This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 20 years ago.
-
Topic
-
Ég var að kaupa 4runner ’90, svona sem fjölskyldubíl.
Hann er með V6 3.0 lítra vélinni eins og þeir flestir (heitir hún ekki 22R eða eitthvað ámóta?)
Vandamálið er að hann eyðir eins og 38″ bíll í snjó, þó að hann sé á 31″ dekkjum og dólað eftir reykjanesbrautinni og innanbæjar í Reykjavík…. 35,3l/100km finnst mér nú aðeins of….
Allavega, vélin var víst tekin upp fyrir ekki svo löngu og það passar alveg, olían er fín og hreyfist ekki. Fínn gangur og vinnslan alveg sæmileg, hægagangurinn er samt full hraður, 12-1300 sn/mín. Það er líka dálítið skringileg lykt af pústinu, en samt ekki algjör bensínstækja.
Kannast einhver við svona einkenni á þessum bílum? Er þetta kannski hitaskynjari? Eða súrefnisskynjarinn? Er sameiginlegur hitaskynjari fyrir innspýtinguna og mælinn inni bíl?
Allar ábendingar vel þegnar nema tilmæli um að kaupa Datsunkv
Grímur
You must be logged in to reply to this topic.