This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 17 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn.
Ég er búinn að vera að standa í því undanfarið að vera að breyta honum f. 38″ og hlutirnir gengið ágætlega, hækkaður upp á boddí um 50mm og 25mm c.a. á grind (var upphækkaður á grind þegar ég fékk hann). Nú er komið að lokafrágangi, og ég er að velta fyrir mér nokkrum atriðum.
Eftir að hafa lamið svolítið inn í innri brettin til að mynda smá pláss f. dekkin, þá hef ég eyðilaggt plássið fyrir tölvuna (tók hana þó úr áður 😛 ). Hvar hafið þið verið að setja tölvurnar, og hafa þær verið til friðs þar?
Og svo annað, mér hefur verið tjáð að jafnvægisstöngin að aftan sé til bölvaðan ama og var mér ráðlagt að fjarlægja, hana. Kannast einhverjir við þetta vandamál að jafnvægisstöngin sé að hefta fjöðrunina?
En svona að lokum, fyrir ykkur áhugasömu, hér eru myndir af gripnum.kkv, S. Úlfr Þór.
You must be logged in to reply to this topic.