FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

4runner með jeppaveiki??

by Kári Freyr Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4runner með jeppaveiki??

This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hilmar Örn Smárason Hilmar Örn Smárason 16 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.10.2008 at 23:23 #203094
    Profile photo of Kári Freyr Magnússon
    Kári Freyr Magnússon
    Member

    Sælir félagar ég er með 4runner diesel með hásingu framan sem er farinn að skjálfa agalega og þá sérstaklega í léttri hægri beygju þegar slegið er af. Ég finn ekkert slag eða slit í stýrisendum, legum eða nokkru og ekki skoðunarmenn heldur. Er einhver hér sem veit meira um þessa veiki, eða skjálftavakt? endilega hringja ef mönnum dettur eitthvað í hug.. 898-7428 Kári R-4200

  • Creator
    Topic
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)
  • Author
    Replies
  • 21.10.2008 at 23:51 #631466
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Ég þekki einn sem var að lenda í svona , og ekkert fannst að í skoðun.

    En svo kom í ljós að þetta var stýrisdempari sem var orðinn lélegur. Spurning hvort þú ert með svoleiðis





    22.10.2008 at 02:11 #631468
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég er búinn að berjast og berjast við þetta kvikindi…
    Ég myndi athuga herzlu á spindillegum, jafnvel athuga preload-ið á þeim. Spindillegurnar eiga að vera 96Nm herzla á rónnum sem halda liðhússörmunum (stýrisörmunum eða hvað þetta heitir á íslensku) á. preloadið er hægt að mæla með að skella þyngdarmæli (t.d. sem er notaður við að mæla þyngd á fisk =) ) á liðhúsarmana með leguhubbinn af. s.s. bara spindillinn eftir af legudraslinu. Mæli með að skoða almennilega viðgerðarbók um þetta man ekki preloadið akkúrat núna sem á að vera á þessu. Ef að preloadið er vitlaust þarf að bæta eða fækka skinnum á milli liðhússins og armanna.
    .
    Svo er það þverstífufóðring, það þarf ekki að vera nema öööööörlítið slag í þeim til að allt fari til andskotans. Ég ætla að setja fóðringar úr LC80 til að drepa þetta endanlega (vonandi). Þær eru TÖLUVERT massífari, og halda betur við.
    .
    Millibil, mæla millibilið og sjá hvert það er, útskeifur = meiri jeppaveiki (amk í mínu tilfelli) en örlítið innskeifur = minni jeppaveiki, bíllinn verður rásfastari fyrir vikið, passa sig samt að fara ekki yfir 4-5mm inn á við til að slíta ekki dekkjunum og setja ekki óhóflegt álag á stýrisenda.
    .
    Stýrisdempari, rífa hann úr og athuga hversu þéttur hann er, ég var með OME sem var ekki nógu stífur, svo Rancho sem var aðeins skárri, en besti sem ég fann var hjá Fjallabílum, stál og stansar.
    Það má ekki vera slag í honum þá fer allt á reiðiskjálf.
    .
    Stýrisendar, ef hlutirnir fara að stefna í svartsýniskast má skipta um þá, toyota endar hafa reynst mér bestir, færð líka nýjar stangir með í kaupbæti…
    .
    Spindilhalli, hver er spindilhallinn? Meiri spindilhalli, minni líkur á jeppaveiki og meiri rásfesta, meira álag á stýrisgang fylgir…
    .
    Hjóllegur eiga að vera að hertar rétt, og reglulega (1x á ári að lágmarki að mínu mati… ég herði á þeim á 3ja-6 mánaða fresti af gömlum vana, en ég er svolítið brjálaður í þessu). Ég vænti þess að þú vitir hvernig eigi að herða á þeim. (57Nm herzla, snúa nokkra hringi, herða aftur og slaka svo, fingraherða þetta og svo örlítið meira (9Nm) og læsa svo með læsiskinnunni)
    .
