Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 49″ breyting
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 19 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.07.2005 at 19:09 #196076
Vil benda mönnum á áhugaverða myndaseríu, sem er kominn í safnið, en þar er verið að 49″ breyta Patrol. Fyrst það er hægt að 44″ breyta 90 Cruser, er bara smámál að 49″ breyta Patrol. Mjög flottar og áhugaverðar myndir, mæli með þeim.
Góðar stundir
Hlynur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.07.2005 at 21:13 #524654
Ef að menn eiga í erfiðleikum með 44 tommu Patrol eins og virðist vera þema í þessum myndum.
Þá hafa menn tjáð mér sem eru búnir að breyta bílum á 49 tommur að það er margt sem getur komið upp, 44 tomma er lúxus vandamál.kveðja gundur
02.07.2005 at 21:13 #524656Sæll félagi.
Ég hefði nú í þínum sporum haft lágt um þetta Hlynur, því þarna er öllu nema boddýinu hent og get ég vel skilið það, en það verður gaman að sjá hvernig þetta virkar.Kv. Smári.
03.07.2005 at 14:07 #524658Sælir félagar!
Það gleður mig að þið sýnið þessum 49" breytingum mínum áhuga. Fyrst svo er, langar mig að upplýsa ykkur um nokkur leyndarmál varðandi þessar aðgerðir.
Eina leiðin til að gera bifreiðina löglega á götunum (sem skiptir mig máli) þá varð niðurstaðan sú að hann verður skráður sem Shevrolet, en vél, hásingar, gírkassi, partur úr grind, o.fl. er einmitt fengið úr slíku farartæki. Sú bifreið hefur nefninlega burðargetu og leyfilega eigin þyngd, sem nauðsynleg er fyrir dæmið, ef ég á að geta tekið 6 farþega áfram. Patrol boddíið gerir þetta áfram Patrol í mínum huga, því ég held um stýrið á, sit í og horfi út um rúðurnar á Patrol, sem er gott því mér finnst Patrol flottur bíll. Ekki fullkominn, en flottur og því fullkomnum við bara verkið sem framleiðendur kláruðu ekki. En á það ekki bara við um alla jeppa (og eigendur þeirra) Þarf að vinna í þeim svo þeir verði nothæfir.
Kveðja
Guðjón
03.07.2005 at 16:07 #524660Sammála þér þarna Guðjón.
03.07.2005 at 18:14 #524662Sælir félagar
Þetta kallar maður úlf í sauðagæru.
kveðja gundur
03.07.2005 at 18:58 #524664Mér finnst þetta bara magnað,þetta kallar maður, svona Alvöru – XSTREAM Monster.
Kveðja
Jóhannes
03.07.2005 at 19:45 #524666Sælir félagar.
Hvað haldið þið með kostnað er það eitthvað sem vit er í. Ef þetta virkar þá breytir hann litlu en ef þetta virkar ekki hvað þá?
Kv Sveinbjörn.
03.07.2005 at 22:44 #524668sæll hlynur hvar eru myndir af 44 " 90 bíl kv bjarni
04.07.2005 at 10:15 #524670Sæll Guðjón og þakka síðasta túr… þetta er flott hjá þér
og að losa þig við patrol draslið úr húddinu er enn betra
en ein spurning hversvegna dana 60 en ekki Dana 70?
ég meina 49" Fannst þér dana 70 of þungt?og hvað borgaðirðu fyrir Dana 60 og hvar fékkstu hana ?
kv
BjarkiJC rules
04.07.2005 at 11:13 #524672Hér t.d. ein mynd
[img:38facj90]http://www.hjalparsveit.is/mynd/sID/102/mID/3587[/img:38facj90]
Annars eru fleiri myndir [url=http://www.hjalparsveit.is/myndir/102/0/:38facj90]hérna[/url:38facj90]
kveðja
Agnar
04.07.2005 at 21:36 #524674Glæsilegur trukkur sem þú ert kominn með þarna
Verður spennandi að heyra af því hvernig hann virkar…
Þrándur
[url=http://4x4OffRoads.com:1xg3374u]4x4OffRoads.com[/url:1xg3374u]
05.07.2005 at 23:04 #524676Sælir félagar!
Afsakið hvað staðið hefur á svörum frá mér. Það er bara alltaf eitthvað sem tefur.Fyrst svar til Bjarka.
Ef ég ætlaði í öflugra en Dana 60, þá yrði það sterkara en 70. Ef eitthvað fer í 60, þá yrðu það hlutir sem hægt er að skipta út fyrir sterkari. Elvar Ægisson (Renniverkstæði Ægis) hefur gott svar við þessu og á auðveldar með að rökræða smáatriðin. Skora hér með á hann að tjá sig.
