This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
G’daginn félagar,
Ég er með 4Hlaupara á leið á rör, og búinn að lesa alla þá pistla sem ég finn hér á síðunni framm og aftur og hafa þeir komið mér annsi langt, en nú er lokaspretturinn eftir.Ég er með rör undan 70 cruiser, og fer framhásingin um 50mm framar. Hvernig hafa menn verið að mixa saman stýrisganginn? Get ég notað stýrisstöngina úr 70 cruisernum og orginal arminn á stýrisdælunni sem er á klafabílnum?
Eitt enn, hvaða ráð hafa menn brugðið á til að breikka hásingarnar?
Annars fer þetta vonandi bráðum að smella saman og ég get farið að nöldra yfir hve leiðinlega svagur bíllinn er orðinn yfir því að vera kominn á gorma og hvað þetta sé höst fjöðrun og blablablabla… (það er mánudagur… hehe)
Kkv, Úlfr á Undanfara II
You must be logged in to reply to this topic.