Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › 4×4 húsnæði ?
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2005 at 10:16 #195513
þetta hefur nú komið til tals áður, en hvað halda menn í dag, slökkva strax á svona umræðu ?
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=151434
kveðja
Jon -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.02.2005 at 11:21 #517084
Uhh þú getur kannski stofnað verkstæði f4x4?
Þarna getum við allir slegist um að gera ekki við bílana okkar því jú mín tegund bilar aldrei
16.02.2005 at 13:19 #517086Ég skil ekki umræðuna Jón,
Þarna er linkur á húsnæði en hvað ertu að gefa í skyn? Ertu að meina að 4×4 kaupi húsnæðið og veiti þér aðgang. Ég get ekki séð að umræða skaði nokkurn mann. Hins vegar geta ákvarðanir skaðað einhvern.Haltu umræðunni gangandi.
Elvar
16.02.2005 at 13:41 #517088það er sennilega nokkuð síðan smá umræða fór af stað um hvort 4×4 ætti að eignast eigið húsnæði, hér hefur jú verið rætt um hvort núverandi aðstaða sé fullnægjandi en datt þetta í hug þegar ég sá þetta "ágæta" húsnæði auglýst til sölu ásamt því að vera með afgirt svæði umhverfis að hluta, en er ekki að ákveða neitt bara að sjá hvort hugur manna hafi snúist í þá átt að 4×4 skoði hugsanleg húsakaup fyrir starfsemi klúbbsins.
Hér hafa félagar verið að auglýsa eftir aðstöðu bæði til styttri og eða lengri tíma til að ditta að jeppunum sínum, okkar achillisarhæll er að til að vera "gildur" félagi þarf jú að eiga jeppa nú og jeppa þarf að hugsa um, viðhald/þrif og til þess þarf aðstöðu.
Fannst ég sjá í "þessu" húsi möguleika á heildarlausn fyrir klúbbinn, milliloft ofl, en þetta er hugsanlega of stór fjárfesting and completely out of the picture….kv
jon
16.02.2005 at 16:15 #517090
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú er það svo að á síðasta aðalfundi var samþykkt tillaga um að húsnæðismál klúbbsins yrðu skoðuð og þá m.a. með tilliti til þess hvort hagkvæmt væri að kaupa húsnæði eða jafnvel byggja undir starfsemina. Stjórn skipaði í framhaldi af því húsnæðishóp sem í sitja þrír menn, fasteignasali, húsasmíðameistari og byggingaverkfræðingur. Þessi hópur hefur fundað eitthvað en ekki skilað áliti, en við skulum gera ráð fyrir að það komi frá þeim einhver tillaga á aðalfund, hvort sem það verði að gleyma þessu eða eitthvað allt annað og róttækara.
Fyrirfram tek ég ekki afstöðu til þess hvort það sé rétt að ráðast í eitthvað í þessa veru, en er spenntur að sjá tillögur hópsins. Hins vegar finnst mér það aðalatriði að ef klúbburinn kaupir húsnæði (innan borgarmarkanna) þá geti það húsnæði hýst alla starfsemi og þar með talið mánudagsfundina, opið hús, skrifstofuna, geymslu fyrir eigur klúbbsins og fundaraðstöðu fyrir nefndir. Þetta er nr. 1, en hvort þar verði viðgerðaraðstaða til útleigu er hins vegar sérmál og kallar kannski á allt annars konar hús en hentar fyrir hitt. Það má vel vera að það sé hægt að láta þetta fara saman, en ekki sjálfgefið. Auk þess finnst mér húsnæðið þurfi að geta staðið undir sér, að teknu tilliti til þess kosnaðar sem við leggjum í dag í húsnæðismál (leigan inn í Mörk og á salnum á Loftleiðum). Ef hægt er að leigja húsnæðið út að einhverju marki fyrir sæmilegar tekjur (sal eða þess háttar) skilst mér að margt bendi til þess að dæmið geti gengið upp.Kv – Skúli
16.02.2005 at 16:41 #517092Bara svona fyrir forvitnis sakir.
Hversu margir félagar búa á höfðuborgarsvæðinu og hversu margir úti á landi?
Prósentutölur nægja alveg. Langaði bara að velta þessu upp.
