Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4runner vandræði
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Axel Sigurðsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
06.04.2006 at 00:28 #197692
Sæli félagar.
Ég festi nýverið kaup á 4runner 91 árgerð.
Vandamálin eru 2:
Enginn virðist vita hvaða hlutföll eru í bílnum og er spurningin því þessi: er einhver leið til að finna út hvaða hlutföll eru í honum án þess að rífa eitthvað í sundur.
Spurning númer 2: veit einhver tegundarnúmerið á ARB loftlæsingum sem passa í bílinn?
Með von um svar.
Gummi S -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.04.2006 at 00:39 #548528
er sjálfur á runner þannig að mér finnst ég verða að setja inn eitthvað þú getur krítað strik á dekkið og snúið drifskaftinu og talið hve marga hringi skaftið fer og svo dekkið fer eins og held að það sé í hlutfallinu 5;71 þá fer skaft 71 hring meðan dekk fer 5 hringi en þeir útskýra þetta eflaust betur strákarnir hérna á spjallinu en með læsinguna farðu þá uppeftir til benna (bílabúð benna) og talaðu við strákana þar þeir verða fljótir að finna það út fyrir þig
Dabbi snjóræningi og runnerbróðir R2856
hvernig er annars að hafa hann sjálfskiptann er hann þungur léttur??? ég mundi skjóta á að þú værir með 5;29 hlutföll í honum
06.04.2006 at 00:47 #548530og unaðslegur í akstri enda Toyota. Mér finnst hann allavega ekki vera þungur í upptakinu.
06.04.2006 at 00:59 #548532þá eru allar líkur á að þú sért með 5;29 eða jafnvel 5;71 ég er sjálfur með beinskiptann og svoldið hátt gíraðann 4;88 en hann er ótrúlega duglegur í snjónum hjá mér og er reyndar læstur hringinn
Kv dabbi
06.04.2006 at 01:03 #548534
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ekki misskilja, hlutföll eru ekki 5;71 eða 5;29 þau eru 1;5.71.
ef þú deilir tönnunum á pinjon uppí tennur á kamb þá færðu 5,71 eða 5,29 o.s.fr.,
s.s. 1 hringur á móti þeirri útkomu
06.04.2006 at 01:05 #548536Jamm, ég þarf að finna læsingu í afturdrifið hjá mér. Ætla að láta það duga til að byrja með. Ég ætla að prófa að snúa skaftinu og sjá hvað hringirnir eru margir.
06.04.2006 at 01:12 #548538veit fyrri eigandi ekki hlutföllin á bílnum???
06.04.2006 at 01:24 #548540nei, því miður hafði hann enga hugmynd um það.
06.04.2006 at 01:38 #548542þar fór í verra en ertu ekki með neina læsingu að aftan ekki rafmagns né neitt???? ég er með einhverskonar vaacum læsingu að framan hjá mér ég veit ekki hvort það er standard i þessum bílum þar sem lokukerfið á þeim er eitthvað vaacum drasl að ég held er hann ekkert skrýtinn í stýri svona smá þungur í framdrifinu??
Davíð
06.04.2006 at 01:41 #548544Nei, hann er mjög þægilegur í stýri í framdrifinu. Ég hef að minnsta kosti ekki fundið neinn takka fyrir rafmagnslæsingu
06.04.2006 at 01:46 #548546hjá mér er takkinn vinstra megin við stýrið fyrir ofan dimmerinn á ljósum i mælaborðinu svona snúningstakki og stendur rear diff lock á honum en hann var settur í að ég held allavega eini runnerinn sem ég hef séð með svona
06.04.2006 at 08:43 #548548í 8" Toyotu afturdrif RD23
í 7,5" Toyotu framdrif RD90
[url=http://www.arbusa.com:8h17vdzt][b:8h17vdzt]Þetta er lista á heimasíðu ARB[/b:8h17vdzt][/url:8h17vdzt]
06.04.2006 at 11:48 #548550Þessir bílar eru standard með diskalæsingu (LSD) að aftan og engar lokur að framan (öxullin kemur í flangs sem er boltaður við náið). Lengri öxullinn að framan er í tvennu lagi og er læst saman með vakúmstýrðum hólk, þegar bíllinn er í framdrifinu, en er án sambands við hjólið ef hann er í afturdrifinu.
Davíð, þú er líklega með rafmagnslás úr Hælúx.
Eina vakúmstýrða læsingin sem ég veit um í þessa bíla er Algrip, en sé hún notuð er hólkurinn festur í læstri stöðu og vakúmkerfið fjarlægt. Einnig eru settar handvirkar framdrifslokur. Sjá [url=http://kliptrom.is/algrip_vorur.htm:29i8hzcs]hér.[/url:29i8hzcs].
06.04.2006 at 14:19 #548552Þessi diskalæsing sem þú talar um, er hún einhver læsing að viti?
06.04.2006 at 15:17 #548554er læsing sem að virkar að mínu mati ekki neitt nema á 300 hestafla sportbílum… er með solleis að aftan í lúxanum hjá mér og hún er frekar slöpp þrátt fyrir nýja lsd olíu… það stendur LSD Oil only á kúlunni hjá þér ef það er í drifinu.
06.04.2006 at 17:18 #548556LSD virkar ekki sem læsing, heldur meira sem tregða.
Það er ágætis ráð til að fá þetta til að "virka", að setja steinolíu á drifið,
tjakka svo annað hjólið upp og snúa dekkinu þar til að þetta verður stíft.
Þá eru diskarnir orðnir hreinir.
Eftir það setur þú LSD olíu á drifið og þá fer þetta system að "virka".
Þetta system er betra en ekki neitt, til að mynda þegar verið er að hjakka upp brekkur eða að keyra í mjög þungu færi.
Þá varnar LSD´ið því að bíllinn fari að "vagga" svona eins og ólæstir bílar gera og spóli sig niður sitt á hvað hægra megin og vinstra megin.
Annars virkar þetta voða lítið þegar menn þurfa verulega á læsingum að halda, t.d. þegar menn standa í "tígul", þ.a.s. þegar 2 hjól hafa bara grip á sitthvoru horninu á bílnum.Kv. Atli E.
06.04.2006 at 17:18 #548558ubbsss.. þetta kom í tvíriti
Kv. Atli E.
06.04.2006 at 17:45 #548560Meðan dekkinn fara einn hring þa á drifskaftið að fara 5.7 hringi= það þýðir 5:71hlutföll eða
5.29 hringi= 5:29 hlutföll
En mundu að hafa bæði afturdekk á lofti því annars er mismunardrifið að rugla þig.
Ef það er erfitt að sja mun á 5.29 og 5.71 þa geturu alltaf farið fleyri hringi með dekkið.
2 hringir með dekki þá fer skafti 10.6 hringi=5:29 o.sv.fr. Skiluru:) bjllaðu bara ef þú vilt, get útskýrt þetta betur
6953189
06.04.2006 at 19:30 #548562Það er reyndar kallað 1:5,71 og 1:5,29 einmitt vegna þess að á meðan dekk fer 1 hring fer drifskaft 5,71 hring, þannig að gott er að tjakka bílinn upp og merkja saman dekk og grind og svo drifskaft og köggul og telja hringi… menn eru algjörlega að misskilja þessar númeringar þegar þeir skrifa 5:71 …
Axel Sig…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.