FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

5 Tindar

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › 5 Tindar

This topic contains 56 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Benedikt Þorgeirsson Benedikt Þorgeirsson 17 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.05.2007 at 15:48 #200359
    Profile photo of
    Anonymous

    5 Tindar
    Tækifæri að láta gott af sér leiða. Stjórnin fékk þennan póst í dag. Nú er bara að skrá sig á vefinn ef menn eru tilbúnir að leggja þessu lið og gera úr því skemmtilega ferð. Kv Ofsi

    Frá: Leifur Dam Leifsson [HTML_END_DOCUMENT]
    Til: stjorn@f4x4.is
    Efni: F4x4.is: 5tindar og 4×4
    Daginn, Við vorum að velta því fyrir okkur hvort einhverjir meðlimir 4×4
    væru tilbúnir við að aðstoða okkur við að ferja okkur að Heklurótum
    sunnudaginn 10 júní. Við erum að fara að ganga hæsta fjall í hverjum
    landshluta til styrkjar Sjónarhóli og bílinn okkar Ford Transit kemst
    ekki síðasta slóðann. Þetta uppátæki er nátt. til góðgerðarmála þannig
    að við getum ekki greitt fyrir aðstoðina þannig að þetta væri tækifæri
    fyrir klúbbinn að leggja sitt á vogarskálina. Allar upplýsingar um
    verkefnið er að finna á http://www.5tindar.is Það er margt skemmtilegt sem
    kemur út úr þessu og ma. erum við að gera heimildarmynd um verkefnið sem
    sýnt verður í sjónvarpi. Ef þið getið komið þessu áleiðis á vefinn
    þannig að meðlimir hafi tækifæri til að koma okkur til aðstoðar værum
    við ykkur mjög þakklát. kv Leifur 5tindafari

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 56 total)
← 1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 08.06.2007 at 18:31 #591572
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Verðum á rás 47 á VHF.
    Talstöðvarlausir geta haft samband við undirritaða til að fá lánaða handstöð í ferðina.

    Kv. Barbara Ósk s. 664-1090





    08.06.2007 at 19:09 #591574
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Kem með, er nýr og þekki sjálfsagt engann en það skiftir ekki máli, áhuginn er fyrir hendi. Sé ykkur við Landvegamót.





    08.06.2007 at 19:16 #591576
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Logi og aðrir sem eiga eftir að skrá sig vinsamlegast sendið á Sverri fararstjóra upplýsingar um síma og netföng þar sem hann þarf að geta náð sambandi við ykkur á sunnudaginn skv. eðli verkefnisins.

    Takk,

    Kv. Barbara Ósk





    08.06.2007 at 22:22 #591578
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Samkvæmt fréttum ætla þeir að vera kl. 13:00 við Heklu. þ.e. fjallið en ekki 17:00 !!.
    Verður fylgst með ferð þeirra hérna á vefnum eða á maður að fara inn á vef þeirra ?
    Bara svona forvitni.
    kv. vals.





    09.06.2007 at 04:36 #591580
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    "Um níuleitið í kvöld voru kapparnir búnir að klífa Heiðarhorn. Veðrið var heitt og fínt, með smá rigningu. En þetta gekk víst glimrandi vel, enda mundu kapparnir víst ekki viðurkenna neitt annað. Nú liggur leiðin á Þingeyri þar sem að 4×4 klúbburinn bíður þeirra, en þeir koma til með að ferja þá upp að Kaldbak. Búist er við að það verði um þrjú leitið í nótt. "

    Frábært að sjá að okkar menn á Vestfjörðum leggja þessu verkefni lið

    Góða skemmtun





    09.06.2007 at 10:05 #591582
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Af vef 5tinda
    –
    Búið að ganga Kaldbak
    5tinda menn komu niður af Kaldbak (998m) klukkan 5.45 í nótt. Ritarinn hefur ekki heyrt hvernig sú ferð gekk, en mun koma því til skila um leið og hringt verður í hana. Skrifa því fljótlega aftur, en kapparnir eru væntanlega á leið norður núna, til að ganga Kerlingu (1538m).
    –
    Annajulia
    Saturday 09 June 2007 – 08:17:16
    kv. vals.





    09.06.2007 at 12:12 #591584
    Profile photo of Sverrir Kr. Bjarnason
    Sverrir Kr. Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 172

    5tindafararnir sjö voru að ljúka við morgunverð í Staðarskála og stefna nú ótrauðir að því að taka Kerlinguna næst. Tvö forfölluðust úr hópnum áður en farið var frá Reykjavík. Tímaáætlun er óbreytt um að verða í Landsveitinni um kl. 17 á sunnudag.
    Sverrir Kr.





