Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 49″ breyting
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.07.2005 at 19:09 #196076
Vil benda mönnum á áhugaverða myndaseríu, sem er kominn í safnið, en þar er verið að 49″ breyta Patrol. Fyrst það er hægt að 44″ breyta 90 Cruser, er bara smámál að 49″ breyta Patrol. Mjög flottar og áhugaverðar myndir, mæli með þeim.
Góðar stundir
Hlynur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.07.2005 at 09:24 #524694
Þetta er mjög skemmtileg og sterk skipting. Þessi skipting er að taka mjög skemmtilega á í þungu færi og á lágum snúning og virðist fara létt með. Mæli þó með að þú setjir hitamæli þar sem þú ert bæði með gríðarlegt afl (Peninsular diesel 300 +hestar) og hjólbarða sem koma ekki til með að hlífa neinu. Talaðu við Ljónstaðabræður um hvort þú getir gert einhverjar ráðstafanir með skiptinguna. Þeir settu fyrir mig shift kit í skiftinguna og set ég hérna smá lýsingu á hvað það er að gera.
Shift kits:
Steve Knickerbocker wrote that "Smooth shifting transmissions accomplish [smoother shifting] by being in two gears at once when shifting up. It’s known as shift overlap. SHIFT KIT reduce or eliminate the shift overlap and speed up actuation of the shift, hence the harder feel to the shift. A shift kit will reduce wear because you won’t have the trans trying to be in two gears at once."
07.07.2005 at 09:32 #524696Þar sem skópið á Patrol er frekar aftarlega og nálægt rúðunni, þegar það vísar að henni, gæti ég ímyndað mér að í púðurfæri sért þú að fá mikla móðumyndun á framrúðu þegar rakt loft kemur frá skópi og á framrúðu. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta auki bara ísingu á framrúðunni. Ég er sjálfur með tvö patrolskóp en þau snúa eins og á Patrol. Ég tek þar loft niður í gegnum loftkældan intercooler og undir honum er ég með tvær 14" high performance viftur sem toga í gegnum kælinn. Ef þú hefur pláss fyrir framan vatnskassan þá mæli ég þó frekar með þeirri staðsetnigu fyrir intercooler.
07.07.2005 at 22:33 #524698Takk fyrir þetta Theodór. Er þetta mikil og tímafrek aðgerð að setja þetta Shift Kit í skiptinguna? Geri ráð fyrir því að þetta sé aðgerð á skiptingunni sjálfri og því þurfi Ljónsstaðabræður að fá hana í hendur. Er orðinn dálítið naumur á tíma og gæti þurft að gera þetta seinna. Skil ég það rétt á lýsingunni að það fari í raun ver með skiptinguna að overlappa í uppskiptingunni og Shift Kittið lengi því líftíma skiptingarinnar? Hvernig hegðar hann sér hjá þér í uppskiptingum? Er skiptingin snögg, eða rykkjótt?
Varðandi Intercoolerinn, þá hafði ég hugsað mér að setja hann fyrir framan vatnskassann. Ég tel mig verða að koma heitu lofti út úr vélarhlífinni á einhvern hátt, heitt loft leitar upp og þessi staður, ofan á húddinu næst framrúðu, er líklegastur til árangurs. Þetta er þó umhugsunarefni, með móðumyndun og ísingu. Datt í hug tálkn utan á brettin, en það er bara ekkert eftir af þeim.
07.07.2005 at 22:59 #524700Nú er svo komið að vélin er að fara í bílinn og næsta vika fer í frágang og að ljúka öllum aragrúanum af smáatriðum sem fylgir svonalöguðu. Þá eru það brettakantar og málning. Búinn að bæta við 3 myndum í seríuna.
08.07.2005 at 11:39 #524702Gaman að sjá aðmenn þora ennþá að breita bílum og að menn geta ennþá fundið sér eithvað challange… framfjöðrunin á eflust eftir að verða mjög skemmtileg fyrst að þú nærð að stilla stífunum skhallt niður frá hásingunni…. en þá á hún væntanlega auðveldara með að gefa uppfjöðrun og mynna högg þegar þú keirir á eithvað eins og stein eða kannt. Með skópið þá er ég búinn að setja skóp á húddið hjá mér sem vísar aftur og er staðsett beint fyrir ofan og kannski örlítið aftar heldur en túrbínan þetta gerði ég einfaldlega bara útaf því að túrbínan hefur náð að bræða slöngur sem lyggja næst henni í húddinu og vona ég að ég ná að hleypa heita loftinu svona út og mun þetta vonandi draga kalt loft að framan ýfir túrbínuna.
