This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjörn H. Magnússon 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Fyrir tveimur árum lét ég hækka 4runnerinn minn um 6 cm á boddýi til að koma undir hann 35 tommu dekkjum. Nú langar mig til að ganga lengra og máta undir hann 36 tommur á 12 tommu breiðum felgum.
Þess vegna langar mig að spyrja hvort einhverjir hafi reynslu af því að setja 36″ undir svona bíl með þessari hækkun. Það þýðir ekki að benda mér á að fara alla leið í 38″, það er búið að reyna það og plássið er of lítið fyrir slík dekk nema ég ætli eingöngu að keyra beint áfram. Hins vegar eru brettakantarnir alveg nógu breiðir.
Hvað segið þið, reynsluboltar þarna úti? Er þetta vonlaust mál?Kveðja,
Sigurbjörn, R2196
You must be logged in to reply to this topic.