This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Enn og aftur leitar maður á náðir snillinga:
Skruggukerran mín, sem er 4Runner á flexitorum, hefur þann skemmtilega hátt á að „hrista hausinn“ ef hann fjaðrar mismikið að framan (t.d. þegar ekið er á malbiki og annað framhjólið fer yfir mishæð en hitt ekki).
Þá gengur framendinn til í svolitla stund á eftir, nánast í hringi, þó svo að bíllinn haldi óbreyttri aksturstefnu.
Þetta var vissulega dulítið fyndið í fyrstu skiptin, en ég er orðinn hálf leiður á þessu eftir tæpt ár, og hélt þess utan að klafabílar ættu að vera betri en rörabílar að þessu leiti?
Kannast einhver við þetta vandamál? Er þetta eðlilegt eða á að vera hægt að breyta þessu?
Rétt að taka það fram að bíllinn dúar ekki að framan ef maður ýtir honum niður og sleppir (gamla demparaprófið).
Með fyrirfram þökk,
EE.
You must be logged in to reply to this topic.