Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 49″ trukkar
This topic contains 60 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.02.2004 at 16:40 #193808
Hvernig er það, er ekkert að frétta af mönnum sem eru að föndra við að koma 49″ undir hjá sér ?
Eru þeir eftir til vill hættir við og búnir að smíða hús úr dekkjunum ?
Seldu þeir dekkinn undir búkollurnar við kárahnjúka ?Svör óskast …
—
Hjörtur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.02.2004 at 16:44 #495872
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
samkvæmt bílablaði moggans er Gunnar Kristdórsson kominn með Dodge Ram pallbíl á 49" superswamper, en það er ekki það eina sem að sló mig, heldur voru það 1.150 njúton metrarnir sem að mótorinn var að toga
svona til gamans má geta þess að Djákninn á Myrká hjá Fjalla er að toga 930 njúton metra 😀
19.02.2004 at 16:44 #489438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
samkvæmt bílablaði moggans er Gunnar Kristdórsson kominn með Dodge Ram pallbíl á 49" superswamper, en það er ekki það eina sem að sló mig, heldur voru það 1.150 njúton metrarnir sem að mótorinn var að toga
svona til gamans má geta þess að Djákninn á Myrká hjá Fjalla er að toga 930 njúton metra 😀
19.02.2004 at 16:46 #495876
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég gleymdi einum 49" bílnum, sem að er reyndar ekki tilbúinn, en stendur samt á tuðrunum, en það er Ekólæn í eigu Marteins Péturssonar
19.02.2004 at 16:46 #489440
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég gleymdi einum 49" bílnum, sem að er reyndar ekki tilbúinn, en stendur samt á tuðrunum, en það er Ekólæn í eigu Marteins Péturssonar
20.02.2004 at 00:21 #495880Ég leyfi mér nú að efast um þessar tölur um tog upp á 930 Nm úr útboraðri 351W. og 1150 Nm úr 5.9 Cummings.
Bandarískir bílaframleiðendur nota þessi hestöfl:
SAE (society of automotive engineers) hestöfl. Hreyfillinn er mældur án lofthreinsara, útblástursrörs, kæliviftu, vökvadælu, bensíndælu, innsprautunardælu o.s.frv. Rafallinn er án álags.
Mig grunar að menn taki þessi hestöfl og margfaldi þau með þeim % tölum sem framleiðendur aukahluta sem auka afl véla gefa upp.
Þá á eftir að draga frá þau töp sem eru í vélinni við að knýja alla þessa hluti. Heildartapið verður annsi hátt. Svo vantar líka allan núninginn í drifrásinni svo að þegar upp er staðið þá eru tölurnar sem menn gefa upp að bílarnir sínir skili oft á tíðum alveg út í hött.
Hið eina raunhæfa væri að fara í eina afkastaprófara landsinns sem tekur 4×4 bíla (hann er í borgarholtsskóla) og mæla afl út í hjól í fjórhjóladrifinu.
Ég er ekki að segja að Fjalli og Gunnar séu endilega að fara með rangt mál en samt grunar mig að tölurnar séu aðeins færðar í stílinn miðað við það sem bílarnir skila í raun og veru.
Ég vil ítreka að ég er ekki að saka neinn/neina ákveðna einstaklinga um að ýkja afltölur véla sinna.
Ef ég hef með þessum skrifum mínum móðgað einhverja þá biðst ég afsökunnar og ef ég skrifaði einhverjar staðreyndavillur þá eru allar leiðréttingar meira en velkomnar.
Freyr Þórsson.
20.02.2004 at 00:21 #489442Ég leyfi mér nú að efast um þessar tölur um tog upp á 930 Nm úr útboraðri 351W. og 1150 Nm úr 5.9 Cummings.
Bandarískir bílaframleiðendur nota þessi hestöfl:
SAE (society of automotive engineers) hestöfl. Hreyfillinn er mældur án lofthreinsara, útblástursrörs, kæliviftu, vökvadælu, bensíndælu, innsprautunardælu o.s.frv. Rafallinn er án álags.
