Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › 4×4 / Skeljungur
This topic contains 64 replies, has 1 voice, and was last updated by Eygló Sesselja Aradóttir 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.12.2007 at 09:16 #201312
Góðan daginn félagar.
Mig langar að nota þetta tækifæri til þess að óska mönnum til hamingju með nýjan samning við Skeljung, sem kynntur var á félagsfundi í gærkvöldi.
Það er greinilegt að þeir Skeljungsmenn hafa mikla trú á félaginu okkar og vilja með góðum hætti styðja okkur í því mikla starfi sem fram fer.
Vona að ég fari rétt með tölur, en við fáum allt að 12 kr/ lítr afslátt frá hæsta verði, auk annara afslátta / tilboða. En höfðinglegur stuðningur beint til félagsins er uppá 10.000.000 kr á ári í 5 ár = 50.000.000 kr takk fyrir.
kv
Palli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.12.2007 at 15:06 #605480
Með nokkrum rifjum frá Skúla,olíukort frá Shell og nýmalbikuðum guðs og hálendisvegum ætti að fara að vera óhætt að leggja í ferðir út fyrir Elliðaárbrýr og austur fyrir Fossvogsdal,ku vera töluvert nýtt að þeirri leið að sjá.
Klakinn
06.12.2007 at 21:41 #605482Þeir félagsmenn sem vilja sækja um viðskiptakort Skeljungs geta gert það með því að fylla út umsóknarformið á [url=http://4×4.trigger.is/skeljungur/:hcjy0q13]þessari vefsíðu[/url:hcjy0q13].
06.12.2007 at 21:58 #605484Hlýtur að vera hægt að sjá eitthvað jákvætt við þetta. Allt í lagi að hafa það í huga að Skeljungur hefur stutt dyggilega við klúbbinn í gegnum tíðina.
Kveðja,
JKK
10.12.2007 at 16:02 #605486Vinsamlegast athugið að þegar viðskiptakort Skeljungs er notað til eldsneytiskaupa á Shell stöð eða Orkunni þá kemur afslátturinn ekki fram á kvittuninni. Hann er hins vegar tekinn af þegar reikningur er búinn til, hvort sem það er greitt með greiðsluseðli eða beint af greiðslukorti.
Datt í hug að skjóta þessu inn, svona ef fleiri myndu reka augun í þetta en ég.
10.12.2007 at 19:34 #605488þannig ef ég kaupi diesel hjá skeljungi sem í dag er 140 kr/l (þ.e. það verð sem gefið er upp sem viðmiðunarverð og afsláttur veittur af því) í dag, en greiði það síðan um næstu mánaðarmót, þegar verðið verður kanski komið í 150 kr, hvaða verð borga ég þá endanlega? 128 eða 138? Spyr því að ég fæ lítrann í dag á 131.3 hjá OB (frelsi) og hjá 134.3 (Atlantsolía með afslætti) og veit að það er verðið sem ég greiði hjá þessum fyrirtækjum.
10.12.2007 at 19:56 #605490Auðvitað reiknast endanlegt verð m.v. verð þess dags sem viðskipti fara fram, allt annað væri auðvitað sérkennilegt í mesta lagi er það ekki?
Í dag er "[url=http://www.skeljungur.is/category.aspx?catID=99:1y2urwwj]fullt verð[/url:1y2urwwj]" díesel 140,90kr og okkar verð í dag því 130,90kr en eftir áramót er það 128,9kr (-10kr og -12kr).Þumalputtareglan er að taka það sem stendur á skiltinu og er kallað "sjálfsafgreiðsluverð" fram til 31.12.2007 og draga 5kr frá en eftir áramótin 7kr til að fá F4x4 verðið.
Það gæti verið að þetta lagist þegar nýja kortakerfið hjá Skeljungi verður tekið í notkun í mars á næsta ári, vonum það en þangað til er þetta smávægilegur hugarreikningur sem er ágætt að dunda sér við meðan maður stendur og dælir á þessum hefðbundnu mörghundruð-og-fimmtíu lítrum sem maður notar 😉
10.12.2007 at 20:11 #605492jafn hreint og beint og þau hafa nú komið fram við landann í gegnum árin:)
10.12.2007 at 20:15 #605494Ójá, olíufélögin hafa löngum verið helstu stoðir og styttur siðlegra viðskiptahátta á Íslandi 😉
Annars sýnist mér að besta leiðin til að fá eldsneyti sem ódýrast sé að flytja á Selfoss.
