Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4Runner..
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.06.2004 at 21:44 #194480
Anonymous..Hvað er 4runner á 35″ að eyða á l/100 er það ekki undir 20 litrum á hundraði.. en ég var að spá
miðað við aldur.. hvað er raunvirði á þessum bílum ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.06.2004 at 21:58 #504050
Keypti næstum því eins bíl í fyrra, vel með farinn en keyrðan um 170.000 minnir mig (’91 módelið).
Að auki var í mínum loftdæla og loftlæsing, flækjur, geislaspilari og hann var á splunkunýjum 38" dekkjum.
Borgaði 680.000 fyrir hann og fannst nokkuð sanngjarnt.
Ég get ekki séð á myndunum að sá rauði sé eitthvað mikið betur búinn eða farinn, en þeir eru jú eins misjafnir og þeir eru margir.
Ég mundi reikna með að 38" breyttur bíll á 35" dekkjum sé að eyða ca. 16-22 eftir aksturslagi.
kv.
Einar Eli
21.06.2004 at 23:50 #504052Þetta verð er í hærra lagi en kannski er þessi bíll í topp-ástandi og heill að öllu leiti.
En yfirleitt þegar bílar eru auglýstir í topp standi þá er samt hellingur að, stundum með vitneskju eiganda en oft á tíðum hefur fólk ekki hugmynd um að eitthvað sé að.
Það margborgar sig að taka bíla í ýtarlega skoðunn, annaðhvort sjálfur eða fá fagmann til þess hafi maður ekki sjálfur kunnáttu til þess.
Í þesskonar skoðunum kemur kannski í ljós lélegar hjólalegur, Blástur upp um ventlalok (lélegir stimpilhringir), slag í drifliðum, ryð í undirvagni o.m.fl. Þetta eru allt atriði sem finnast ekkert endilega í akstri eða í hraðskoðunn.
Freyr
22.06.2004 at 10:33 #504054Mér finnst hann heldur dýr, V6 4Runner er þungur í sölu enda frekar eyðslufrekur. Fyrir bíl í topp standi finnst mér 700 þús STGR. hljóma mun betur.
kv
AB
22.06.2004 at 18:41 #504056
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er best að vera ekkert að tja sig um eyðslu, einn er með ofurlága tölu og hinn himinnháa. Er aðeins búinn að kynna mér þennan bíl. Þetta er tjónabíll, enda lítur hann út eins og nýr, allur nýsprautaður og sjæní. Mjög huggulegur bíll. Jú það er ekkert aukadót en, lítið keyrður, vel með farinn, flottur bíll, verð, myndi ekki hugsa mig um ef ég væri þú. Er samt alveg á því að þetta verð sé of hátt, en hann fer ekkert á minna. Enda er þessi bíll búinn að vera lengi á sölu, og vill eigandinn fá tölu sem næst ásettu verði.
Jónas
23.06.2004 at 21:54 #504058
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
já það er langt siðan að ég sa þennan bil á sölu hatt i 4 mán. og þá var sett á hann 1250 þús. þannig að það er greinilega einhver þrjóska í eigandanum i að lækka verðið.. en þessi bill er ekki f. mig hann er einfaldlega of dýr það var annar sem ég þekki að pæla í þessum bíl, og honum fannst þetta verð fullhátt.. en er kannski að spá i að bjóða honum 800 þús. til milljón á borðið f. hann.. en þessi bill er alveg virkilega flottur. og það er sjálfsagt ekki leiðilegt að crúza á honum.
23.06.2004 at 23:15 #504060Mér hefur fundist það vera málið á þessum blessaða bílamarkaði okkar að menn setja svona 100-200 þús meira á bíla en þeir ætlast til að fá fyrir þá, svo ég held að maður eigi bara að prófa að bjóða nógu lítið fyrst það er allt í góðu að fá nei, því það má alltaf prófa aftur.
Baldur
Þ-455
23.06.2004 at 23:25 #504062Sælir félagar.
Bara svona ykkur að segja að þá er þessi bíll tjónabíll
fór veltu og skemmdist talsvert.
Ég myndi ekki borga meira en 400-500 þús fyrir hann.Reynir.
28.06.2004 at 23:30 #504064Á einn svona handa þér á 450þ ekki eins vel útlítandi en í fínu lagi, og svo er hann reyndar sjálskiptur.
kv
Austmann
08.07.2004 at 21:47 #504066
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvað er disel 4 runner að eyða á l/100 og er ekki miklu sniðugra að fara i 4 runner heldur en hilux ? er ekki 4 runner miklu skemmtilegri fjölskyldu bíll ?
08.07.2004 at 22:08 #5040684Runnerinn er skemmtilegri fjölskyldubíll að því leytinu að innréttingin er aðeins "mannavænni" og aftursætin eru mikið betri. Þá finnst mér kostur að geta teigt sig aftur í skott, en gallinn er auðvitað fyrst og fremst sá að skottið er töluvert minna en skúffan á hilux.
4Runnerinn er (yfirleitt a.m.k.) á klöfum og flexitorum að framan og gormum að aftan, á meðan hiluxinn er á heilli hásingu að framan og með blaðfjaðrir (a.m.k. orginal) að aftan. Svo er það bara hvor samsetningin hugnast þér betur.
Dísel Runnerinn hef ég heyrt að sé mjög fínt að reka, en hann er fjandi dýr. Ég reiknaði það út þegar ég keypti minn að ég gæti rekið bensínbílinn a.m.k. í fjögur ár áður en ég færi að tapa á því hvað hann eyðir mikið. Miðað við eyðsluna í honum, eyðsluna í díselbílnum og kaupverði þeirra bíla sem ég var að skoða.
Þeir eru líka töluvert sjaldgæfari en bensínbílarnir – sem eru auðfundnir í nánast hvaða útfærslum sem þér dettur í hug.
Svo skemmtilega vill til að ég er að hugleiða að skipta yfir í stærri bíl. Ef þú ert að spá í bensínbíl getur þú sent á mig tölvupóst.
Kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.