Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4Runner TD á 38″
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórir Gíslason 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
29.11.2006 at 22:56 #199073
Sælir spekingar.
Hvernig er 4Runner TD á 38″ að koma út á fjöllum.
Er mikið mál að setja hann á stærri dekk. Hvað þarf að gera til að setja svona bíl á 44″. Er með bíl í huga sem er með röri að framan. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.11.2006 at 22:46 #569876
Hafa menn virkilega enga skoðun eða reynslu til að miðla í þessum málum
30.11.2006 at 23:02 #569878
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég held að 38" runner sé að koma vel út allavega það sem ég hef orðið vitni af enda líka toyota og með að setja á stærri dekk þá held ég að málið sé að taka klafa burt og setja rör það þarf sennilega að gera eitthvað meira færa afturhásingu klippa og hækka
30.11.2006 at 23:33 #569880Nokkur "hint" varðandi upplýsingaöflun á spjallinu:
.
Það getur oft verið sniðugt að byrja á því að leita að eldra spjalli um svipuð mál. Slá í þessu tilfelli t.d. "runner breytingar" eða "4runner hækkun" í leitarvélina hér efst til vinstri. Það er nær sama hvað er slegið inn- alltaf finnst eitthvað. Ég held að algeng ástæða þess að menn fái dræm svör við spurningum sínum sé sú að sömu atriði hafa verið töluvert rædd áður og það jafnvel nýlega.
.
Einnig finnst mér það oftast svo að ef spurningar eru mjög opnar (ná yfir mjög mikið efni) svara menn síður. Þá getur verið gott að skoða eldri spjallþræði, myndir o.fl. Í framhaldi af því er hægt að koma með hnitmiðaðri spurningar og fá þá nákvæmari og betri svör.
.
Einnig eru oft á tíðum upplýsingar í spurningu mjög ófullnægjandi svo engin leið er að svara þeim.
.
Jæja, best að hætta þessu nöldri, vona bara að þessi pistill minn fari ekki illa í menn;-)
.
Freyr Þ
30.11.2006 at 23:45 #569882Það sem ég hef séð til 4runner diesel á fjöllum er bara ágætt, þeir eru tiltölulega léttir og svo er 3gja lítra vélin í þeim nokkuð seig. Það er helst tvennt sem ég hef út á að setja. Í fyrsta lagi klafana að framan (gott mál að það er búið að skipta þeim út) og svo hitt hvað þeir eru gjarnir á að setjast á rassgatið. Helv. langir fyrir aftan afturhjól og svo versnar málið mikið ef menn hlaða öllu þunga dótinu aftast.
.
Hvað þarf svo að gera til að koma honum á 44"???? Því er mjög erfitt að svara. Það fer eftir því hvar hásingarnar eru undir honum, hvað mikið er búið að klippa, hversu hár hann er, drifhlutföllum o.s.frv. Gæti verið allt frá örfáum dögum upp í mánuði.
.
Ef þú gefur upp meiri upplýsingar um bílinn setur líka inn myndir af honum þá eru örugglega einhverjir spekingar sem geta hjálpað þér.
.
Freyr Þ
01.12.2006 at 01:03 #569884þú gætir eflaust fengið að fara með myndavélina á undir og yfir slóðrík og meira segja spurt Ofsa spjörunum út en hann er á 4runner 44" með röri og pooper vél og þarna erum við að tala um mikið breyttann bíl. Ofsa gætiru fundið á opnu húsi í mörkinni á fimmtudagskvöldum (held að hann ætli að fara að bæta mætinguna) hann er mjög líbó og þú þarft að vera alveg ófeiminn að spjalla við hann! allavega ætla ég að fara þegar hentar með myndavélina mína á hans bíl en það stendur til að setja rör hjá mér að framan lærri hlutföll 44" blöðrur og 4link faran og aftan (sem er að vísu fyrir að aftan en mun færa afturhásingu)
.
Vona að þetta hjálpi.
.
get svo vottað að runner er fínn í snjó er með V6 bensín á 38" blöðrum sem kann að spila og tala og ég veit ekki hvað og hvaðRunnerkveðja Davíð R-2856
01.12.2006 at 10:26 #5698864runner er mjög seigur í snjó þegar það er kominn hásing undir þá að framan, en gera enga stóra hluti á klöfunum í þungu færi. Tala af reynslu því að ég er búinn að prófa bæði. svo verður hann ennþá betri þegar það er búið að færa afturhásingu aftar, oftast þegar menn færa afturhásingu á runner færa menn neðri stífuna upp og smíða síðan nýja stífu að neðan, þú getur skoðað myndir af bílnum mínu í albúminu mínu.
Það sem þarf c.a. að gera fyrir 44" er-setja framhásing undir
-færa afturhásingu
-boddy hækka um 2"
-klippa úr
-breytta brettaköntum
-stýristjakkur og góður stýrisdempari
-hlutföll 4.88 eða 5.29
Svo er alltaf eitthvað smávægilegt en það getur verið misjafnt eftir því hve mikið bíllinn er breyttur fyrir.vona að þetta hjálpi þér eitthvað
Kv Hilmar Örn
01.12.2006 at 11:59 #569888rörið undan 70 cruiser, er drifkúlan sömu megin. Mæla menn með því að nota 70 cruiser hásingu. Ef ekki, hvað þá
kv Þorvaldur
01.12.2006 at 12:01 #569890[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8492:1mpv2qs7]Ofsinn segir rörasögur[/url:1mpv2qs7] 😉
01.12.2006 at 13:25 #569892Kærar þakkir allir saman fyrir góð svör.
01.12.2006 at 22:02 #569894Ef þú átt eftir að redda framhásingu mindi ég mæla með að
nota báðar hásingarnar undan L C 60 Þá eru engin vandamál með ónít Drif og tínd afturhjól ,
Auk þess eru handvirkar læsingar staðalbúnaður í 87 og íngri,
Ekki skemmir firir að þær eru svipað breiðar . Munar 4 cm og það eru sentimetrar sem þig vantar til að 44" rekist ekki í grindina
að aftan þegar hann snír upp á sig.
For runnerinn er fantaöflugur með þessari vél ,
Þegar búið er að færa afturhásingu VERULEGA aftur og
framhásingu aðeins framm til að fá pláss firir framhjólin
eru þér allir vegir færir með 44" dekk ekki mindi Tefjari
(Milligír) skemma firir.
Góða skemtun Þórir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.