Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4runner
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2004 at 10:13 #193645
Anonymousok þetta er sona eilega það fysta sem ég skrifa herna og ég veit ekki hvort að þetta hefur komið áður eða ekki so be gentle
en ég var að spá i að fa mer jeppa helst á 35″ hef aldrei átt jeppa en langa drullu mikið til að kaupa mer.. það er Toyota 4 runner á 35″ á 1250 þús.. 92 módel held ég þetta er V6 bill.. ég held að hann se bensin en er samt ekki viss og ég var að spá hvað kostar að reka þa á mánuði eða hvað hann er að eyða á 100 km… ef að einhverjir væru með þær tölur sona c.a. ?? 
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.02.2004 at 11:10 #487318
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Beinskiptur eyðir þessi bíll 15-25 eftir hlutföllum og aksturslagi. Veit ekki alveg með þá sjálfskiptu en hef heyrt að það sé frá 20-30.
kv.
BB
03.02.2004 at 12:39 #487320Sæll félagi
Þú skalt vera undir það búinn að bíllinn eyðu talsverðu, ég á einn sjálfskiptan og þetta er dæmi uppá ca 20 að jafnaði.
Það minnsta sem ég hef farið niður í er 14 lítrar en það hefur líka runnið í gegnum hann um 30. En að öðru leiti kann ég bara mjög vel við gripinn.
kv
Austmann
03.02.2004 at 12:48 #487322Sæll.
Þú getur mjög líklega reiknað með því að hann verði um og fyrir ofan 20 l í akstri (eftir aðstæðum) ef það er V-6 bensín – en á móti kemur að það er skítgott að keyra þessa bíla og ég sé aldrei eftir einum einasta dropa sem minn sýpur.
Ef þetta er V-6 bensín… þá er 1250 þús meira en ég væri til í að borga. Ég keypti ’91 módelið V-6 á splunkunýjum 38" dekkjum, loftlæsingu o.s.frv. vel farinn og allt það, á 680 þús síðasta vor.
Ef þetta er díselbíll með 3ja lítra vel er verðið kannski aðeins "skiljanlegra".
Þegar ég valdi á milli bensín og dísel ákvað ég að nota eftirfarandi rök: Fyrir verðmuninn á bílnum get ég keyrt í 4 ár (miðað við mína keyrslu) á bensín bíl áður en ég næ verðinu á díselnum.
Svo fær maður sér bara dísel þegar maður verður stór

kv.
EE.
03.02.2004 at 13:10 #487324
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er með sjálfskitpan með orginal hlutföll á 35" og flækjur hann hefur verið að eyða frá 17 og uppúr aðallega uppúr en þetta eru skemtilegir bílar …
en fyrst að við erum að ræða 4runner eru einhverjar sérstakar læsingar sem ráðulagt er að kaupa í þessa bíla
og annað er ekki þörf á að fara í 5.29 hlutföll þegar að hann er kominn á 36"KV BL
03.02.2004 at 13:22 #487326
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er með beinskiptan á 5,29 með 38" sem er mjög nærri því að vera "rétt" miðað við original setup. Ef þú ferð í 5,29 á 36" ertu með hann aðeins lægri en original en ef þú ferði í 4,88 sennilega aðeins hærri. Þar sem þessir bílar eru nú ekkert allt of aflmiklir að upplagi myndi ég fara með hann á 5,29 en það er auðvitað bara smekksatriði.
kv.
BB
03.02.2004 at 14:54 #487328
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef átt bæði sjálfskiptan og beinskiptan. Þessi sjálfskipti var óbreyttur, árg. ’90, og eyddi að meðaltali í kringum 20 l/100 km en sá beinskipti var 38" breyttur, 5,71 hlutf., árg. ’90, og eyddi að meðaltali í kringum 15 l/100 km. Þessi sjálfskipti gat farið upp í 26-27 l í miklum kuldum í blönduðum akstri svo það er verulegur munur þarna á. Þetta verð er a.m.k! hálfri milljón of hátt, jafnvel þó þú værir að skipta á Jaguar með stýrið öfugu meginn!!!