-haffi
16.02.2005 at 18:19 #517094
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er ekki með tölur um það hjá mér eða í kollinum að neinu viti. Þarf að flétta þessu upp til að vera viss. Ég held samt að það sé hærra hlutfall á höfuðborgarsvæðinu heldur en skiptingin á íbúafjölda, s.s hlutfallslega séu fleiri félagar á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Skot sem gæti verið nærri lagi væri 80/20. Á hinn boginn hugsa ég að stærri hluti félagsmanna úti á landi séu virkir, hér á höfuðborgarsvæðinu höfum við töluvert marga félaga sem eru ekkert á fullu í starfinu en mæta á mánudagsfundi og lesa Setrið og fá sitt út úr því.
Kv – Skúli
16.02.2005 at 20:45 #517096vissi ekki að það væri starfandi nefnd innan klúbbsins en alveg fábært, ég bíð bara spenntur eftir niðustöðu eða fréttum frá þessum herramönnum sem ég vona að verði sem fyrst.
kv
jonps: mætti staðsetning vera við Lækjabotna ?
16.02.2005 at 23:16 #517098Það eru um 900 félagar á landsbyggðinni, en ég veit ekki hvað það eru margir í Reykjavík. En það er samt mun meira hlutfall landsbyggðafélaga virkir eins og Skúli segir.
kv, Villi
17.02.2005 at 09:16 #517100ósennilegt að hærra hlutfall félaga 4×4 sé virkt út á landi smanborið við 4×4 félaga á stór-Reykjavíkursvæðinu, er verkefni framundan fyrir stjórn félagsins, að virkja óvirka félaga ?
Það sem skiptir ekki minna máli er það sem kemur í kassann í áskrift (félagsgjöld) þar er væntanlega upphaf farvegs að upphafi hugsanlegs húsnæðis.kv
jon
17.02.2005 at 09:46 #517102
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heildarfjöldi félagsmanna er vel á þriðja þúsund, þannig að ef það eru um 900 á landsbyggðinni er skiptingin líklega eitthvað nærri 2/3 á höfðuborgarsvæðinu. Það kemur eiginlega af sjálfu sér að í félagi sem er með upp undir 2000 félagsmenn séu margir sem ekki eru virkir í starfinu en sjá sér samt hag af því að vera félagar.
Kv – Skúli
17.02.2005 at 12:36 #517104Ég átta mig ekki alveg á þessari umræðu um það hversu margir séu virkir á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi, sé ekki hvaða máli það skiptir. Heldur hvor það sé félagslega og fjárhagslega haghvæmt að fara út í að kaupa húsnæði eðu ei, það er aðal málið. En þar sem húsnæðisnefndinn er búinn að fá um 10 mánaðar starfstíma þá ættu nú niðurstöður hennar að fara að liggja fyrir og væri gaman að heyra frá þeim smá komment.
Jón Snæland
17.02.2005 at 13:08 #517106Gott mál að eignast húsnæði en ekki eins og verðlagningin er í dag (mín skoðun) en alls ekki hafa þar
viðgerðaraðstöðu nokkur félög hafa reynt þetta og það hefur ekki gengið upp umgengni hefur verið arfaslæm og innheimta á leigu erfið.
Félagar hafa komið rétt til að græja bara í kvöld og svo hafa bílar staðið dögum saman, varahlutir og drasl safnast upp sem enginn á og enginn vill henda.
kv
SIGGI
17.02.2005 at 13:28 #517108Ég er sammála því að núna er ekki rétti tíminn til að fjárfesta í fasteignum, a.m.k. ekki íbúðarhúsnæði á Reykjavíkur svæðinu. Ég held líka að það sé ekki raunhæft fyrir klúbbinn að eiga og reka húsnæði sem dugir fyrir mánudagsfundina, það er ekki góð nýting á slíkri fjárfestingu að nota hana aðeins þrjár klukkustundur á mánuði.
-Einar
17.02.2005 at 14:05 #517110
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er raunar bara reiknidæmi sem húsnæðisnefndin þarf að reikna til enda, hvað kostar núverandi ástand okkur, þ.e. leiga í Mörkinni og leiga á Loftleiðum eitt kvöld á mánuði, hvaða aðrar tekjur er raunhæft að gera ráð fyrir og hvað húsnæði sem fullnægir þörfum okkar kostar miðað við kaup eða nýbyggingu. Með þessar upplýsingar er hægt að bera saman þessa tvo kosti, óbreytt ástand eða einhverja tiltekna aðra lausn.
