This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Gunnsteinsson 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.03.2003 at 09:08 #192383
Sæl öll sömul.
Nú er orðið stutt í 4ra ferða helgina og tími til kominn að ská sig til þáttöku.
Ég vil mynna ykkur á að í boði eru 4 ferðir, allar nokkuð ólíkar.Þessar ferðir eru tilvaldar til að kynnast öðru jeppafólki, og því er upplagt fyrir nýja félaga, eða þá sem eru að hugsa um að ganga í félagið að taka þátt í þeim.
Ég vil benda þeim sem hafa hug á að vera með í ferðinni í Setrið að setja sig í samband við mig í síma 898-8506, eða á emil.borg@isl.is
Ekki er annar kostnaður við ferðina frá klúbbsins hálfu en gistigjald í Setrinu, og fallið hefur verið frá þeirri kröfu að jepparnir kosti 5 millur eða meira.
Með kveðju,
Emil Borg -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.03.2003 at 18:23 #471238
Emil
Ég á svona jeppa en hann er líklegast metinn á innan við millu. Er ég þá velkominn??
Eru vöðlur eða þurrbúningur ekki orðin krafa í ferðina?
Kveðja Fastur
21.03.2003 at 20:57 #471240Sælir.
Það spáir kólnandi eftir helgina þannig að það veit á gott. Bara að það snjói ekki beint oná krapann, þá tekur svo helv. langann tíma að frysta grautinn…
Ferðakveðja,
BÞV
21.03.2003 at 22:42 #471242Fastur, vertu velkominn.
Mér væri sönn ánægja að sjá amerískan jeppa í flotanum.
Reyndar þætti mér sjálfum betra að á honum stæði Ford. En skítt með það.En ef þú talar í alvöru, hringdu í mig eða sendu mér póst.
Kv.
Emil.Ps.
það er hópur frá Útivist á leið í setrið í fyrramálið og þá kemur í ljós með færð og sjóalög.
22.03.2003 at 09:33 #471244Eru ekki frekari uppl. að vænta um þetta alltsaman ??? Ég er að spá í að fara í LLL ferðina með konuna og börnin. Ég komst ekki á fundinn á fimmtudaginn Hvert get ég hringt til að afla mér frekari uppl ??? Ætti kannski vara að skella mér í seturs ferðina, ég er jú á Ford 😉
25.03.2003 at 12:03 #471246Sæll Emil ..
Ég var aðeins að fikta í bílnum mínum og hann er að verða kominn á lappirnar(eða hjólin). Þarf að prufukeyra hann í kvöld áður en er viss um að það sé hægt að þruma honum upp í setur.
Ég held bara að menn séu hálf hræddir eftir þessi blessuðu þorrablót. Ég meina .. ég lagði af stað i bæði og náði í það síðara. Án þess að fara með skottið á milli lappanna Sóleyjarhöfðavaðið upp eftir. Sem væri rétt nefnt Gunguhöfðavað.
Ég ætla því að lýsa því yfir að menn hérna séu ragar gungur og hana nú! Stelpurnar börðust eins og hetjur og skelltu sér á Hveravelli þegar var allra veðra von og ekki varð þeim meint af. Ég er alveg viss um að þær séu bara rétt að kvíla sig fyrir næsta túr. En einhverjum karllúsum sem lenntu í hjakki eina helgi fyrir löngu er engin afsökun að drífa sig ekki af stað. Ég er viss ef ekki væri búið að stela bílnum hans lúthers væri hann á sama máli og ég og segja:
ENGANN AUMINGJA SKAP.
DRÍFA SIG MEÐ
Kveðja Fastur
25.03.2003 at 13:00 #471248Sæll Fastur.
Ég er ekki viss hvernig ég á að skilja þetta hjá þér.
Ætlarðu að koma með?? Ef svo er, hafðu samband með formlegum hætti svo ég geti fengið hjá þér allar upplýsingar.
Emil
25.03.2003 at 13:10 #471250
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Emil,
Er ekki Fastur bara að reyna að peppa sig upp í að fara út úr húsi??? Kvektur eftir þorrablótsferðirnar.
Allir á fjöll um helgina, það spáir norðan átt og snjókomu, örugglega hægt að villast á þetta hvíta
Kv.
Siggi_FP.s. Þar sem tvö snjókorn koma saman, er þar jökull??
25.03.2003 at 13:11 #471252Sælir félagar.
Eins og sést hér á tilkynningum til hliðar, er þetta allt að smella saman….