Ég hef ekki miklar áhyggjur af ísingu á framrúðunni því að það er miðstöð í toyotunni, Og eflaust í pattanum líka.
En flottar breitingar flottur bíll, og vonandi verðuru ánægður með þetta….
Kveðja Bæring
11.07.2005 at 10:02 #524704Ég er að leita að nógu breiðu húddskópi til að setja á patrolinn. Stærðin þarf að vera 67 cm á breidd og 43 cm á lengd (fram – aftur) og snúa aftur. Ég held ég verði að gera tilraun með þetta. Ég hef einnig látið mér detta í hug að setja stokk efst á hvalbakinn, sem tekur inn heitt loftið fyrir miðju vélarhúsi og blæs því út um stúta á sitt hvoru bretti alveg við hurðar. Alls konar aðrar hugdettur, en til að byrja með held ég að ég prófi skópið.
11.07.2005 at 14:28 #524706Það virkar vel að hafa loftinntak fyrir miðstöð rétt fyrir framan framrúðu. Ein ástæða þess er að stefnubreyting loftflæðis frá húddi að framrúðu veldur hækkun á þrýstingi. Af þessari sömu ástæðu efast ég um að öfugt húddskóp muni virka eins og til er ætlast og að það muni ekki draga mikið loft út úr vélarrúminu.
Venjan er sú að loft sem hitað er af vatnskassa og vél fer undir bílinn.-Einar
11.07.2005 at 15:04 #524708Á ferð virkar svona öfugt skóp vel sem loftinntak, enda sést það oft á kvartmílugræjum.
En á lítilli ferð ætti þetta að vera besti staður til að losna við hita. Heitt loft leitar jú upp. Spurningin er bara á hvaða hraða þetta snýst við.
11.07.2005 at 15:12 #524710Þarna aftast á húddinu myndast hækkaður loftþrýsingur. Spurninginn er þó sú hvort þrýstingurinn þarna sé hærri eða lægri en þrýsingurinn inn í vélarrýminu.
Þetta er þó að því gefnu að bíllinn sé á nægjanlegri ferð. Loftmóttstaða fer almennt ekki að hafa marktæk áhrif á bíla fyrr en hraðinn er kominn upp í ca 50-60 km/klst, en áhrif hennar aukast hratt eftir það.Skópið sjálft (þar sem það snýr öfugt) ætti að mynda svæðisbundinn láþrýsting fyrir aftan sjálft sig, sem ætti að stuðla að því að loftið undir því sogast út, (að sjálfsögðu að því gefnu að fákurinn keyri nægjanlega hratt)….
Á minni hraða hefur nú viftuspaðinn örugglega mestu áhrifin á það hvar mestur þrýsingingurinn er sem og sú staðreynd að heitt loft er léttara en kalt (stígur upp).
kv, Rúnar.
12.07.2005 at 17:56 #524712Það er gaman að sjá að þið getið ennþa pælt í hlutunum og þetta er eflaust ágætis hlutur til að ræða vel. og lengi hérna á netinu. En til að þráðurinn um eina skemmtilega patrolin á landinu fari ekki að snúast út í einhverja eðlisfræði og eithvað álíka spennandi er þá ekki bara best að prófa þetta …. ????
En aðal ástæðan fyrir þessu skópi hjá mér er að þegar ég var búinn að vera með bílinn í botn keirslu lengi þá var turbínan orðin æði oft svoldið rauð og svoldið heit… og þegar afgashitinn er kominn upp að rauða strikinu þá er sennilega best að stoppa og jafnvel að opna húddið og slökkva í öllum gúmmí slöngunum og rafmagnsvírunum sem svo óheppnir voru að vera lagðir of nálægt túrbínunni. En þetta á náttúrulega einungis við þegar menn eru búnir að gjörsamlega tapa sér í einhverri ofbeldis keirslu. En þetta hefur nú sem betur fer ekki komið oft fyrir hjá mér en mér fannst ekki saka að prófa að setja skóp þarna oná.
