FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

4×4 / Skeljungur

by Páll Halldór Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › 4×4 / Skeljungur

This topic contains 64 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Eygló Sesselja Aradóttir Eygló Sesselja Aradóttir 17 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.12.2007 at 09:16 #201312
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member

    Góðan daginn félagar.

    Mig langar að nota þetta tækifæri til þess að óska mönnum til hamingju með nýjan samning við Skeljung, sem kynntur var á félagsfundi í gærkvöldi.

    Það er greinilegt að þeir Skeljungsmenn hafa mikla trú á félaginu okkar og vilja með góðum hætti styðja okkur í því mikla starfi sem fram fer.

    Vona að ég fari rétt með tölur, en við fáum allt að 12 kr/ lítr afslátt frá hæsta verði, auk annara afslátta / tilboða. En höfðinglegur stuðningur beint til félagsins er uppá 10.000.000 kr á ári í 5 ár = 50.000.000 kr takk fyrir.

    kv
    Palli

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 64 total)
1 2 … 4 →
  • Author
    Replies
  • 04.12.2007 at 10:29 #605400
    Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Keymaster
    • Umræður: 32
    • Svör: 604

    sammála, virðist fínn samningur. Ég myndi samt vilja sjá kynningu á samningnum hér á vefnum. Þó samningurinn virtist ekki flókinn við fyrstu sýn þá vöknuðu samt margar spurningar í gær og umræðan fór vítt. Væri gott að fá stutta samantekt hjá þeim sem þekkja samninginn vel.

    kv. hsm





    04.12.2007 at 11:35 #605402
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Ég held að það sé óhætt að óska öllum klúbbnum til hamingju með þetta og þakka þeim Skeljungsmönnum stuðninginn.
    Ég játa að ég þekki samninginn nú "ágætlega" en ég varð samt örlítið ringlaður á köflum í gær. Þannig að nánari skýringar eru á leiðinni, bæði hvað er í boði og hvernig er best að nýta það sem mest og sem víðast. Það er jú til einskis að hafa góð kjör ef enginn veit af þeim 😉





    04.12.2007 at 11:58 #605404
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    þetta lítur út fyrir að vera mjög gott. það er ástæða til að hvetja fólk til að nýta sér afsláttinn hjá shell til að skeljungsmenn sjái eftir árið að þetta eru umtalsverð viðskipti.





    04.12.2007 at 12:34 #605406
    Profile photo of Agnes Karen Sigurðardóttir
    Agnes Karen Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 878

    Miðað við verð í gær. 3 des 08.
    137.20 kr hæsta verð.
    Félagsmenn fá líterinn á kr 125.20.
    Sama hvar er verslað.
    15% afslátt á smurningu hjá shell
    15% afslátt hjá pitstop
    15% afslátt hjá nesdekk
    10-40% afslátt hjá stillingu.
    Ef menn sækja um viðskiptakort er hægt að nota það á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum og á orkunni.
    Í febrúar – mars koma síðan ný félagsskírteini sem nýtast bæði í sjálfsafgreiðslu og á shell stöðvum.
    Þeir sem eru með viðskiptakortið fá alltaf þennan afslátt
    kv
    Agnes Karen Sig
    Formaður f4x4





    04.12.2007 at 12:45 #605408
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    [url=http://www.skeljungur.is/category.aspx?catID=167:1d32mksy]HÉR[/url:1d32mksy] er hægt að sækja um viðskiptakortið (rauða kortið). Þeir sem vilja fá reikning (frekar en að tengja við kreditkort) þá er það án kostnaðar (seðilgjalda…) til félagsmanna F4x4.
    Einnig er hægt að láta "opna" rauð kort til notkunar við dælu sem er við Búrfell (þarf að hafa samband við Skeljung til þess, en bara einu sinni og þá er opið eftir það).





    04.12.2007 at 13:08 #605410
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    smá athugasemd
    mér skyldist það að þessi samningur væri frá áramótum þannig að í dag er afslátturinn 10 kr
    ekki satt ?
    kveðja Lella





    04.12.2007 at 13:10 #605412
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Hin haukfráa Lella fer með rétt mál. Verðin sem sýnd voru í gær voru dæmi miðuð við verð eldsneytis 3.12.2007, hér er tilraun til að setja þessa glæru frá Skeljungi inn í myndasafnið:
    [img:1zrdoimc]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/46560.jpg[/img:1zrdoimc]





    04.12.2007 at 13:33 #605414
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Sælir

    þegar maður sækir um viðskiptakortið, hvernig sjá þeir að maður er í 4×4? þarf maður að taka það fram einhversstaðar þegar maður pantar þetta eða keyra þeir þetta saman við einhverja skrá frá 4×4?

    ef ég sæki um svona viðskiptakort, fæ ég þá þennan afslátt á mín viðskipti frá og með áramótum? fær maður svo aukalega félagsskírteini í febrúar/mars?

    og ein enn: getur maður fengið aukakort fyrir konuna?

    með von um svör,
    Lalli





    04.12.2007 at 13:43 #605416
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Ég óska öllum klúbbnum til hamingju með þetta og þakka Skeljungi fyrir,held að stjórn klúbbsins hafi gert góðan samning.