03.02.2004 at 18:04 #487330
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sæll
vinur minn á ’92 4Runner V6 sjálfskiptann og á 38" dekkjum
og hann er að eyða ca 28-30ltr á 100km í normal innanbæjar akstri bara í afturdrifinu svona yfir vetrartímann allavega.
vil ekki vera með neinn móral við neinn en ég hef haft þennan bíl lánaðann síðustu daga, á sjálfur og hef átt fleiri en einn V8 bíla en þeir eru sparibaukar á við þetta
í þínum sporum myndi ég reyna að ná í disel ef þig langar í 4Runner
04.02.2004 at 10:50 #487332
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
já ég er ekki viss.. þeir eru til V-6 dísel er það ekki ?? :S
en þessi bill stendur upp á höfða við hliðina á Bilasölu reykjavíkur.. þarna fyrir neðan bilaþvotta stöðina.. hann hlytur að vera disel fyrst að hann er svona dýr.. en ég veit ekkert meira um þennan bil.. ég veit ekki hvort að hann se læstur eða lækkuð hlutföll.. maður þyrfti kannski bara að fara að spurja þa að þvi.. en hann er allavega allur úti artic trucks límmiðum þannig að þeir hljóta að hafa breytt honum.. en þeir sem vilja að tjekka á honum.. þa er hann vínrauður með dekktar rúður og frekar flottur.. en skráninganumer er NX-112 eða XN-112 man ekki hvort..
04.02.2004 at 11:37 #487334
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
en svona eitt enn bæði tengt þessu og öðru.. þetta er kannski soldið erfið spurning en með hvaða faratæki mæla menn með að byrja á.. ef tillit er tekið til að maður vilji komast með góðu móti útfyrir þjóðveg eitt án þess að festa sig í vegkantinum.. if u know what í mean..
og lika dæmi sem kannski er ekki það dyrt að reka.. en ég veit að þetta er mjög erfið spurning.. ef valið stæði á milli Suzuki vitara á 700 þús eða 4runner á milljón(miðað við að þeir seu báððir ágætlega breyttir)… hvort ætti maður að taka.. ??
04.02.2004 at 12:04 #487336ég held að þú sért að borga alltof hátt verð fyrir svona gamlan Runner
04.02.2004 at 13:06 #487338félagi minn er með sjálfskiptan v6 runner hann er a 35" og engin hlutföll hann er í 20l innanbæar en í snjó fer hann í 30-40 lítra eftir færi en hann er mjög skemtilegur og fer allan anskotan. oft er ég alveg gáttaður á því hvað hann fer
04.02.2004 at 13:09 #487340
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir, hiklaust dísel 4runner þegar þeir eru á sölu, þetta v6 dæmi er ekki fyrir hvítan mann. Ég er búinn að skoða þennann bíl, þetta er v6 bensín bíll, ekki dísel, er á 35" en er örugglega breyttur fyrir 38. Hann er þá með hlutföllum. Þó hann líti vel út er þetta alltof mikið verð. Hann er nýsprautaðu og ekinn 150 þúsund 92 árgerð held ég. Að borga 1250 þúsund væri glæpur.
Jónas
04.02.2004 at 13:54 #487342
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ja þannig að maður getur alveg gleymt þessum bil… en það er vonandi að eitthvað af þessum disel bilum a 35" fara að streyma á sölurnar i byrjun sumars.. þa fer maður i þetta af fullum krafti.. 😉
og verður buinn að skra sig i klubbin fyrir næsta vetur.. eða ég vona það..
04.02.2004 at 15:33 #487344Sæll Örn (Örninn, þekki ekki nafnið)
Þú spurðir um góðan byrjendabíl og ég vil benda þér eindregið á Hilux á 38" til að byrja á, gangvissir bílar og lausir við alvarlegar bilanir. Lítið kraftmiklir skal ég vera fyrstur til að játa en traustir og góðir bílar. Hér nýverið var þráður í gangi hér á spjallinu þar sem spurt var um heppilega byrjendabíla og margir svöruðu og allflestir sögðu Hilux! Segir sína sögu. Það er ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig í klúbbinn, ég er við nám í Baunalandi fram á vorið en lét samt vaða á inngöngu löngu fyrir jól, þessum peningum (félagsgjöldunum sem eru alls ekki há) er vel varið í gott starf. Gangi þér vel, Hjölli.
04.02.2004 at 16:56 #487346
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jamm mar tjekkar á þessu.. en er hiluxinn betri en 4runnerinn..?? er ekki 4runnerinn pinu meiri "klassa" bill ef það er hægt að orða það þannig??
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