    09.06.2007 at 13:33 #591586
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Til að taka kerlingu verða þeir að fara bak við karlinn eins og alltaf.
    –
    Af vef 5tinda
    Jæja, þetta gengur allt glimrandi vel hjá köppunum. Núna um 12.00 voru þeir að koma úr Staðarskála, þar sem að þeir fengu sér að snæða. Fá eigendur Staðarskála kæra þökk fyrir það. Áætlað er að þeir komi að Kerlingu (1538m) um 14.30 í dag, en það getur auðvitað breyst. Gott veður er á þeim, glampandi logn og um 20’hiti. En hvenær er jú ekki gott veður á Norðurlandinu? Þegar að búið er að ganga Kerlingu þá liggur leið þeirra að Greifanum, en þar verður fengið sér að snæða í boði eigenda. Ekki slæmt það enda Greifamatur vel þekktur fyrir góðan ilm. 5tinda menn þakka kærlega fyrir veitingarnar. Það má benda á það að áætlaður tími á seinasta tindinn, Heklu, er milli 16.00-17.00 á sunnudag.

    Allir kapparnir eru að sögn fjallhressir og í fullu fjöri. Þeir eru , að sögn Birgirs, missprækir, en þó allir sprækir. Það er spurning hvernig skrokkurinn tekur því að fara í langar fjallaferðir, sitja svo í bíl í langan tíma og fara svo aftur að stað. En vonandi gengur allt vel, enda herþjálfun sem þeir hafa fengið í vetur.
    –
    kv. vals.





    09.06.2007 at 17:32 #591588
    Profile photo of Ólafur Hallgrímsson
    Ólafur Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 544

    Ég er mjög leiður yfir því að hafa fyrir hönd vestfjarðadeildar þurft að svíkjast undan aðstoð við 5tinda á síðustu stundu en starfs míns vegna þurfti ég að vera á Ísafirði síðastliðna nótt. Ég var búinn að fá lánaðan 9 manna Econoline frá Björgunarsveitinni Tindum í verkefnið en ég vissi ekki fyrr en um miðnætti að ég yrði bundinn við annað í nótt. kv. Ólafur





    09.06.2007 at 18:01 #591590
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    AF vef 5 tinda:
    Núna klukkan 16.00 þá heyrði ritarinn í elsta meðlim 5tinda, honum Birgir. Þá voru þeir búnir að fara um 560m upp Kerlinguna, en hún er um 1538 m. Áætlað er að þeir verði komnir niður milli 19.00-20.00. Kapparnir eru aðeins á eftir áætlun þar sem að þeir lentu í því að tvær rúður brotnuðu á bílnum, eftir grjótkast. Ekki ósjaldan sem þetta skeður í lausamölinni við að mæta norðlensku bílstjórunum. Farið var með bílinn á bílaleiguna þar sem þetta verður lagað, en þeir fengu annan bíl til að nota á meðan að Kerlingin yrði tekin!!. Þegar að niður verður komið, þá skipta þeir aftur um bíl, enda 5tinda bíllinn allur þaulmerktur þeim, og þeirra styrktaraðilum. Vegna tímaseinkunnar þá ætla þeir að taka pizzur með sér úr Greifanum, og nota þá tímann frekar til að reyna að komast í heita pottinn í sundlaug Akureyrar.

    Næst liggur leið þeirra austur og áætlaður tími þangað er um 5 klukkutímar. Þar er það Snæfell sem verður klifið, en það er um 1833 m.

    Annajulia
    Saturday 09 June 2007 – 16:46:09





    09.06.2007 at 19:29 #591592
    Profile photo of Benedikt Þorgeirsson
    Benedikt Þorgeirsson
    Member
    • Umræður: 50
    • Svör: 805

    Sæl öll sömul

    Ég verð þarna á svæðinu einnig en talsvert á undan hópnum þar sem ég þarf að ferja myndartökumann og sjálfan mig sem aðstoðarmann uppá Heklu og taka mynd af köppunum þegar þeir koma uppá toppinn..

    Gangi ykkur vel





    09.06.2007 at 23:25 #591594
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Tekið af vef 5 tinda:

    Klukkan 19.00 voru kapparnir upp á topp á Kerlingu. Kerlingin var talin erfiðust, þá væri orkan farin að minnka og þreytan farin að segja til sín. Eftir það mundu þeir fara áfram á huganum og þrjóskunni. Ekki hefur hugurinn minnkað í mannskapnum þótt þeir séu búnir að ganga þrjú fjöll á rúmum sólarhring, því að sá elsti í hópnum segir þetta ekkert mál, hann bíði bara af og til eftir hinum í hópnum!!!

    5tinda menn eru eitthvað á eftir tímamörkunum sem að þeir settu sér, en þó ekki mikið. Hér má sjá tímarammann sem að þeir gerðu í byrjun.

    Lagt af stað úr Reykjavík 16.000
    Heiðarhorn búið 21.00
    Kaldbakur 04.00-07.00
    Kerling 15.00-20.00
    Snæfell 02.00-06.00
    Hekla 13.00-17.00
    Heimkoma 19.00

    Þeir eru þegar búnir að fresta tímanum á Heklu til 16.00. Ritarinn mun skella inn fréttum um leið og heyrist í þeim.

    Annajulia
    Saturday 09 June 2007 – 19:59:00





    10.06.2007 at 08:36 #591596
    Profile photo of Benedikt Þorgeirsson
    Benedikt Þorgeirsson
    Member
    • Umræður: 50
    • Svör: 805

    Jæja þá fer ég að leggja í hann..