    Kv Jóhannes





    04.12.2007 at 14:54 #605418
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    var ekki á fundinum í gær en skil ég þetta þannig að ég verði að fá mér viðskiptakort til að fá 12 kr eftir áramót eða dugar félagsskírteinið ?





    04.12.2007 at 15:22 #605420
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Félagsskírteinið dugar á Skeljungsstöðvum þar sem þú getur greitt á kassa. Á Orkunni þarf hins vegar að greiða í sjálfsala og þá yrðir þú að hafa viðskiptakortið. Hins vegar kemur nýtt kerfi hjá Skeljungi í mars og þá koma ný vildarkort sem duga hvort sem er í Skeljungsstöðvum eða Orkunni.
    Kv.
    Barbara Ósk





    04.12.2007 at 15:24 #605422
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Fæ ég þá nýtt félagsskírteini í mars eða þarf ég að fara og fá mér viðskiptakort/vildarkort ?





    04.12.2007 at 15:56 #605424
    Profile photo of Agnes Karen Sigurðardóttir
    Agnes Karen Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 878

    Mæli með að menn sæki um viðskiptakortið.
    Þó svo að þeir fái nýtt kort í mars.
    kv
    Agnes





    04.12.2007 at 15:57 #605426
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Þá munu verða hægt að nota nýju félagsskírteinin sem áætlað er að komu á næsta ári (mars) eins og viðskiptakort, ólíkt núverandi sem eru í raun vildarkort. En þar sem ég er Íslendingur nenni ég ekki að bíða og ætla að reyna að sækja um svona viðskiptakort, hlýt að klóra mig fram úr því einhvern veginn.
    Annars er að safna upp í myndarlegasta FAQ um þessa kortaflóru þannig að um að gera að spyrja og maður reynir að leita svara.





    04.12.2007 at 17:04 #605428
    Profile photo of Sigþór Árnason
    Sigþór Árnason
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 6

    Sem félagsmaður langar mig til að vita hvort stjórnin geti sagt eitthvað frá ástæðum þess að N1 varð ekki fyrir valinu eins og til stóð !!!

    En eftir að hafa kynnt mér þann samning sé ég að stjórnin valdi greinilega ekki besta kostinn.

    Það hljóta að vera skýringar á því afhverju við félagsmenn eigum ekki að fá lægsta verðið á eldsneyti og mestu þjónustuna

    Takk takk
    Sigþór Árnason félagsmaður R-52





    04.12.2007 at 17:15 #605430
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Jú já til hamingju með þetta :-). En hvernig er það eins og Lárus spyr að hvernig vita þeir hvort ég 4×4 eða ekki? er búinn að sækja um kort. Þá að öðru þá skrifar Sigþór um næst besta kostinn. Hvað hefur þú fyrir þér í því? ´
    Kv Bjarki sem er bara ánægður með þennan samning.





    04.12.2007 at 17:21 #605432
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Góðan dag.
    Ekki veit ég Sigþór hvaða upplýsingar þú hefur undir höndum um annað en klárlega er ekki verið að hlunnfara félagsmenn í eldsneytisverði. Stjórn hefur gert samning sem samkvæmt okkar bestu vitund er það besta sem okkur stóð til boða og er þar bæði verið að hafa hag félagsmanna og klúbbsins sjálfs að leiðarljósi. Það er skylda stjórnar og við leggjum okkur fram um að uppfylla þær skyldur. Tel ég mig vinna af heilindum fyrir félagið og líkar frekar illa að sjá dylgjur um annað.
    Kv.
    Barbara Ósk
    gjaldkeri 4×4





    04.12.2007 at 17:23 #605434
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Ég óska félaginu till hamingju með þenan samning.

    Ég sótti um viðskiptakort fyrir tæpu ár til að geta notað afsl. í Sjálfsafgreiðslu. Ég sendi inn umsókn og tók fram að ég væri í 4×4 þá fékk ég sent kort og afls kemur fram á reikningnum sem ég fæ um hver mánaðarmót





    04.12.2007 at 17:40 #605436
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Það vill svo skemmtilega til að Skeljungur (annar hluti af samningnum…) gefur út félagsskírteinin okkar, svo að þeir eru ávalt með nýjustu og réttustu félagaskrána vegna þess. Hvernig þeir akkúrat bera sig við samanburðinn veit ég ekki en til öryggis myndi ég setja félagsnúmerið mitt einhversstaðar á umsókn um viðskiptakort þó ekki væri nema til að auðvelda þeim lífið.





    04.12.2007 at 17:45 #605438
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Til hamingu 4×4 með samningin.
    Allavega þurfum við ekki að selja sálu okkar með þessum samningi við shell.Eins önnur félög þurfa að standa undir jafnvel hótunum frá N1 ef þau versla ekki eingöngu við það fyrirtæki sem er oftast langdýrast þegar upp er staðið,fyrir kannski utan olíuna.Þannig að með þessum samningi erum við ekki að binda okkur við eitt fyrirtæki með öll viðskifti okkar einsog N1 vil að menn geri…
    Kv:Matti





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 64 total)
1 2 … 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.