    Dekk, vel ballenseruð og ekki mjög misslitin dekk. Getur haft áhrif (og mun gera það) en ef allt annað er í lagi mætti athuga það. Mér persónulega finnst dekkin EKKI eiga að fá að kalla fram brjálaða jeppaveiki því það segir bara að eitthvað annað sé ekki nógu sterkt.
    .
    Felgur, ertu nokkuð með bogna felgu? =)
    .
    Millibilsstöng, er hún nokkuð bogin? Eða togstöngin? Lenti í því að beygja togstöngina örlítið og það hafði mikil áhrif hjá mér.
    .
    Er slag í stýrismaskínunni? Orðinn lágr þrýstingur á stýrisdælunni? Er hann svolítið "seinn" í stýri? Gæti bent til þessa atriða. Þá er lítið annað að gera en að byrja að taka upp, og þá getur þú allt eins sett tjakk til að friða þetta enn meira.
    Miðað við þetta að hann geri þetta meira þegar beygt er til hægri, hljómar eins og smá slit í maskínu. Ég samt lenti í þessu sama og maskínan var í toppstandi engu að síður.
    .
    Ef að allt annað þrýtur, nú þá er ekkert annað en að ráðast í tjakkísetningu, og svera aðeins upp í stýrisdælunni, forðabúrinu og auka örlítið þrýstinginn á dælunni… Gættu þín samt að ganga ekki of langt, það gæti endað með ónýtri maskínu og dælu.
    .
    Svo er það náttúrulega afturhásingin, hún HEFUR áhrif á framhásinguna og stýrieiginleika, ef hún er örlítið laus undir getur það leitt fram og myndað jeppaveiki.
    .
    Mótorpúðar, ef að mótorinn er að víbra óeðlilega mikið útí grind getur það triggerað jeppaveiki…
    .
    Pinjón hallinn getur líka haft áhrif, aftur, slit í einhverjum fóðringum eða mótorpúðar geta haft sitt að segja um pinjón hallann.
    Ef þú ert með 2faldan lið á skaftið að vísa upp í flánsinn á millikassanum, en ef það er einfaldur þarf hann að halla eins að mig minnir og flánsinn á kassanum, stundum -1 til -2 gráður á við flánsinn. Finnst þetta samt ólíklegt miðað við ef hann var ekki svona áður. En þá getur aftur á móti slit í fóðringum eða annað leitt til þess að hann sé viðkvæmari fyrir röngum pinjónhalla. Bæði fram og afturhásingar geta haft áhrif á þetta…
    .
    Þetta eru svona nokkir hlutir sem geta verið að. Mæli með að byrja á einfaldari hlutunum s.s. stýrisdempara og herzlumæla spindillegurnar og hjóllegurnar, hitt er orðið langsóttara ef bíllinn er nýbyrjaður á þessu, og þverstífufóðringar, skiptir miklu máli að þær séu í topp standi. Ef þú ert með 44" bíl þá borðar 44" fóðringar í morgunmat á mörgum þverstífum… (amk LC70 virðist vera…)
    .
    Vona að þetta gagnist eitthvað smá, þið hinir sérfræðingarnir sem hafið eitthvað á móti þessu endilega komið með rök á móti mér. 😀 Hef alltaf gaman að lesa rök annara og sjónarmið á hlutunum…
    .
    Skjálftakveðjur, Úlfr, Hjálparsveit.
    E-1851





    23.10.2008 at 19:01 #631470
    Profile photo of Elmar Snorrason
    Elmar Snorrason
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 519

    Ulfr, frábær pistill! Aldrei nokkurntíman hef ég séð svona flottan jeppaveikispistil, ég hef engu við að bæta :)





    23.10.2008 at 20:35 #631472
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þessi pistill á heima í skalasafni vefnefndar, takk





    23.10.2008 at 22:01 #631474
    Profile photo of Kári Freyr Magnússon
    Kári Freyr Magnússon
    Member
    • Umræður: 70
    • Svör: 648

    Jæja settur var nýr stýrisdempari í kvikindið og er hann eins og hugur manns eftir það





    24.10.2008 at 18:16 #631476
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég tek því sem að þú sért með mjög stabílan huga. 😉
    Gott að þetta fékk farsæland enda.
    .
    kkv, Skjálfta-Úlfr
    E-1851





    24.10.2008 at 20:06 #631478
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Feykilega góður pistill alveg hreint.