Kv – Skúli
17.02.2005 at 14:16 #517112allavegana ekki útiloka neitt, held að iðnaðarhúsnæði hafi ekki hækkað í samræmi við íbúðarhúsnæði hér eru því væntanlega mismundandi reikni forsendur en nógu dýrt er þetta nú samt þegar draga á upp pingjuna en nýting getur verið á margan hátt.
Allt kostar en gleymum ekki að eiga sér aðstöðu, þjappar félögum væntanlega enn frekar saman
Það verður spennandi að lesa skjalið hjá þessari 3 manna nefnd sem er að vinna í þessu á fullu !kv
jon
17.02.2005 at 14:19 #517114Það er ekki rétt að húsnæðið sé aðeins notað 3 tíma í mánuðu
Og samhvæmt því sem húsnæðisnefndinn sagði í haust þá var rétti tíminn þá. Þannig að ég veit ekki hvaða forsendur þú er að gefa þér Einar, en fyrir u.m.þ ári síðan hefði þetta verið vonlaust dæmi. Svo má ekki gleyma því að hægt er að leija út frá sé, einsog Ferðafélagið gerir í Mörkinni og eru t.d Jöklarannsóknarfélagið og Hellarannsóknar félagið í sama húsnæði og við. Einnig mætti benda á það ef við reiknum út hvað við séum að borg í húsaleigu per/klukkustund þá held ég að menn myndu svitna allment.
En ég er ekki að hvetja til þess að við kaupum húsnæði heldur er áhugavert að skoða þessi mál með opnum huga. En maður lendir í því að þurfa að verja þetta mál vegna þess að menn er strax tilbúnir til þess að rakka þessa hugmyndir niður í skítinn áður en nokkuð er kannað. Og er það helvíti svekkjandi þar sem maður veit að félög sem rétt skríða í það að geta kallast félög vegna mannfæðar klára svona má auðveldlaga.
17.02.2005 at 14:23 #517116Jú ég er sammála þér Jón, ég bíð spentur eftir skýrslunni en vona að hún hafi verið skrifuð á eitthvað endingargott efni svo hún skemmist ekki úr elli
17.02.2005 at 14:26 #517118góður Jón,,,,grafið í stein
17.02.2005 at 14:48 #517120Ég held að Jón Snæland hafi aðeins misskilið mig. Mér finnst alls ekki ósennilegt að það geti verið vit í því fyrir klúbbinn að eignast húsnæði sem hentar fyrir geymslu, opinhús og fundi stjórnar og nefnda, það getur vel verið að það sé grundvöllur fyrir þessu núna, og ef ekki núna, þá eftir að fasteignaverðið er komið á eðlilegt ról aftur.
En mér líst ekki á að klúbburinn fari að fjárfesta í sal sem dugir fyrir mánudagsfundina með það fyrir augum að fara út í þann rekstur að leygja salinn út. Ég held einmitt að Ferðafélagið sé víti til varnaðar í því efni. Annars áskil ég mér rétt til að skipta um skoðun þegar eitthverjar tölur eru komnar fram 😉
-Eianr
17.02.2005 at 15:05 #517122Já það er einmitt málið það vantar upplýsingar í reikniformúlunar, en sjálfsagt verður hægt að reikna þetta út á margvíslegan mála allt eftir því hvaða forsendur við gefurm okkur eða hvaða niðurstöðu við viljum fá. En að ferðafélaginu, þá veit ég ekki hvort húsnæðið hefur verið þeim baggi en ég veit að þeir hafa verið að fjárfesta mikið í hreinlætisaðstöðum víða í skálum og það hefur vafalaust létt pinguna, einnig hefur rekstur skálana verið þeim dýr á veturna bæði vegna skemmda og slælegra skila á skjálagjöldum. En það væri auðvita fróðlegt að komast að því hvernig rekstur húsnæðis þeirra hefur gengið. En svo má ekki heldur láta gunguskap aftra sér frá því að gera eitthvað, einungis vegna þess að það er áhætta fólgin í því. Ef Björgúlfur Tor og Bónus feðgar hefðu haft það að leiðarljósi þá væru þeir ekki þar sem þeir eru í dag. Sama mætti segja um þá Fornbíla menn þeir keyptu húsnæði en hafa eyndar selt á ný og eru að fara út í nýbyggingu. Ég held að þeir eig 40.000.000 millur eftir þau viðskipti,
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.