This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Haukur Þór Smárason 15 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Daginn
Ég er með 1988 Toyota 4Runner með 22re mótornum, 2.4 4 cyl.
Uppá síðkastið hefur hann verið að valda mér vandræðum, vélin snýst en fer ekki alltaf í gang, vandræðin eru bensíndælutengd og ég er búinn að komast aðþví að þegar ég svissa á bílinn á dælan það til að sitja eftir og virðist ekki fá rafmagn.
Hún fær þó stundum rafmagn og þá flýgur bíllinn i gang eins og Toyota sæmir 😉
Forsagan er sú að dælan hefur verið að leiða út og átti það til að fara í gang þegar bíllinn stóð og ekki í gangi, stundum gekk hún eftir að ég drap á bílnum og stundum fór hún í gang um miðja nótt með tilheyrandi rafmagnsleysi.
Lausnin var einfaldlega að taka plúsinn af geyminum…
En nú er vandamálið búið að ágerast og dælan byrjuð að svíkja..Hefur einhver átt við svipuð vandamál?
Á einhverju google ævintýri fann ég einn sem átti við svipað vandamál og það tengdist súrefnisskynjara, mig grunar nú bara útleiðslu en maður veit aldrei.Allar ábendingar eru vel þegnar..
You must be logged in to reply to this topic.