This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Sigurfinnsson 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Er ég nýbúinn að fá mér VHF stöð og setja hana í bílinn minn og fór í ferð með hana núna í dag upp á fjöll og lét hana scanna (leita) á 4×4 rásunum en varð að hætta því vegna þess að túrista hópar voru að nota rásirnar fyrir leiðsögu yfir í aðra bíla. Fyrst var einhver kvenmaður sem talaði spænsku á Reykjanesinu og svo seinna var annar hópur sem einokaði rás 47 er ég var á leiðinni austur fyrir fjall. Þetta skánaði reyndar aðeins er ég fór að fikta í stöðinni og fann að ég gat lokað á rás 47.
Það sem mig langaði að vita hvort túristahópum sé leyfilegt að nota þessar rásir okkar til leiðsögu. Þannig að ef það eru margir hópar sem eru á ferðinni þá eru nú rásirnar okkar fljótar að teppast, svipað og umferðin í höfuðborginni.
Valur Marteinsson
You must be logged in to reply to this topic.