    Sérstaklega athyglivert þetta með hjólalegu-upphersluna. Ég hef gert þetta nokkurn veginn svona, reyndar ekki eftir mæli þó. En eitt fýsir mig að vita: Á að snúa nafinu eitthvað eftir að losað er uppá, eða er þetta hugsað til að slaka á preloadinu "beint" úr 57Nm herslu niður í 9Nm?

    Ég geri ráð fyrir að það eigi ekki að snúa neitt á þessum punkti, enda færi allt af stað að öllum líkindum, en mig langar að fá þetta á hreint.

    Aftur; Mjög góður pistill.

    Takk

    Grímur R-3167





    25.10.2008 at 16:09 #631480
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Las í einhverjum manual að þetta væri til að koma umframfeiti í leguni frá, ef þú gerir þetta nógu oft þá tollir róin í 57Nm sama hvort þú snúir eða ekki. Svo herðir maður læsingarróna í 9Nm.

    Hef líka lent í þessu með sturlaða jeppaveiki á hiluxhásingu og það bara á 35", það gerðist þegar ég tók stýrisdempara úr og fór prufuhring. Þetta virðist vera mjög krítískur hluti af stýrisbúnaðinum í hilux.





    25.10.2008 at 20:02 #631482
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ekki misskilja mig, það á ekki að herða rónna í 57Nm og halda henni þar! Þá steikið þið leguna. Svo það sé á hreinu. =)
    .
    Maður herðir innri rónna uppí 57Nm, snýr nokkra hringi til að losa feitina úr og sjálfsagt eitthvað meira, herðir aðeins uppá (57Nm) og losar svo rónna, án þess að hreyfa neitt, og puttaherðir hana og örlítið meir (kannske (jafnvel minna) 1/8 úr hring með skafti ef þið hafið ekki herzlumælir fyrir 9Nm).
    Svo er læsiskinnan sett á, læsiróin og hert hana í sama, og svo læsa skinnunni (lemja flipana til).
    .
    Vona að þetta sé nógu skýrt. =)
    Þetta eru btw bara upplýsingar sem ég hef fengið frá ferðafélögum og svo af síðunni! Ótrúlegt flæði af upplýsingum hér, þó það sé erfitt að leita að þeim. Vona að þetta gagnist einhverjum. =)
    .
    kkv, Úlfr, Hjálparsveit.
    E-1851





    26.10.2008 at 00:14 #631484
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Jájá, þetta er alveg kristaltært.
    Flott að hafa svona "process" fyrir þessa aðgerð, maður hefur gert þetta dálítið eftir tilfinningu, sem getur verið varasamt.





    26.10.2008 at 00:20 #631486
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Þetta með jeppaveiki í Hilux sem lagast með stýrisdempara getur alveg haft eitthvað með svignun grindar að gera. Hún er ekkert svo burðug þar sem maskínan boltast á, og reyndar ekki verra að styrkja grindina yfir í hina hliðina ef það er pláss. Ég sauð saman 50mm rör (2 beygjur, ca 30°) til að stífa grindina á móts við maskínuna. Held að það hafi haft mjög jákvæð áhrif hvað jeppaveiki varðar. Fékk samt einusinni jeppaflensu útaf skakkri felgu, en það er ekkert óeðlilegt.





    26.10.2008 at 00:40 #631488
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    herslan á spindil legu /stíris arma boltunum, ætti að vera 62-79 ft/lbs. nema menn séu komnir með cróm bolta, en þá er hægt að herða þá uppí 110-120. þið getið lesið aðeins um þetta hér, en ekkert af viti gerist fyrr en á bls. 3-4 [url=http://www.pirate4x4.com/forum/showthread.php?t=607259&highlight=trunion+bearings+breaking&page=4:206e6g4l][b:206e6g4l]pirate4x4[/b:206e6g4l][/url:206e6g4l]
    en þyngdin á arminn… s.s.
    ef settur er fiskvigt á arminn þegar ekkert er á honum er frá 7-14 ft/lbs
    en [url=http://www.4x4wire.com/4×4/toyota/maintenance/front_end/:206e6g4l][b:206e6g4l]hérna[/b:206e6g4l][/url:206e6g4l] er ágætis lesning með myndum. um viðgerð á hásingunnni