10.12.2007 at 20:54 #605496Nú er ég hættur að skilja.Tryggvi þú talar um hér fyrir ofan að afslátturinn eftir áramót verði 7 krónur af hverjum líter í sjálfsafgreiðslu,en töluvert ofar í þessum spjallþræði þá sínir þú töflu frá skeljungi og þar kemur fram að í sjálfsafgreiðslu sé afslátturinn 12 krónur.Hvort er rétt eða er ég eitthvað að misskilja????
10.12.2007 at 20:58 #605498Það virðist erfitt fyrir menn að skilja þenan afls.
Í dag eru það 10 kr af fulluverði og 5 í sjálfsafgreiðlu en eftir áramót 12 kr af fullu verði og 7 kr sjálfsafgreiðslu.
Þetta ætti nú ekki að vera mjög flókið að skilja.
kv
Þórður Ingi
10.12.2007 at 21:55 #605500Úff jú veistu þetta er pínu flókið.
Hægt að setja þetta svona upp (m.v. 1.1.2008):
Okkar verð = Sjálfsafgreiðslu verð – 7kr
Ætti að vera sama niðurstaða og 12kr frá fullu verði þar sem sjálfsafgreiðsluverð er 5kr lægra en að.Á Orkunni eigum við síðan að vera að borga sömu krónutölu eins og á Shell stöð sem er hugsanlega einhver lækkun, t.d. er dæluverð hér fyrir utan stofugluggann hjá mér á Orkunni núna 134,2kr en "okkar" verð ætti að vera samkvæmt fyrri útreikningum 128,9kr (eftir 1.1.08, í dag 130,9kr) á þeirri stöð ef maður notar viðskiptakortið. Sko þetta er strax orðið flókið 😉
10.12.2007 at 23:43 #605502Semsé samkvæmt töflunni hans Tryggva er ódýrast að dæla sjálfur, en maður fær mesta afsláttin með því að láta dæla fyrir sig.
Er þetta ekki rétt skilið?En annað sem ég er að spá. Er miðað við hæsta þjónustuverð á landinu? Því þessir andskotar eru yfirleitt með mun hærra verð úti á landi. Sérstaklega þar sem umferð er ekki mikil.
Skil ekki hvernig þeir komast upp með svoleiðis.
Ekki kæmist Húsasmiðjan eða 10-11 upp með að vera með annað verð úti á landi.
Þetta er alveg ótrúlegt virðingaleysi gangnvart landanum.Kveðja
Þengill
11.12.2007 at 08:21 #605504Ég held að þú hafir farið eitthvað línuvillt í töflunni. Þú ert væntanlega að vísa til myndarinnar hér einhversstaðar fyrir ofan? Þar er mesti afslátturinn þegar maður dælir sjálfur og þ.a.l. ódýrast.
Viðmiðunarverðið vegna afsláttarins er þetta "fulla verð" svo að landshlutalega ætti þetta að vera eins. En varðandi verð á mismunandi landshornum þá er [url=http://gsmbensin.is/gsmbensin_web.php:1f8noty2]ágætt að skoða þetta þennan vef[/url:1f8noty2] (virðast vera sjálfsafgreiðsluverðin). Þar má m.a. sjá að díesellítrin er ódýrari á Grundarfirði en við Miklubraut í Reykjavík. Orkan í Njarðvík er samt held ég mesta okursjoppan í þessu og rukkar 1342kr fyrir lítrann… væntanlega innsláttarvilla en óneitanlega skuggaleg tala!
11.03.2008 at 21:00 #605506Sælir félagar
Mér skilst á Tryggva að það eigi ekki að vera seðilgjald á reikningsyfirlitinu (sjá póst 4.des 12:45). Var að fá mitt fyrsta yfirlit eftir að hafa notað viðskiptakortið (hef alltaf notað gráa kortið fram að þessu með góðum árangri) og þá rak ég augun í útskriftargjald 340 kr. Þar sem þetta var óvenjulítið af eldsneyti sem ég tók þá kom þetta frekar illa út þar sem ég var þá að borga meira fyrir líterinn heldur en fulla verðið (sem ég hef reyndar hvergi séð á neinni bensínstöðinni).
