This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 20 years ago.
-
Topic
-
Eins og kemur fram hérna á forsíðunni og var kynnt á síðasta mánudagsfundi verðum við með einhverja uppákomu eða kynningu á starfi klúbbsins fyrir almenning 5. febrúar n.k. Þá kemur upp einskonar „Súper-Setur“ sem dreift er með Fréttablaðinu og þegar utanfélagsmenn eru búnir að skoða það og velta fyrir sér hvaða sértrúarsöfnuður þetta er geta þeir mætt á kynninguna og fengið að vita meira. Kynningin verður eins og fram kemur í tilkynningunni í nýju húsnæði Bílabúðar Benna.
Það sem við þurfum í þetta er:
Hugmyndir að einhverju skemmtilegu til að gera þarna eða vera með á sýningunni (til viðbótar við það sem nefnt er í tilkynningunni).
Fjölbreytilega ferðabíla af öllum stærðum. Ekki verra að þeir séu skemmtilega útfærðir, mixaðir og sérstakir. Staðlað fegurðarskyn verður EKKI látið ráða vali heldur sóst eftir JEPPUM sem eru notaðir til ferðalaga. Væri mjög gott að fá a.m.k. einn á 46″.
Félagsmenn til að taka þátt í undirbúningi og til að vera á staðnum og fræða gesti. Einnig ef veður verður gott þurfum við einhverja til að vera uppi á Helliheiði með leiðsögn og til að taka menn stuttan túr í öllum snjónum.
Aðalmálið er að gera þetta skemmtilegt bæði fyrir okkur og þá sem koma.
Við Emil verðum inni í Mörk á opnu húsi í kvöld og ætlum að spá aðeins í hlutina eftir myndasýningu. Þeir sem vilja vera með í þessu geta hitt okkur þar, sent okkur meil eða hringt. Númerin og netföngin eru hér á netfangasíðunni.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.