This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Geir Þór Geirsson 17 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar. Er með 4Runner ’91 sem ég keypti fyrir stuttu, bíll sem var breytt af Toyotu á sínum tíma og bara nokkuð gott eintak. Er í bölvuðum vandræðum með ganginn í honum. Þetta lýsir sér ca. svona. Bíllinn virkar fínt á stundum, góð vinnsla (miðað við 4Runner) en síðan missir hann allt afl. Nær ekki að halda snúning, þ.a. maður þarf að setja í neutral (N – er sjálfskiptur) til að ná upp snúning og smella aftur í drive, til að skila sér heim. Það er helvíti mikil bensín stybba út úr pústinu.
Það voru error kóðar í tölvunni varðandi air flow meter þegar ég fékk bílinn. Skipti um allt draslið að soggreininni, sem breytti engu um ganginn en villukóðarnir duttu út. Skipti um fremsta stykkið á soggreininni, með spjaldlokanum. Eftir það gekk bíllinn svona 98% af tímanum fínt og þegar eitthvað „prump“ kom í ganginn, gaf ég honum inn og allt í lagi. Eftir þetta var farið á bílnum á Akureyri og gekk það fínt. Gangurinn er samt ekki eins og á að vera. Var bent á að hreinsa fremsta hlutann af soggreininni, með spjaldlokanum og gerði það í kvöld. Eftir á virkar bíllinn ekki baun. Ég setti bílinn í gang eftir þessa aðgerð, gekk fínt í um 3 – 4 mínútur og síðan byrjaði að draga niður í honum (snúningurinn féll). Venjulega þegar ég hef prófað þetta áður, að láta bílinn ganga lausa ganginn, þá hefur hann á endanum drepið á sér eftir 3 – 4 mín. Í kvöld lækkaði snúningurinn niður í um 400 – 500 RPM, gekk þannig í 1 – 2 mínútur, en skyndilega hrökk upp í eðlilegan lausagang.
Það voru settar flækjur í bílinn stuttu áður en ég fékk hann og er búið að blinda fyrir EGR afgas hita sensorinn (vinstrameginn á vélinni horft framan frá, tengist inn á soggrein og afgasgrein), sem mér hefur verið sagt af nokkrum að eigi að vera í lagi (hvernig sem það má nú vera). Það er annar loki sem tengist orginal inn á afgasgreinina í þessum bílum, sem er tengdur á flækjurnar (heitir víst PAIR REED VALVE).
Er búinn að vera að drösla mér í gegnum Toyota manualinn til að leita að hvar vandamálið liggur, en er einfaldlega kominn að í þrot vegna takmarkaðrar þekkingar í bílamálum. Sýnist meira minna allt vera fullt af sensorum í þessum bíl (16 ára gamall!), þar sem vandamálið gæti legið.
Bensíndælan og sían virðast í lagi. Grunar að hér sé eitthvað loft – bensín vandamál á ferðinni, miðað við hvað bensín stybban er mikil af bílnum.
Væri þakklátur ef einhver skyldi hafa lennt í svipuðu eða með góðar hugmyndir.
GÞG
You must be logged in to reply to this topic.