Hvernig er það, hafið þið verið að fá útskriftargjald á ykkar yfirlitum?Kveðja
Snjókallinn
19.03.2008 at 16:23 #605508Ég fékk útskriftargjald og kvartaði. Nú er yfirlit nr. 2 komið í hús og aftur er þar útskriftargjald.
20.03.2008 at 09:08 #605510Góður afsláttur hjá þér, þeir gera nú eitthvað fyrir þig er það ekki?
20.03.2008 at 15:06 #605512Hvernig er það? var ekki samið um 12.kr afslátt frá fullu verði?nú er ég búinn að fá yfirlit fyrir síðasta mánuð,og þar er til að byrja með afsláttur sem er 510,kr en svo kemur seðilgjald sem er 340,kr.Þannig ekki varð mikið úr afslættinum þar!! en þessar 510,kr í afslátt er samt ekki nema 10,kr í afsl frá fullu verði!þetta var nú reyndar yfirlitið af korti konunnar,en mér er svo sem sama um það.og ekki er það búið enn því af yfirlitinu af mínu korti,en þá er það nú svo skemmtilegt að ég get líka reiknað út afsl,af því.og til að mynda þá fórum við hjónin bæði á Select við vesturlandsveg sama dag,og það ekki nema með 45,mín.millibili og eins og fyrr segir þá fær hún miðað við lítrafjölda á fullu verði 10,kr í afls en ekki þær 12 sem ég hélt að umsaminn afsl væri? Hinsvegar var það ég sem var á ferðinni 45,mín fyrr en hún,og miðað við lítrafjöldan sem ég tók á sama verði þá er ég ekki að fá nema tæpar 8,kr í aflsátt!!!! er einhver sem getur sagt mér nákvæmlega hver aflsátturinn er og hvað við eigum að fá samkv.samningi?
–
Mbk
Púkinn
20.03.2008 at 18:16 #605514Af hvaða verði ertu að reikna afsláttinn? Verðinu sem þú sérð á skiltinu fyrir framan stöðina? Ef svo er þá ertu á villigötum. Því að verðið sem afslátturinn er reiknaður af er mesta mögulega verð á landinu. Sem er kannski á bensínstöðinni á Þórshöfn á Langanesi.
Kveðja
Þengill
21.03.2008 at 10:08 #605516Sælir félagar.
Ég skildi ekki alveg hvernig þessi afsláttur var, sendi um daginn tölvubréf til Skeljungs og bað um nánari skýringu (eða staðfestingu á því sem ég setti fram). Fékk svar nokkrum dögum seinna:
"Sæll Eggert.Hér eru allir okkar verðlistar.
http://www.skeljungur.is/Pages/370
Diesel kostar 154.60 afsl er 12 kr því er verið til þín 142,60 eins og þú færð út.
Þetta verð átt þú að fá hvar sem þú tekur hjá Shell.Bensínfrelsi" hjá Orkunni er gefa þér 145 kr á Ísafirði.
Það er verið að koma upp þjónustuvef hjá okkur, þar verða þessum málum gerð góð skil.
Endilega hafðu samband ef þessar upplýsingar er ekki nægjanlegar."Þetta var 13. mars kl. 09:54, verðið miðast við þann tíma.
Kv., Eggert, Í1983
21.03.2008 at 11:03 #605518Þetta var fyrirsögn á einu innslaginu á þennan þráð í desember held ég, svar við pósti þar sem ég spurði í sakleysi mínu af hvaða verði afslátturinn er reiknaður. Í því svari var sagt að sá afsláttur væri reikaður af því verði sem fram kæmi á skiltinu hjá stöðinni. Nú er sagt að afslátturinn sé reiknaður af hæsta verði á landinu!? Á heimasíðu Skeljungs hefur amk. til skamms tíma ekki verið gefið upp verð í fullri þjónustu hér og hvar um landið, eing. af sjálfsafgreiðslu. Síðan sem kemur fram í svarinu fyrir ofan þetta hefur ekki legið á lausu (nema ég sé raunverulega blondina og ekki fundið hana) Þannig að ekki er verið að auðvelda fólki um of að ath. hvort shell með afslætti sé raunverulega það hagstæðasta sem býðst.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.