Fékk báðar hásingarnar hjá Rudolf hjá Krók og á eftir að tala við hann um það hvort við viljum opinbera verðið, sem ég held að hafi verið bara "gott fyrir báða".Þá er hér svar við spurningum Þóris "Tudda" Rúnarssonar.
Aðal galdurinn held ég að sé túrbínan. Ég er búinn að láta taka vélina rækilega í gegn og þar munar (hvað aflið snertir) mest um stimpla með lægri þjöppu. Við það verður túrbínan látin blása meiru og hestöflunum fjölgar. Einnig er olíuverkið það sama og þeir nota í bátavélarnar, sem skila um og yfir 300 hestum.
Hvað hlutföll varðar, þá eru hásingar 5:86, Millikassi 2:1, og Skriðgír 2,71:1.Kveðja Guðjón
05.07.2005 at 23:28 #524678*ef* eitthvað fer í þessum bíl þá giska ég á það yrði þetta lága hlutfall
Annars til lukku með tryllitækið, ég held maður víki bara út í kant þegar maður fær þig í baksýnisspegilinn!
-haffi
ps. hvaða sjálfskipting? 5 þrepa?
06.07.2005 at 00:03 #524680"Svekktur" var að pæla í kostnaði. Það borgar sig alls ekki. Þ.e. að pæla í kostnaði. Kostnaðurinn við þessar breytingar teljum við ekki í hundruðum þúsunda, heldur í milljónum (ekki einni, ekki tveimur, ekki þremur, ekki fj……….). Þetta borgar sig ekki. En peningar eru hættulegir og það er nauðsynlegt að losa sig við þá sem skjótast. Helst áður en maður eignast þá, því þá lærir maður aldrei að elska þá. Ég er óforbetranlegur ættjarðarsinni, ekki haldinn neinum kynþáttarfordómum, en þó óendanlega þakklátur fyrir að vera Íslendingur… og hvað er íslenskara en SúperJeppi. Því meira SÚPER, því íslenskara. Ég bjó í 8 ár í Ameríku og það leið varla sá dagur, að ég hugsaði ekki til minna uppáhalds staða á íslenska hálendinu. Ég ók um á hvítum Scout II, á 40" Mudderum á árunum 1986 (ca) til 1990, en þá fluttist ég út. Stundirnar sem ég átti á Scout (sem var minn fyrsti bíll og ég breytti með aðstoð Steina Króks á Rauðarárstígnum), á hálendinu eru mér enn dýrmætar. Þá ferðuðumst við Jói Ingimars (söngvari og fl.), báðir á Bandarískum landbúnaðartækjum (Scout) með vini okkar innanborðs (hina almennu íslensku bensínborgara) og urðum varanlega óhæfir til langdvala í þéttbýli. Enn í dag eigum við báðir breytta Jeppa og hvort þetta borgar sig, … nei, nema þú elskir Ísland, fjöllin, árnar, jöklana, hverina, auðnirnar, sandana, hnaunbreiðurnar, neongrænan mýrarmosann, gljúfrin, fossana, ægifagra alhvíta snjóbreiðu, ….
Kveðja
Guðjón
06.07.2005 at 00:53 #524682Hafið þið séð myndasafnið á 4x4OffRoads.com undir Truck Pictures?
06.07.2005 at 01:17 #524684Tjahh eftir þessa ræðu held ég að það sé ekki hægt að seigja neitt nema bara ….. amen. Er þetta ekki akkúrat það sem þetta áhugamál okkar snýst um ?? Það er allavega svo hjá mér ….
06.07.2005 at 11:25 #524686Þetta er flott – verður örugglega einn sá öflugasti á landinu þegar þetta er búið.
Alltaf gaman þegar einhver þorir að ganga lengra en allir hinir.
Vonandi reynist hann þér vel þegar á hólminn er komið – og ég er alveg sammála þér með kostnaðinn, auðvitað kostar fullt af peningum að vera með flottar græjur, en það er þess virði……
Benni
06.07.2005 at 11:50 #524688Þú verður einmanna á fjöllum, alltaf langt á undan hinum.
Mundu bara að hafa allt kælikerfið extreme líka. Þessi vél er að virka gríðarlega vel í snjóakstri.
Mæli með að þú setjir gír í stað tímakeðju vegna mun meiri púlsa á þessu olíuverki. Það gefur líka miklu nákvæmari tímastillingu.
Gangi þér allt í haginn.
Theodor.
06.07.2005 at 19:34 #524690Ef ég væri kona Guðjóns þá mundi ég líka samþykkja svona breytingar og kostnað eftir þessa ræðu;)
P.s. