This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 20 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég er mikið búinn að fylgjast með þessum frábæra
vef þó ennþá sé ég ekki ekki orðin félagi en ætlunin er
nú að bæta úr því alveg á næstunni.Enn það var nú allt annað sem ég ætlaði að minnast á.
Ég sá það hér á síðunni að hjá því ágæta fyrirtæki
R Sigmundsson þá fá félagar 4×4 8% afslátt af Garmin
vörum.Mér þykir það lítið þar sem um stórt félag með
marga félagsmenn er að ræða,og örugglega stæðsti hlutinn
af þeim staðsetningar tækjum sem í notkun eru ,eru Garmin
plús annað sem þeim fylgir eins og kort og fleira.
Vinsamlegast leiðréttið mig ef ekki er farið rétt með.
Eru þessi tæki ekki velflest versluð hjá R Sigmundsson
að undanteknum einhverjum örfáum sem hafa verslað á netinu
vegna hve dollarinn hefur verið lágur undanfarna mánuði.
Ég og tveir félagar mínir erum að versla við R Sigmundsson
sem sagt þrjú Garmin GPS tæki og okkur var boðið 10%.
Miðað við það fyndist mér sangjarnt að þetta öfluga
félag fengi allavega 10% þegar einstaklingum sem eru ekki
einu sinni í neinum svona félögum stendur þetta til boða.
Ég er mjög þakklátur fyrir þennan afslátt sem okkur var
boðinn,vildi bara viðra þetta við ykkur því mér finnst
það sanngirnis mál að félagar 4×4 fái þann afslátt sem öðrum er boðið.Að sjálfsögðu snertir þetta mig líka ef
ég fæ inngöngu í félagið.
kveðja
Dreki1
You must be logged in to reply to this topic.