Það eina sem eftir á að klára að undirbúa, er LLL ferðin. Væntanlega verður þessi ferð fjölmennust, enda hægt að ákveða að fara upp á Langjökul á síðustu stundu. Gerum ráð fyrir að menn mæti á ákveðinn stað og síðan bara bruna upp á skaflinn og drífa ógurlega…..
En fararstjórar verða tilkynntir á fimmtudagskvöld, á opnu húsi í Mörkinni.
kv
Palli.
25.03.2003 at 13:15 #471254[img:2djgtjds]http://eik.klaki.net/vmap/PPVP89.png[/img:2djgtjds]
Ef þessi veðurspá rætist verður tæplega ferðaveður á hálendinu á sunnudag.
-Einar
25.03.2003 at 13:27 #471256Einar,
Voðalega ertu svartsýnn.
Líttu nú þér nær og skoðaðu spána frá [url=http://www.vedur.is/vedrid/stutt_spa.html?:1104efvt]Veðurstofu Íslands.[/url:1104efvt]
Emil
25.03.2003 at 13:51 #471258Sæll Emil
Kortið er frá Bresku veðurstofunni, byggt á greiningu frá miðnætti. Það er nákvæmara en spá veðurstofunnar sem byggir á greiningu frá hádegi í gær. Sú spá er þó í samræmi við kortið:
[i:10y83qzs]Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu á norðanverðu landinu, en úrkomulitlu syðra. Fremur svalt í veðri.[/i:10y83qzs]Hér er önnur [url=http://www.ecmwf.int/products/forecasts/d/charts/deterministic/world/msl_uv850_z500!Wind%20850%20and%20mslp!144!Europe!12!pop!od!oper!public_plots!latest!/:10y83qzs]spá[/url:10y83qzs]
Þessar spár eiga líklega eftir að breytast eitthvað.
Mér finnst það samt varhugavert að taka ekki tillit til veðurspáa við skipulagningu og framkvæmd vetrarferða.-Einar
25.03.2003 at 14:03 #471260Kæra Sigga Frænka
Ég hefir hér með kunngjört þeim er um hafa að ráða um þáttöku mína. Kunngjört var með tölvupósti.
Er það rétt skilið að frúin þori ekki enþá út úr húsi eftir fyrri þorrablótsferðina?
Hérna má sjá stemminguna í fyrri ferðinni .. sem tók mig og mína félaga 50 tíma án þess að komast á áfanga stað (sem var lengur en ykkur.
[img:2xcivd2i]http://bthj.is/ljosmyndir/2003-01-31_02-02Thorrablot4x4EdaThannig/resized/20030131_202756Resized.jpg[/img:2xcivd2i]
Og hérna úr seinni
[img:2xcivd2i]http://birkir.nt.is/ferdalag/myndir/2003_02_thorrablot_02_taka_2/Small/DSC00068.JPG[/img:2xcivd2i]Ef þig langar til að skoða myndirnar úr seinnablótinu eru mínar [url=http://ferdalag.nt.is/myndir.jsp:2xcivd2i]myndir[/url:2xcivd2i] og [url=http://ferdalag.nt.is/:2xcivd2i]ferðasagan[/url:2xcivd2i] á [url=http://ferdalag.nt.is/:2xcivd2i]netinu[/url:2xcivd2i].
Kveðja Fastur
25.03.2003 at 14:17 #471262…þessar spár breytast frá degi til dags og ekkert er að marka þær fyrr en á föstudagsmorgni. Þá fyrst er eitthvað hægt að treysta á þær…ef það er þá svo gott.
Auðvitað hlusta menn á veðurspár og taka tillit til þeirra, annað er barnaskapur. En það er engin ástæða að fara að hræra upp í öllu þegar varla er komið fram í miðja viku.
25.03.2003 at 14:18 #471264
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll aftur Fastur,
Ég fór nú í hvoruga þorrablótsferðina, en það var nú ekki vegna veðurs heldur var mér ekki heimangengt.
En annars hef ég nú þá stefnu að vera ekki að þvælast á fjöllum í vitlausu veðri og ófærð ef ég kemst hjá því. En mikið ofboðslega er nú samt gaman af svoleiðis ferðum, þá sérstaklega eftir á þegar allir eru komnir heilir heim…
Við hittumst þá kanski á fjöllum um helgina ef þú verður búinn að koma bílnum saman.
kv.
Siggi_F
25.03.2003 at 14:36 #471266Sælt veri fólkið,
Það á aldrei að taka mark á veðurspá fyrr en á fimmtudagskveldi hið fyrsta! Það er jafnvel líklegt að veður breitist eftir það. Mín reynsla af þessu er sú að ef maður nær hálfum degi í góði veðri á fjöllum er ferðin vel heppnuð! Ef maður nær heilum degi er ferðin frábær og ef það er skaplegt veður 2 er ferðin æðisleg… mér brestur orð í framhaldið.
