FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

4Runner 1991 – gangtruflanir

by Geir Þór Geirsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4Runner 1991 – gangtruflanir

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Geir Þór Geirsson Geir Þór Geirsson 17 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.06.2007 at 01:43 #200446
    Profile photo of Geir Þór Geirsson
    Geir Þór Geirsson
    Participant

    Sælir félagar. Er með 4Runner ’91 sem ég keypti fyrir stuttu, bíll sem var breytt af Toyotu á sínum tíma og bara nokkuð gott eintak. Er í bölvuðum vandræðum með ganginn í honum. Þetta lýsir sér ca. svona. Bíllinn virkar fínt á stundum, góð vinnsla (miðað við 4Runner) en síðan missir hann allt afl. Nær ekki að halda snúning, þ.a. maður þarf að setja í neutral (N – er sjálfskiptur) til að ná upp snúning og smella aftur í drive, til að skila sér heim. Það er helvíti mikil bensín stybba út úr pústinu.
    Það voru error kóðar í tölvunni varðandi air flow meter þegar ég fékk bílinn. Skipti um allt draslið að soggreininni, sem breytti engu um ganginn en villukóðarnir duttu út. Skipti um fremsta stykkið á soggreininni, með spjaldlokanum. Eftir það gekk bíllinn svona 98% af tímanum fínt og þegar eitthvað „prump“ kom í ganginn, gaf ég honum inn og allt í lagi. Eftir þetta var farið á bílnum á Akureyri og gekk það fínt. Gangurinn er samt ekki eins og á að vera. Var bent á að hreinsa fremsta hlutann af soggreininni, með spjaldlokanum og gerði það í kvöld. Eftir á virkar bíllinn ekki baun. Ég setti bílinn í gang eftir þessa aðgerð, gekk fínt í um 3 – 4 mínútur og síðan byrjaði að draga niður í honum (snúningurinn féll). Venjulega þegar ég hef prófað þetta áður, að láta bílinn ganga lausa ganginn, þá hefur hann á endanum drepið á sér eftir 3 – 4 mín. Í kvöld lækkaði snúningurinn niður í um 400 – 500 RPM, gekk þannig í 1 – 2 mínútur, en skyndilega hrökk upp í eðlilegan lausagang.
    Það voru settar flækjur í bílinn stuttu áður en ég fékk hann og er búið að blinda fyrir EGR afgas hita sensorinn (vinstrameginn á vélinni horft framan frá, tengist inn á soggrein og afgasgrein), sem mér hefur verið sagt af nokkrum að eigi að vera í lagi (hvernig sem það má nú vera). Það er annar loki sem tengist orginal inn á afgasgreinina í þessum bílum, sem er tengdur á flækjurnar (heitir víst PAIR REED VALVE).
    Er búinn að vera að drösla mér í gegnum Toyota manualinn til að leita að hvar vandamálið liggur, en er einfaldlega kominn að í þrot vegna takmarkaðrar þekkingar í bílamálum. Sýnist meira minna allt vera fullt af sensorum í þessum bíl (16 ára gamall!), þar sem vandamálið gæti legið.
    Bensíndælan og sían virðast í lagi. Grunar að hér sé eitthvað loft – bensín vandamál á ferðinni, miðað við hvað bensín stybban er mikil af bílnum.
    Væri þakklátur ef einhver skyldi hafa lennt í svipuðu eða með góðar hugmyndir.
    GÞG

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 21.06.2007 at 02:03 #592698
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Ertu búinn að athuga kerti og þræði? er nokkuð olía að komast upp fyrir stimpilhringi? og er hann að þjappa alveg rétt, þetta er svona eitthvað sem mér dettur í hug en svo er spurning með blönduna sem hann fær (annars stillir talvan sig sjálf að ég best veit) svo knastásar, ventlar, innspýting kveikja, þetta er svo rosalega mikið sem gæti verið að hrjá hann,

    megi nú vitrari svara

    Kv Davíð K ekki hinn bræghtasti:D

    annars er minn til sölu og mótorinn er 100% ef þú villt:D





    21.06.2007 at 08:17 #592700
    Profile photo of Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Member
    • Umræður: 35
    • Svör: 308

    Mín reynsla af innspýtingarkerfi í mínum gamla jálk (Ford) er að loftflæði skynjarinn sé það sem sem skiftir eiginilega öllu máli að sé í lagi. Var hann nýr sá sem þú settir í ?





    21.06.2007 at 08:39 #592702
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Væri reynandi að athuga hvort samband á plöggum í aksturstölvuna sé í lagi, hreinsa þau upp. Lenti í því á mínum gamla Runner að það var kominn raki og sambandsleysi þarna og þá fóru að koma allskonar gangtruflanir og villuboð.
    Kv – Skúli





    21.06.2007 at 12:56 #592704
    Profile photo of Viðar Vilhjálmsson
    Viðar Vilhjálmsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 50

    Skipta um hásennuþráð ,kefli og jafnvel kubbinn við sem er við keflið. Mæla hitaskynjarann fyrir tölvuna . Ath loftflæðispjaldið . Væntanlega ertu búinn að skipta um bensínsíu. Gæti hugsanlega verið að draga loft með öllum litlu slöngunum sem tengjast við soggrein. já og svo spurning með pústskynjarann og að hann sé á réttum stað eftir að flækjurnar voru settar í hann ,, man ekki meira í bili ,, getur verið svo margt þó að engine ljósið logi ekki .





    19.02.2008 at 14:57 #592706
    Profile photo of Geir Þór Geirsson
    Geir Þór Geirsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 43

    Vildi bara láta menn vita hver lausnin á þessu var. Skipti um bensíntankinn í bílnum. Það var nokkur spansgræna á pluginu ofan á dæluna. Bíllinn virkar fínt eftir þetta.





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.