    26.10.2008 at 00:55 #631490
    Profile photo of Tómas R Jónasson
    Tómas R Jónasson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 154

    Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um??
    Jeppaveiki í Hilux -4runner????? er það smitandi???
    Ég hélt að þetta gerðist bara í platrol??
    kv,Jón





    26.10.2008 at 01:03 #631492
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    er undarlegt fyrirbæri.
    þegar ég fór með bílinn fyrst á götuna var ég að berjast við þetta, og var bíllinn þá alveg ókeirandi. en þá fiktaði ég mikið í spindilegum herti uppá hjólalegum og fleira og fleira, það var ekki fyrr en ég skifti um fóðringar í ská stífunni sem þetta lagaðist.
    En núna ek ég á 44" sem ég setti sjálfur á felgu, = óbalenserað. ég er stírisenda sem er með góðu sliti í, þarf að herða uppá hjóla legum, og er annað hvort með brotnar spindillegur eða það sem er sennilegra með bogna hásingu.
    en allur víbríngurinn sem ég finn er rétt smá á milli 50 og 60 á 44" sem mér fynnst rosalega undarlegt en er samt algert auka atriði miðað við allt það sem ég taldi upp sem ætti að gera bílinn ókeirandi….

    my point. jeppaveiki er undarlegt fyrirbæri.





    26.10.2008 at 03:45 #631494
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég held að stýristjakkur og þverstífufóðringar hafi LANGMEST að segja um jeppaveiki, hitt er faktor en eftir mínum óvísindalegu mælingum virðist vera meira "aukahlutur", ef þið fattið.
    .
    Svo er það staðreynd að sumir hlutir virka fyrir suma en aðra ekki… Eigintíðni dekkja er einnig misjöfn, sérstaklega á dekkjum sem eru nær því að vera ferköntuð en kringlótt. =>
    .
    Jón, þú ert að misskilja, fráhvarfseinkennajeppaveiki er það sem þú meinar, og það kemur fyrir eigendur patrola, þeas þeim langar í alvöru jeppa. 😉
    .
    kkv, Úlfr, Hjálparsveit.
    E-1851
    P.s. mér er alls ekki illa við patrol né eigendur þeirra, enda var ég einmitt að aka um á patrol og kunni ágætlega við, svona á malbikinu það er að segja…





    26.10.2008 at 13:18 #631496
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Þegar að ég setti runnerinn minn á 44 dekkin byrjaði ég á því að setja þverstífu fóðringar úr LC 80, nýja togstöng með LC 80 stýrisendum frá Marlin Crawler og fyrir var Stýristjakkur, Einnig setti ég stýrisarm frá Árna Brynjólfs á Hásinguna og passaði allar stífur flútuðu eins. Einnig voru ný stífugúmmí í stífunum á framhásingunni.

    Síðan fór ég á rúntinn og kagginn skalf og nötraði allur saman, þá var farið aftur inn í skúr og settur OME stýristjakkur í bílinn og skinnur teknar undan spindillegunum og hert vel saman eftir tilfinningunni.
    Eftir það var gamli alveg eins og hugurmanns og ekki til skjálfti í honum.
    Það þarf að fylgast betur með spindillegunum Á eftir vegna þess að það er meira álag á þeim en ekkert sem er að hrjá mann.

    Kv Hilmar Örn





    26.10.2008 at 15:13 #631498
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    bættiru þá demparanum við eða tókstu tjakkinn í burtu?





    26.10.2008 at 17:13 #631500
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    úpps meinti OME Stýridempara en ekki tjakk :)
    Setti OME stýrirdempara til viðbótar við tjakkin sem var fyrir í bílnum, þannig að ég er bæði með tjakk og dempara.
    Tjakkurinn er frá Landvélum.





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.