Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › 4×4 húsnæði ?
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2005 at 10:16 #195513
þetta hefur nú komið til tals áður, en hvað halda menn í dag, slökkva strax á svona umræðu ?
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=151434
kveðja
Jon -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.02.2005 at 22:16 #517124
Jú mikið rétt. Það er starfandi húsnæðisnefnd, og ég er í henni.
Það skal játað að full langur tími hefur liðið frá síðasta fundi nefndarinnar, þar sem línur voru lagðar um hugsanlegt notagild, stærð og nálgun á kostnaði.Kostirnir eru nokkrir sem við stöndum frammi fyrir.
1. Leigja húsnæði undir starfsemi klúbbsins, með mánudagsfundina í huga eða ekki.
2. Kaupa húsnæði. Sama spurning um stærð.
3. Taka langtímaákvörðun um að byggja sér viðunandi húsnæði til framtíðar.
Þá kemur upp spurning um staðarval, Norðlingaholt er einn góður kostur og iðnaðarhverfi nærri Elliðavatni í Kópavogi er líka vel í sveit sett, með tilliti til samgangna út úr bænum.
Þriðji kosturinn útheimti viðræður við Borgar, bælaryfirvöld um lóðaúthlutun.
Ég get tekið undir að fasteignakaup akkúrat núna er kannski ekki besti kosturinn, en hitt er ljóst byggingakostnaður er minna háður verðsveiflum á fasteignamarkaði en fasteignaverð.Gaman er að heyra að undirtektir nú, við þessum pælingum virðast jákvæðari en þegar þær voru settar fram á síðasta ári.
Okkar er að skila álitinu og það munum við gera innan ekki svo langs tíma vænti ég.Hins vegar held ég að góður rökstuðningur verði að vera til að menn velti í alvöru fyrir sér þeim möguleika að fjárfesta í húsnæði. Verði það niðurstaða nefndarinnar, sem ekkert liggur fyrir um enn.
En til gamans má geta þess að á hluta þess tíma sem nefndin hefur starfað er 10 manna hópur sem ég "þekki" búinn að byggja sér 100m2 hús upp til fjalla og hefur engu öðru til kostað en vinnu.
Þannig að 3000 manna klúbbur ???????Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
18.02.2005 at 09:21 #517126bara mjög gott hjá ykkur Jón Ebbi, blessaðir gefið ykkur þann tíma sem þið þurfið, félagar í 4×4 eldast hægar en aðrir, þú nefnir nokkur staðarvöl,persónulega finnst mér þau öll koma til greina sem og önnur líka, enda sé ég ekki tilganinn að vera inn í miðri byggð, má alveg vera í útjaðri eða fyrir utan SR (Stór Reykjavik).
Margar hendur vinnu létt verk ? þú átt þá við að 4×4 félagar tækju sem hamar og sög í hönd ? en veit ekki með að byggja frá grunni, alveg óþolandi ef það sem lagt yrði upp með væri ekki klárað innan skinsamlegs tíma.
En eitt skulum við gera okkur grein fyrir að rekstur svona húsnæðis kallar hugsnalega á staðarhaldara ofl, sem sér um daglegan rekstur, viðhald, útleigu ofl ofl.. en þetta er ekki bara kostnaður heldur ágætis tekjur líka ef vel er haldið á spilum.Gleymum ekki að gera ráð fyrir 100 – 200 ++ jeppum félagsmanna 4×4 á ókomnum fimmtudagsfundum sem og aðalfundum ef allt gengur vel.
kv
jon
18.02.2005 at 13:27 #517128Er nauðsyn að byggja?
Má kannski ræða hvaða ókosti núverandi húsnæði býr yfir og augljóst er að nýtt húsnæði myndi leysa betur.
En hvað með ókosti sem nýtt húsnæði gæti haft í för með sér.
Þegar ég pæli aðeins í þessu þá myndi ég hafa mestar áhyggjur af því að nýtt húsnæði væri tekið í notkun svo löngu á eftir áætlun að sumir væru orðnir mjög súrir
Kveðja
Elvar
18.02.2005 at 15:12 #517130
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er náttúrulega ekkert ólíklegt að mikið yrði deilt um nýbygginguna á byggingartímanum, hvernig húsnæðið sé útfært, hvað það kosti og hvort dyrnar eigi að vera gular eða bláar. Og því lengur sem verið væri að byggja því meira rifist. En það er líka allt í lagi og stafar bara af því að Ferðaklúbburinn 4×4 er lifandi félag en ekki einhver steingeldur og staðnaður félagsskapur.
Það sem hefur verið bent á sem kosti þess að fara í eigið húsnæði er nr. 1 að það gæti verið svolítil vítamínsprauta í félagsstarfið. Það hefur aðeins verið að lifna yfir opnu húsunum á fimmtudögum, sérstaklega eftir að Siggi tæknó tók að sér að koma skipulagi á einhverja afþreyingu þar, en það verður seint sagt að risið sé heppilegt fyrir þessar uppákomur eða aðlaðandi fyrir þá sem villast þarna inn. Í okkar eigin húsnæði sem hentaði gætum við örugglega náð að efla félagsmóralinn og gert umhverfið svolítið "fjalla- og jeppalegt". Nr.2 leigan á Loftleiðum er í sjálfu sér ekkert ósangjörn þannig séð en samt dágóð upphæð sem safnast saman, það einfaldlega kostar sitt að leigja svona sali með öllum búnaði og raunar má segja sama um leiguna í Mörkinni. Í þriðja lagi eigum við dót útum allt og skortir geymsluhúsnæði fyrir eigur klúbbsins. Við erum að vísu með smá geymslu niðri í kjallara í Mörkinni og eru svo heppin að njóta velvildar (eða klíkuskapar) hjá Símanum sem er bara gott mál, en væri ekki verra að hafa allt okkar dót á sama stað.
En svo er líka hægt að finna ýmsa vankanta á þessu!
Kv – Skúli
18.02.2005 at 15:51 #517132Er hægt að reikna út og reka putta uppí loftið, spá og spekúlera mjög vísindalega og fá út niðurstöðu sem segir okkur hvort er hagkvæmara í krónum og félagslega talið að vera í núverandi stöðu með húsnæðismálin eða stefna á kaup á húsnæði eða a byggja?
Hefur húsnæðisnefndin safnað saman einhverjum forsendum? sem þarf inní svona útreikning?
pælingakveðjur
Elvar
18.02.2005 at 16:02 #517134
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef sterka trú á að við séum einmitt með réttu mennina í þessari nefnd til þess að reikna þetta vísindalega og veit að þeir eru búnir að setja niður einhverjar forsendur til að miða við. Þetta eru menn sem eru stöðugt með púlsinn á öllum breytum sem hér skiptir máli. Því segi ég enn, ég er spenntur að sjá hvað þeir finna út.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.