    Verð á Rás 47 á vhf..





    10.06.2007 at 09:04 #591598
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Tekið af vef 5 Tinda.
    Þá eru það nýjustu fréttir af 5tinda mönnum. Klukkan 21.00 í gærkveldi voru kapparnir komnir niður af Kerlingu, og voru á þeim tímamörkum sem að þeir höfðu sett sér.

    Klukkan 24.00 voru þeir á leið austur til að fara á Snæfell og áttu þá um tvo tíma eftir í keyrslu. Talið var að sú ferð mundi taka þrjá-þrjá og hálfan tíma, þeir yrðu sem sagt komnir niður af Snæfelli um 06.00.

    En ekki gekk þetta alveg eftir. Þeir 5tinda menn voru komnir um 1500m upp, en Snæfell er um 1833m, en urðu þá að snúa við og fara aðra leið. Það eru búnar að vera miklar leysingar, og hafa því myndast sprungur á ýmsum stöðum. Til að hafa allan varann á, þá snéru þeir við, og ætluðu að fara aðra leið. Þegar að ritarinn heyrði í þeim klukkan 07.30, þá voru þeir á niður leið, og voru rétt ófarnir upp aftur, og þá örugga leið. Ritarinn skellir inn frétt þegar að heyrist af þeim á toppnum.

    Til stóð að hitta 4×4 jeppaklúbbsmenn um þrjú leytið. Þeir munu ferma 5tinda menn að Heklurótum, og bíða þar meðan að þeir skokka uppá seinasta fjallið. Þessi tímamörk munu augljóslega eitthvað breytast.

    Annajulia
    Sunday 10 June 2007 – 08:35:11





    10.06.2007 at 11:49 #591600
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Er eitthvað að frétta af þessum köllum, eru þeir komnir niður af Snæfelli eða eru þeir ennþá að reyna að komast upp. Verður þetta næturganga hjá okkur, ekki að það sé leiðinlegt, en gott að vita.
    kv. vals.
    Es. Jón ég er en í vandræðum með tölvuna.





    10.06.2007 at 12:21 #591602
    Profile photo of Kristinn Arnarson
    Kristinn Arnarson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 68

    Er það ekki nokkuð klárt að mætingu hefur verið frestað. Eða hvað?
    Eða ætlar fólk ennþá að hittast kl 1500

    kv
    kristinn





    10.06.2007 at 12:30 #591604
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Verðum við ekki bara að bíða eftir nýjustu fréttum af heimasíðu 5 tinda, ekkert að frétta þaðan allavega eins og er.





    10.06.2007 at 13:09 #591606
    Profile photo of Benedikt Þorgeirsson
    Benedikt Þorgeirsson
    Member
    • Umræður: 50
    • Svör: 805

    Þeir lenntu í miklum vandræðum á Snæfelli eins og fram kom og hafa tafist mikið, ég er kominn heim aftur og bíð bara símtalslins sem lætur vita að þeir eru lagðir af stað frá Snæfelli í átt að Heklu, sem er töluverður akstur btw..





    10.06.2007 at 13:17 #591608
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Tekið af vef 5 tinda:
    Klukkan 11.15 þá voru 5tinda menn upp á topp á Snæfelli (1833m). Þessi ferð hefur vægast séð gengið ílla, og eru þeir því komnir þó nokkuð á eftir í tímarammanum. Til að byrja með þá festu þeir bílinn, en það hafðist þó að losa hann. Þegar að þeir höfðu gengið um 1500m, þá urðu þeir að snúa við vegna sprungusvæða, sem koma vegna mikilla leysinga. Þeir þurftu því að ganga aftur niður í 500m hæð, áður en hægt var að ganga aftur upp á topp. Þangað eru þeir sem sagt komnir, eftir rúmlega 20km göngu. Þeir kappar eru á leið niður núna, og mun ritarinn skella inn frétt um leið og haft verður samband við hana.

    Það gefur auga leið að tímasetningin á Heklu, og síðan heimkomu, er orðin breytt. En mestu máli skiptir að þeir eru fjallhressir, og eru hreint alls ekki að gefast upp. Nú kemur heraginn úr Boot-camp að góðum notum.

    Ritarinn vill síðan minna lesendur á söfnunina fyrir Sjónarhól, sem er aðalmarkmið 5tinda manna. Eftir allt það sem að þessir kappar hafa lagt á sig þessa helgi, þá ættum við hin sem höfum legið í leti, að hringja inn og gefa pening. Það þarf ekki að vera stórt, því smáar upphæðir, verða fljótt að einni stórri. Koma svo lesendur, hringja, hringja. Það hafa allir gott að því að gera eitt góðverk á dag, þetta gæti verið góðverk dagsins.

    Annajulia
    Sunday 10 June 2007 – 13:00:15





    10.06.2007 at 13:28 #591610
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það lítur út fyrir næturferð á Heklu. Það góða er, að það er hægt að keyra upp í 1000 metra hæð, svo gangan upp þarf ekki að taka nema 1 til 2 tíma. Fer þó eftir snjóalögum í fjallinu.

    Góðar stundir





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 56 total)
← 1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.