Mig grunar að menn taki þessi hestöfl og margfaldi þau með þeim % tölum sem framleiðendur aukahluta sem auka afl véla gefa upp.
Þá á eftir að draga frá þau töp sem eru í vélinni við að knýja alla þessa hluti. Heildartapið verður annsi hátt. Svo vantar líka allan núninginn í drifrásinni svo að þegar upp er staðið þá eru tölurnar sem menn gefa upp að bílarnir sínir skili oft á tíðum alveg út í hött.
Hið eina raunhæfa væri að fara í eina afkastaprófara landsinns sem tekur 4×4 bíla (hann er í borgarholtsskóla) og mæla afl út í hjól í fjórhjóladrifinu.
Ég er ekki að segja að Fjalli og Gunnar séu endilega að fara með rangt mál en samt grunar mig að tölurnar séu aðeins færðar í stílinn miðað við það sem bílarnir skila í raun og veru.
Ég vil ítreka að ég er ekki að saka neinn/neina ákveðna einstaklinga um að ýkja afltölur véla sinna.
Ef ég hef með þessum skrifum mínum móðgað einhverja þá biðst ég afsökunnar og ef ég skrifaði einhverjar staðreyndavillur þá eru allar leiðréttingar meira en velkomnar.
Freyr Þórsson.
20.02.2004 at 00:37 #495884Sælir.
Ég fékk sömu tilfinningu og Freyr, þegar ég las um öll þessi hestöfl og tog í skeinimiðlunum á dögunum… (nýyrði sem er örugglega komið til að vera…)
Ég gleymi seint þegar dieselbrennari með ca 343 Nm tog flengdi Djáknann í "Krapa 2000" túrnum með eftirmynnilegum hætti. Það var "neikvæð" uppákoma í þeim túr sem hristi ærlega vel saman undanfarana og hinn margrómaða PIAA hóp sem kom, sá og sigraði (ásamt undarförunum) í þeim túr (eitthvert flottasta teamwork við mega erfiðar aðstæður í fjóra heila sólarhringa sem ég hef tekið þátt í…)
Annars verð ég síðastur manna til að gera lítið úr Djákna Birgis Brynjólfssonar, en þar er einhver mest "græjaðasti" fjallabíll landsins/heimsins á ferð, þó mig langi ekki til að gera hann út.
Ferðakveðja,
BÞV
20.02.2004 at 00:37 #489444Sælir.
Ég fékk sömu tilfinningu og Freyr, þegar ég las um öll þessi hestöfl og tog í skeinimiðlunum á dögunum… (nýyrði sem er örugglega komið til að vera…)
Ég gleymi seint þegar dieselbrennari með ca 343 Nm tog flengdi Djáknann í "Krapa 2000" túrnum með eftirmynnilegum hætti. Það var "neikvæð" uppákoma í þeim túr sem hristi ærlega vel saman undanfarana og hinn margrómaða PIAA hóp sem kom, sá og sigraði (ásamt undarförunum) í þeim túr (eitthvert flottasta teamwork við mega erfiðar aðstæður í fjóra heila sólarhringa sem ég hef tekið þátt í…)
Annars verð ég síðastur manna til að gera lítið úr Djákna Birgis Brynjólfssonar, en þar er einhver mest "græjaðasti" fjallabíll landsins/heimsins á ferð, þó mig langi ekki til að gera hann út.
Ferðakveðja,
BÞV
20.02.2004 at 00:48 #495888Mikið er ég feginn að einhver er sammála mér, ég var svolítið hræddur um að menn myndu hella sér yfir mig um leið og þeir læsu póstinn.
Freyr
20.02.2004 at 00:48 #489446Mikið er ég feginn að einhver er sammála mér, ég var svolítið hræddur um að menn myndu hella sér yfir mig um leið og þeir læsu póstinn.
