This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Mér hefur stundum dottið í hug þegar ég er að lesa þessa síðu um hvað eru þessi samtök áhugamanna um jeppa og ferðalög á hálendi séu eiginlega, í hug koma margar spurningar sem ekki er auðvelt að svara en engu að síður virðist það vera að mörgum er þetta sport hugleikið og menn eyða stórfé í bíla og búnað.
Þess vegna langar mig til þess að fara yfir þessi mál er þett vegna þess að eitthverjir sem eiga nóg af peningum geti flakkað um landið á (rándýrum)jeppum eða er þetta samtök fólks sem hefur áhuga á að skoða þetta dýrðlega land sem við eigum og að mestu ósnortið að vetri vori eða sumri.
Fyrir mér er svarið einfalt Ísland er mitt land og ‘Island gaf mér allt svo ég vil upplifa það sem það hefur upp á að bjóða
Þeir sem hugsa á svipaðan hátt þeim er umhugað að gera landinu sem best og þeim sem búa það sem auðveldast að ferðast og skoða og njóta sem mest þess sem það hefur að gefa.
Mér er slétt sama hvort menn eru á stórum bílum eða litlum markmiðið er að njóta landsins.
Okkar er að verja ferðafrelsi okkar og tryggja það fyrir þá sem koma á eftir okkur svo að mínu mati er 4×4 samtök fólks sem lifir í sátt og gleði við land og framtíð og verndun viðkvæmra lífríkja sem við viljum skoða en samtímis njóta.Þessa hugsanir koma í hug mér þegar ég skoða og les þessa pistla sem menn skrifa hérna og mikið er skrítið hversu skrítnar skoðanir koma fram.
Svo látið ljós ykkar skína og tjáið ykkur um hlutverk okkar í 4×4 eigi að vera í raun
Klakinn
You must be logged in to reply to this topic.