FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

4X4 rásir

by Valur Marteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › 4X4 rásir

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Gunnar Sigurfinnsson Gunnar Sigurfinnsson 17 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.09.2007 at 23:52 #200799
    Profile photo of Valur Marteinsson
    Valur Marteinsson
    Member

    Er ég nýbúinn að fá mér VHF stöð og setja hana í bílinn minn og fór í ferð með hana núna í dag upp á fjöll og lét hana scanna (leita) á 4×4 rásunum en varð að hætta því vegna þess að túrista hópar voru að nota rásirnar fyrir leiðsögu yfir í aðra bíla. Fyrst var einhver kvenmaður sem talaði spænsku á Reykjanesinu og svo seinna var annar hópur sem einokaði rás 47 er ég var á leiðinni austur fyrir fjall. Þetta skánaði reyndar aðeins er ég fór að fikta í stöðinni og fann að ég gat lokað á rás 47.

    Það sem mig langaði að vita hvort túristahópum sé leyfilegt að nota þessar rásir okkar til leiðsögu. Þannig að ef það eru margir hópar sem eru á ferðinni þá eru nú rásirnar okkar fljótar að teppast, svipað og umferðin í höfuðborginni.

    Valur Marteinsson

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 16.09.2007 at 07:42 #597200
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þessi túristafyrirtæki hafa ekki leifi til þess að nota rásir klúbbsins. Við lentum í þessu sama í gær að margar rásir voru blokkeraða af einhverjum leiðsögumönnum.
    Það væri gott ef stjórn og fjarskiptanefnd fengi vitneskju um það hvaða fyrirtæki þetta voru





    16.09.2007 at 12:41 #597202
    Profile photo of Hjörtur Óli Sigurþórsson
    Hjörtur Óli Sigurþórsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 36

    En hafa skálaverðir leyfi til að nota 4×4 rásirnar? Tók eftir því í sumar að þeir gera það sýn á milli





    16.09.2007 at 19:44 #597204
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    FÍ notar rás 42.
    Vil gjarnan ítreka að ef einhverjir hafa veður af ferðaskrifstofuaðilum sem eru að nota okkar rásir væri mjög flott að koma því á framfæri við stjórn klúbbsins. Það má til dæmis senda póst á stjorn@f4x4.is eða hringja í skrifstofuna á skrifstofutíma.
    Kv.
    Barbara Ósk





    16.09.2007 at 22:00 #597206
    Profile photo of Benedikt Brynjólfsson
    Benedikt Brynjólfsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Túrista hópar hafa enga heimild, og meiga ekki nota
    okkar rásir. Varð sjálfur fyrir ónæði af þeim í gær.
    Ert þú Valur Marteinsson frá Reyðarfirði?.
    Binni R 2016.





    16.09.2007 at 23:02 #597208
    Profile photo of Valur Marteinsson
    Valur Marteinsson
    Member
    • Umræður: 11
    • Svör: 64

    Í dag myndi maður sennilega segja að maður væri frá Fjarðarbyggð en þegar ég fór suður hét staðurinn bara Reyðarfjörður.

    Ég geri ráð fyrir að þú sért Benedikt (Binni) sem bjó í húsinu fyrir ofan Gröf er það ekki rétt munað hjá mér?

    Með kv
    Valur





    17.09.2007 at 16:30 #597210
    Profile photo of Benedikt Brynjólfsson
    Benedikt Brynjólfsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Sæll Valur,bjó að vísu síðustu árinn í blokkinni við
    Réttarholt ofan við Lykil.
    kveðja Binni.





    17.09.2007 at 19:01 #597212
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ef ég hef tekið rétt eftir, þá hefur Póst- og Fjarskiptastofnun rukkað klúbbinn fyrir einkarétt til afnota af fjarskiptarásunum. Fyrst aðrir aðilar eru að stelast til að nota okkar rásir, væntanlega til að spara sér að greiða fyrir sínar eigin rásir, þá er það klárt tilefni til að kæra til P&F. Stjórn klúbbsins mætti gjarna ganga í að safna upplýsingum um þessi atvik svo að hægt verði að senda inn rökstudda kæru með ítarlegum upplýsingum.

    Ágúst





    17.09.2007 at 20:28 #597214
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Er ekki fyrsta skrefið að setja saman notkunarreglur fyrir rásir 4×4? Ég man ekki til að hafa séð slíkt á blaði, en kannski er þetta til. Málið er að það þarf ekki að vera að þessar rásir séu í bílunum með ólöglegum hætti þar sem eigendur bílanna eru í mörgum tilfellum félagar í 4×4. Þá þarf að koma fram einhvers staðar með skýrum hætti að félagsmönnum sem fá rásirnar sé óheimilt að nota þær í atvinnuskyni.
    Kv – Skúli





    17.09.2007 at 22:41 #597216
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Hárrétt … enda vill svo skemmtilega til að það mál er akkúrat í bullandi vinnslu á nákvæmlega þessum nótum. Það þarf auðvitað að fínpússa svona hluti en það er óhætt að lofa því að þetta kemur fyrr en síðar (nógu loðið?).





    18.09.2007 at 17:56 #597218
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Það er nú þannig að þeir sem stunda þennan túrista akstur á þessum stóru jeppum hvort þeir eru í 4×4 eða ekki geta ekki staðið í þessum rekstri ef þeir þurfa líka fara útí. Fá sér rás líka á þeim forsemdum verður 4×4 að taka þátt í þeirra kostnaði og verðum við að lána þeim okkar rásir. það er svo þröngt hjá smáfuglunum í dag og eru þetta ekki ungir námsmenn sem eru á námslánum sem eru að reyna að drýgja tekjurnar eða gamlir félagsmenn sem eru á eftirlaunum sem ná ekki endum saman, sem fara út í þennan túrista akstur. ( Ég vorkenni þessum mönnum sem eru í þessum rekstri ef þeir geta ekki fengið sér rás fyrir sig, það er kannski svo dýr kostnaðarliður .)
    kv,,, MHN





    18.09.2007 at 18:35 #597220
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Ég þekki nokkra sem eru að fara með ferðamenn í jeppaferðir og eru þeir allir með sér rásir. það eru alltaf einhverjir sem fara yfir á okkar rásir og þarf að reina að takmarka það eins og hægt er.





    23.09.2007 at 15:34 #597222
    Profile photo of Gunnar Sigurfinnsson
    Gunnar Sigurfinnsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 243

    Ætti ekki að vera nóg fyrir þessa hópa að not CB? það er nú varla svo langt á milli bíla í svona túristaferðum.





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.