Freyr
20.02.2004 at 01:16 #495891Góðan daginn,
ég er nú ekki vel að mér í þessum tæknilegu tölum um vélar, hvort sem heitir Bensín eða Disel, en þetta eru háar tölur í togi. En ég er að kaupa Silverado frá Bandaríkjunum og myndi halda að þar færi öflug vél eða Duramax eins og hún heitir en tölur frá kananum segja "300 horsepower at 3100 rpm and 520 lb.-ft. of torque at 1800 rpm". Þó að eitthvað sé búið að eiga við viðkomandi vélar þá held ég að þarna séu einhverja ýkjur á ferð. En eins og fyrr segir þá hef ég lítið sem ekkert vit á svona hlutum.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
ps. ég held að Silverado sé á leiðinni með 49" dekk á pallinum, en þar sem langt er liðið á vetur þá breyti ég honum ekki fyrr en í haust fyrir dekkin.
20.02.2004 at 01:16 #489448Góðan daginn,
ég er nú ekki vel að mér í þessum tæknilegu tölum um vélar, hvort sem heitir Bensín eða Disel, en þetta eru háar tölur í togi. En ég er að kaupa Silverado frá Bandaríkjunum og myndi halda að þar færi öflug vél eða Duramax eins og hún heitir en tölur frá kananum segja "300 horsepower at 3100 rpm and 520 lb.-ft. of torque at 1800 rpm". Þó að eitthvað sé búið að eiga við viðkomandi vélar þá held ég að þarna séu einhverja ýkjur á ferð. En eins og fyrr segir þá hef ég lítið sem ekkert vit á svona hlutum.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
ps. ég held að Silverado sé á leiðinni með 49" dekk á pallinum, en þar sem langt er liðið á vetur þá breyti ég honum ekki fyrr en í haust fyrir dekkin.
20.02.2004 at 02:25 #495895
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég held að ameríkaninn hafi hætt með sae eininguna 1971 og tekið upp ameriska din einingu sem er einhver 97-98% af evrópskri din einingu svo segir það sig sjálft að hellingur af rúmtaki hlýtur alltaf að skila togi hverju klúðurslega sem vél er smíðuð
20.02.2004 at 02:25 #489450
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég held að ameríkaninn hafi hætt með sae eininguna 1971 og tekið upp ameriska din einingu sem er einhver 97-98% af evrópskri din einingu svo segir það sig sjálft að hellingur af rúmtaki hlýtur alltaf að skila togi hverju klúðurslega sem vél er smíðuð
20.02.2004 at 07:24 #489452Fróðleg umræða og skemmtileg. Jú, í USA hafa menn notað SAE – einingar til að mæla eitt og annað varðandi bíla og önnur ökutæki enda held ég þetta heiti Standard of Automotive Engineering. DIN – staðalinn aftúr á móti – Deutsche Industrie Norme – er þýskur að uppruna. Nú er held ég verið að koma á svonefndum ISO – stöðlum á, þannig að allir séu að nota sömu skilgreiningarnar. ISO eða International Standards Organization hefur þó ekki enn náð þeirri stöðu, sem vonast var eftir, en þó hefur þetta verið að vinnast jafnt og þétt. Meðal annars hafa alþjóðlegar skilgreiningar á hinum ýmsu mælanlegu þáttum í umhverfi okkar verið að fá stöðugt betri fótfestu. Meðal þess er skilgreiningin á togi – torque, sem mest er notuð núna; Newton-metrinn. Mér hefur verið sagt – fróðari menn leiðrétta mig ef þetta er rangt – að ISO staðallinn geri ráð fyrir að þegar tog aflvélar í Nm er mælt, eigi hún að snúa öllum þeim búnaði sem hún þarf til að ganga. Hún sé sumsé ekki fædd af kælivökva, eins og gerðist með SAE – mælinguna, hún þarf sjálf að snúa kæliviftu með einhverjum hætti og loftflæðið verður hún sjálf að sjá um o.s.frv. Hinsvegar held ég að yfirleitt þurfi þær ekki að snúa rafala og þvingun frá pústkerfi þarf ekki að vera til staðar, né gírkassar og annar aflflutningsbúnaður. Annars er ég alveg viss um að Snorri Ingimars veit allt um þetta og það væri gaman ef hann kommentaraði á þessa umræðu.
