg ágætur bíll. Málið er í reyndinni frekar einfalt en þannig var að Patrol 2.8 TD, orginalinn, gaf upp öndina um daginn. Ég var búinn fyrir þónokkru síðan að ákveða að leggja ekki pening né vinnu í að endurbyggja vél sem er ekki nægjanlega kraftmikil fyrir þennan bíl og ekin 340.000km.
þessi kraftur er reyndar afstæður því að eftir að ég stórjók við túrbínuna og olíuverkið hefur hann verið bara alveg þokkalega sprækur, ekkert spyrnutæki en þokast bærilega áfram en það er hrikalega erfitt að þæfa eða hjakka á jeppa sem er hvorki fugl né fiskur fyrr en í 2500 snúningum. Þá datt mér ekki í hug að skipta út mótornum á meðan hann varí lagi, hann hefur þóknast mér ágætlega.
Ég nota bílinn tölvert mikið og má ekki við því að hann stoppi lengi. Svili minn sagði mér frá mótor í bílskúrnum hjá sér og sagði mér að nota hann. Það er 6.2 vélin sem er á leiðinni í bílinn.
Ég geri ráð fyrir að það verði frekar auðvelt að ganga frá vélinni ofaní bílinn þannig að vel sé og það er mikill kostur. Annar kostur er að ég fæ aflkúrfuna mikið neðar en 2.8 vélin og það hjálpar mikið bíl sem er þungur. Seinasti kosturinn sem ég sé er að 6.2 mótorinn hefur reynst mjög vel og það hentar mér líka þar sem mér leiðist að standa í eilífum viðgerðum. Ef það gengur vel að setja 4.2 patrol kassan við mótorinn er náttúrulega einfaldasta mál í heimi að koma honum fyrir, hann á bara að passa á original gírk. púðana og millikassann.
það eru líka gallar við þetta og ég sé fyrir mér að fá ekki kraftmikla vél eins og væri náttúrulega gaman, bíllinn þyngist tölvert við þetta og má tæplega við því, með því að setja gírkassa fæ ég combó sem passar ekkert alltof vel saman, þ.e. vél með tiltölulega stutt snúningssvið.Í einhverri aulabjartsýni vil ég meina að ég nái olíueyðslu tölvert niður. Það að keyra túrbódíeselvél alltaf í rauðabotni er ekki hollt fyrir budduna og ég vona að þessi gangi auðveldar undan bílnum og eyði minna. Sama bjartsýni segir mér að ódaýrari leið finn ég varla á næstunni sem er þó þetta góð.
Ég hafði svosum velt stórri bensínvel fyrir mér en ég er sjálfur meiri díesel týpa, þeir henta mér betur. Ég hefði líka getað selt flakið sem er lítið sem ekkert ryðgað og bara keypt annan en þá gæti ég lent í nákvæmlæga sömu stöðu eftir stuttan tíma.
Athyglisvert þykir mér hinsvegar, miðað við allt það sem félagsmenn 4×4 gaufa og bralla að enginn skuli gefa sig fram sem hafi prófað þetta. Þarna er prýðisvél og lipur og góður gírkassi en engum virðist hafa hugnast þetta. Stórundarlegt.
Takk fyrir, Jón Garðar
26.06.2009 at 22:50 #650440Menn hafa verið að blása helling á þessar vélar og gert allan andskotann við þær, menn þurfa ekki að leita lengi til að finna helling um það. Þjappan er frekar há miðað við að blása inná hana (~21) þessvegna blása menn yfirleitt ekki mikið inná þær án þess að lækka þjöppuna (minnir að 6.5 td hafi verið um 18). En með Banks kerfinu sem gefur 60 hp þá hafa þær reynst mjög áreiðanlegar og ekkert vandamál með þær (fékkst jú orginal á þessum bílum og þeir bílar eru eftirsóttir í USA enn í dag). Ef menn ætla að blása verulega inná þær þá verður auðvitað að lækka þjöppuna.
Með orginal stimplum þarf að halda pústhitanum undir 900 F (ef ég man rétt) og mikilvægt er að skipta um damperinn ef hann er farinn að skemmast (ef ekki þá fer sveifin úr balange og það er það sem að stútar þessum vélum). Sumir hafa sett styrkingu við höfuðlegubakkana (ekki mikið mál, hægt að kaupa það tilbúið) en fæstir hafa séð ástæðu til þess. Ef gúmmíið við damperinn er farið að morkna þá á að skipta um hann (ódýr trygging, keypti minn á 70 USD). Líklegast hefur það verið málið þegar legubakkarnir hafa skotist í gegnum olíupönnuna því að þetta hefur valdið því að sveifásar hafa brotnað. Þannig að það er ekki blásturinn sem veldur því heldur úr sér genginn damper.
En allavegana þessar vélar hafa reynst mjög vel bæði í orginal formi og þegar það er búið að peppa þær upp.
Því miður get ég ekki hjálpað þráðarhefjanda, læt þá sem að vita eitthvað um Patrol sjá um það (vil ekki tjá mig um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á).
27.06.2009 at 02:13 #650442Sæll
setti 6,2 í Patrol fyrir nokkrum árum þú getur hringt ef þig vantar uppl 8243108
kv Jóhann Pétur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.