Svo er það líka eithvað svo mikið Gti.En ef að aumingja bíllinn minn fær einhverntíman að sjá dagsljósið aftur þá get ég prófað þetta með því að loka fyrir skópið og sjá hvort það munar einhverju.
En Á.G mótorsport og Tómstundarhúsið eru með mesta úrvalið af þessu.
Góðar stundir.
Bæring
13.07.2005 at 20:03 #524714Takk fyrir þetta Bæring.
Ég ætla einmitt að prófa skópið svona öfugt, eins og þú hefur það og kemur þar til bæði eðlisfræðin eins og hún snýr við mér og reynsla annarra af þessu hitavandamáli.
Ég er búinn að skoða hjá þeim báðum, Á.G mótorsport og Tómstundarhúsinu, en ekki fundið ennþá þá særð sem ég er að leita að.
Nú er verið að ganga frá í vélarhúsinu. Rafmagn, kælikerfi, brettakantar og púst eru næstu aðgerðir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er endalaust af hlutum sem þarf að leysa, þegar allt er "búið". Frágangurinn er bæði tímafrekur og alltaf koma þar inn kostnaðarliðir, eins og maður svo sem vissi, en reiknar samt einhvern veginn ekki með í dæmið. En við vorum búnir að afgreiða þetta með kostnaðinn og hvort þetta borgar sig. Fjöllin eru bara farin að kalla og það má merkja smá óþolinmæði í raddblænum.
Mig langar, ef til vill ekki strax, en fljótlega að taka teppið úr honum og sjóða góðann dúk í gólfið. Það verður mikið betra loft í bílnum og auðveldara að þrífa. Verð bara að velja bæði lit og tegund eða áferð sem gerir bílinn ekki kuldalegann og hráann. Hefur einhver reynslu og vitneskju um slíkt?
13.07.2005 at 23:17 #524716Sæll félagi.
Ég fór einmitt í gegnum þessar pælingar ekki fyrir löngu í breytingum hjá mér þ.e. ætlaði að setja dúk en hætti við og ástæðan fyrir því er hávaði…
Ég endaði á því að bræða tjörumottur í gólf og hliðar og setti nýja einangrun sem ég fékk í Bílasmiðnum og svo nýtt teppi sem reyndar er ekki enn fundið… en fer í seinna.
Sem sagt í stað að velja þá kosti sem fylgja dúknum, þrif og fl. þá hafnaði ég honum vegna þess að ég vill ekki hávaða og veghljóð þannig að þú skalt pæla aðeins í þessu áður en þú lætur vaða.
Líst vel á það sem þú ert að gera, gangi þér vel.
Kv.
Benni
13.07.2005 at 23:33 #524718‘eg er að fara að byrja að smíða mér jeppa og ég var að pæla í því að setja teppi í hann í staðinn fyrir dúkinn sem er í honum en hætti snarlega við þvi
1. þetta er JEPPI.
2. Það mun koma bleyta og drulla í hann innan og utan.
3. Það verður ferskara loft inní honum.
4. Auðveldara að þrífa.
5. Þetta virkaði vel í Rússanum og Willis í gamla daga og afhverju ekki núna.
6. Ef hávaði er of mikill þá einangrar maður bara betur.em eitt nú verður þetta þungur bíll heldurðu að hann verði góður í snjó, mig hlakkar mikið til að sjá hann og ég segji til að eiga nothæfan Patrol þá þarf að skifta um hásingar vél og kassa og skrá hann sem Chevy.
Kv
Snorri Freyr
15.07.2005 at 08:48 #524720Það ætti að vera hægt að fá Orginal dúk í þessa bíla. Eru örugglega framleiddir með dúki fyrir aðra markaði, eins og Ástralíu og Sameinuðu Þjóðirnar.
Hvort það er raunhæft kostnaðarlega séð er annað mál.V.Poulsen (eða hvað sem það heitir í dag) hefur verið að selja gúmímottur í metratali. Fínt t.d. í skottið og svoleiðis.
Annars er ég algjörlega samála ykkur, teppi eiga ekkert erindi inni í bíla, og síst af öllu í jeppa.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.