20.02.2004 at 07:24 #495899Fróðleg umræða og skemmtileg. Jú, í USA hafa menn notað SAE – einingar til að mæla eitt og annað varðandi bíla og önnur ökutæki enda held ég þetta heiti Standard of Automotive Engineering. DIN – staðalinn aftúr á móti – Deutsche Industrie Norme – er þýskur að uppruna. Nú er held ég verið að koma á svonefndum ISO – stöðlum á, þannig að allir séu að nota sömu skilgreiningarnar. ISO eða International Standards Organization hefur þó ekki enn náð þeirri stöðu, sem vonast var eftir, en þó hefur þetta verið að vinnast jafnt og þétt. Meðal annars hafa alþjóðlegar skilgreiningar á hinum ýmsu mælanlegu þáttum í umhverfi okkar verið að fá stöðugt betri fótfestu. Meðal þess er skilgreiningin á togi – torque, sem mest er notuð núna; Newton-metrinn. Mér hefur verið sagt – fróðari menn leiðrétta mig ef þetta er rangt – að ISO staðallinn geri ráð fyrir að þegar tog aflvélar í Nm er mælt, eigi hún að snúa öllum þeim búnaði sem hún þarf til að ganga. Hún sé sumsé ekki fædd af kælivökva, eins og gerðist með SAE – mælinguna, hún þarf sjálf að snúa kæliviftu með einhverjum hætti og loftflæðið verður hún sjálf að sjá um o.s.frv. Hinsvegar held ég að yfirleitt þurfi þær ekki að snúa rafala og þvingun frá pústkerfi þarf ekki að vera til staðar, né gírkassar og annar aflflutningsbúnaður. Annars er ég alveg viss um að Snorri Ingimars veit allt um þetta og það væri gaman ef hann kommentaraði á þessa umræðu.
20.02.2004 at 09:27 #489454Vörubílamótor er fáanlegur í standard útfærslu sem skilar um 1100 Nm (og 280 hp), þannig að um 1000 nm úr 5.9 cummings ætti nú alveg að vera fræðilegur möguleiki.
900Nm skila 10 tonnum upp Kambana á 70-80 km/klst, þannig að hér er verið að tala um alvarlega stórar tölur….
En annars tek ég undir með öðrum, og verð að efast stórlega um stóru tölur þeirra mogga félaga. Efast um að þeir hafi látið afkastamæla vélarnar, og þar af leiðir að tölurnar eru ekkert annað en ágiskun.
Kveðja
Rúnar.
20.02.2004 at 09:27 #495903Vörubílamótor er fáanlegur í standard útfærslu sem skilar um 1100 Nm (og 280 hp), þannig að um 1000 nm úr 5.9 cummings ætti nú alveg að vera fræðilegur möguleiki.
900Nm skila 10 tonnum upp Kambana á 70-80 km/klst, þannig að hér er verið að tala um alvarlega stórar tölur….
En annars tek ég undir með öðrum, og verð að efast stórlega um stóru tölur þeirra mogga félaga. Efast um að þeir hafi látið afkastamæla vélarnar, og þar af leiðir að tölurnar eru ekkert annað en ágiskun.
Kveðja
Rúnar.
20.02.2004 at 10:12 #495907520 foot pound-force = 705.025335 newton meter
[url=http://www.onlineconversion.com/torque.htm:8069gr53]Torque conversion[/url:8069gr53]
-haffi
20.02.2004 at 10:12 #489456520 foot pound-force = 705.025335 newton meter
[url=http://www.onlineconversion.com/torque.htm:8069gr53]Torque conversion[/url:8069gr53]
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.