Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 54″ Bogger
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Haukur Þór Smárason 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.04.2007 at 20:05 #200188
Hvernig líst mönnum á þessi dekk
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.04.2007 at 21:05 #589312
Já þetta gæti virkað, en held að það snúist upp á dana 60 eins og lakrísrör með þessum dekkjum, þirfti eitthvað sterkara en það, og mikla niðurgírun. Væri gott að nota hásingar með niðurgírun út í hjól eða með náfdrifum, þetta er allt ein stór spurning??
24.04.2007 at 21:06 #589314Ég frétti að eitt eintak sé komið til landsins.
Hef það þó ekki staðfest.Veit einhver meira?
Sannast nú hið fornkveðna hjá síðasta skrifara, stærstu dekkin brjóta allt og bramla en þau næst stærstu eru í lagi.
Þessi söngur var meira að segja sunginn þegar 38" dekkin komu, þá þóttu 35" í lagi en 38" allt of stór …..osfr………………
Þar á undan var hann sunginn þegar 35" kom, þá þóttu 33" í lagi en 35" allt of stór …..osfr………………
49" kom loks í fyrra og bjargaði 44" dekkjunum úr skaðvaldahlutverkinu sem þau höfðu verið í næstum 20 ár.
Nei sanniði til 54" verður það sem virkar best, allavega þangað til 56" kemur.
Snorri
R16
24.04.2007 at 21:25 #589316Þetta er glæsilegt dekk og mig langar að prófa….
En ég er sammála með að þá myndi maður vilja styrkja framhásinguna á Fordinum því að ég er þegar búinn að brjóta slatta á 49".
En það má lengi styrkja.
En hvað með þetta munstur – hefur einhver prófað að keyra á þessu Bogger munstri, er ekki skelfilegt að keyra þetta á malbiki ? Og hvernig virkar þetta í snjó ?
En eins og eru þessi dekk bara til fyrir 20" felgu en eru væntanleg fyrir 17" – ég myndi ekki vilja þetta nema fyrir 17" felgu.
Svo viktar hvert dekk ekki nema 95 kg !
En nú er bara að skora á Ása að flytja inn ein gang þegar þetta er komið fyrir 17 " – og sv er bara að klippa smá úr Ford og prófa.
BEnni
25.04.2007 at 00:10 #589318Sælir
Einhvertíman heirði ég að td 44" bogger ætti það til að gefa eftir í miðjunni (miðjan færi upp) þegar hleyft væri úr þeim, og var ástæðan talin sú að kubbarnir eru mjög massífir og ná frá útbrún og nánast inn að miðju en miðjan munsturslaus.
þannig að það gæti þurft að skera þau mjög mikið og djúpt til að koma í veg fyrir það.En fyrir nokkrum mánuðum heirði ég einhvern tala um 53" dekk. Veit einhver um það??
Kveðja Þórður
25.04.2007 at 08:43 #589320Nú er ekki bara spurning um styrk hásingarinnar og bílinn heldur vélarafl. það þarf örugglega slatta af hrossum til að snúa þessu.
Hvað halda menn, 500+ hestöfl?
25.04.2007 at 09:34 #589322enga vitleysu… þetta er örugglega fínt undir 2,4 Hilux…
25.04.2007 at 09:36 #589324Ég er búinn að prófa að að keyra á þessum bogger dekkjum 44"
Höfðu menn það að orði í Borgarfirðinum að nú hlyti Glanni að vera á leið á jökul eða að Fokker væri að fljúga lágflug í nágrenninu, hávaðinn var slíkur (samt var ég bara í mosó enþá
Það mætti vafalaust skera þetta til óbóta til að minnka hávaðan.
KV.
Glanni [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/129/14434:3mifo43t][b:3mifo43t]BOGGER[/b:3mifo43t][/url:3mifo43t]
25.04.2007 at 10:10 #589326glæsilegi blái trukkur í dag? og hver eru myndir af nýja raminum Glanni?
25.04.2007 at 10:37 #589328Benni til hvers 54" ??? Kemstu ekki allt nú þegar ???
Þetta væri kanski eina leiðin fyrir Hlyn til að komast eitthvað ef hann ætti alvöru jeppa sem gæti snúið þessum dekkjum en við hinir sem eigum alvöru jeppa og kunnum að keyra þá höfum ekkert með þetta að gera.
Sæmi
25.04.2007 at 10:50 #589330Veit ekki hvar sá blái er í dag en það er mynd af Raminum [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/129/42406:1ljvjycu][b:1ljvjycu]HÉR[/b:1ljvjycu][/url:1ljvjycu]
25.04.2007 at 11:13 #589332Hva er enginn að nota þessi Interco LTB 47" dekk.. hér á landi…
[img:11stwh75]http://www.ntwonline.com/natltire/images/LTBnew.jpg[/img:11stwh75]
17" á breidd og fyrir 15" og 17" felgu.
kv
Gunnar
25.04.2007 at 11:50 #589334sælir að sjálfsögðu mun ég flytja þess dekk inn .aftur á móti með 47" þá eru þau til hjá mér fyrir 16,5" felgu og er að bíða eftir að fá þaug fyrir 15" felgu.
kv Ási
25.04.2007 at 15:03 #589336Sæmi, 49" dekkin eru helst til lítil – ég hef þurft að hjakka tvisvar eða þrisvar..
Að maður tali nú ekki um litlu 46"… Þannig þetta gæti verið málið
Benni
14.11.2007 at 15:16 #589338Jæja þá eru dekkinn kominn frá ,,jú ess and ei,, voru að detta inn á gólf hjá mér , þetta virðist lofa mjög góðu 85 kg stk
14.11.2007 at 15:49 #589340Á síðan að moka þessu undir crúsann??, segðu okkur meira..
14.11.2007 at 18:18 #589342Sæll Siggi aldrei að vita hvaða vitleisu manni dettur í hug.
14.11.2007 at 22:34 #589344Við í Dekkjahöllinni settum svona 47" dekk undir 80 Cruiserinn hjá björgunarsveitinni Súlum.
Hann var vígalegur, vægast sagt.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.