Það mikið atriði að fylgjast með veðri og veðurspá, og að hegða ferðum sínum eftir þeim! Vera kominn í skála áður en vont veður brestur á og bíða af sér versta veðrið!
En það á aldrei ákveða viku áður að ferð er farinn að veður verði ekki gott og vísa í misvitra verðurfræðinga sem yfirleitt eru ekki sammála um þess hluti, fyrr en eftir á! en þá eru þeir búnir að spá svo oft að eitthvað hlýtur að ganga eftir.
Ég segi bara góða ferð og það gæti bara vel verið að við hjónin skellum okkur í hópinn!
kv,
Viðar (Veðurbarinn… nei það er víst Barinn á Vopnafirði) eða var það Snjóbarinn…. hvar var sá bar aftur?
25.03.2003 at 18:09 #471268Sæll Siggi
Ég er búinn að koma bílnum saman svo nú er bara að drífa sig af stað.
Já þegar maður er við það að kala í vatni uppfyrir mjöðm er kannski stemmingin ekki sú besta.. en það er fjör að segja frá því 😀
Kveðja Fastur
26.03.2003 at 07:52 #471270Það er allveg yndislegt að sjá hvað menn eru orðnir veðurhræddir hérna á klakanum, ég hélt að við værum karlar í krapinu en svo látum við konurnar fara úr bænum í bráluðu veðri og engin segir neitt. Spáin fyrir næstu helgi getur ekki orðið betri og er ég viss um að þetta verður síðasta helgin til að ferðast að vetri til. Mér hefur reynst mjög gott að skoða sjóveðurspá, þar sér maður lægðirnar hvar þær eru að koma upp af landinu, en aftur á móti finnst mér mogga spáin ekki vera neitt til að hrópa húrra fyrir og mættu menn og konur taka hana með fyrirvara. Það vantar allveg veðurtunglamyndir af landinu eins og þeir hjá HALO voru með, ef einhver veit hvar er hægt að nálgast þær má hann gefa það upp hér, þá meina ég svona hreyfi myndir þar sem sést hvar og hver hún er að fara.
Krapa kveðjur Beggi
P.S. BÞV ætlar þú ekki að prufa pæju í vetur þá á næstu helgi. Ég frétti að þú vildir ekki láta það nást á myndband þegar þú værir að blóta pæjunni grátandi
26.03.2003 at 10:06 #471272Blessaður Beggi.
Til hamingju með frammistöðu frúarinnar og allra hinna þokkadísanna úr kvennaferðinni, já til hamingju stelpur!
Ég er alveg ósammála þér um að nú sé að ganga í garð síðasta helgin til að ferðast að vetri (á snjó). Mín reynsla er þvert á móti sú, að nú er að fara í hönd albesti ferðatími ársins (á snjó). Apríl og fram í maí er alveg meiriháttar tími, dagur langur, mikil birta, þjappaður snjór (sólbráð á daginn og frost á nóttunni). Ég er grjótharður á að fara 1. maí túr í ár eins og flest undanfarin 8-10 ár, en það eru ferðir sem klikka ekki.
Jú, nú stendur til að sýna Pæjunni eitthvað annað en malbik og leyfa þessari elsku að anda að sér tæru fjallalofti. Hvert farið verður er alveg óráðið, en eitthvað eru menn að byrja að tala um "andfýluferð" eða "táfýluferð", við fórum jú í Fýluferð í fyrra… Myndbandstökuvél verður örugglega með í för!
Ferðakveðja,
BÞV
26.03.2003 at 12:15 #471274Sæll Siggi
Ég vildi bara sýna þér afhverju ég var ekki viss með að ég kæmist. 😀 Þegar það er svona umhorfs undir bílnum þá er maður ekki alveg til í að lofa sér neitt.
[img:22ljxyio]http://birkir.nt.is/ferdalag/myndir/gormar/Small/DSC00017.JPG[/img:22ljxyio]
Og ef það er vont veður eins og í fyrri þorrablóts ferðinni þá hefur maður bara með sér mat í fleiri daga en stefnt er að. þá er þetta ekkert mál.
Kveðja Fastur
26.03.2003 at 21:55 #471276Emil
Væri hægt að fá nýjustu tölur um áætlaðan fjölda í setrið?
Var að velta fyrir mér hvað væri margir til að draga mig færi ég að standa undir nafni 😀
Kveðja Fastur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.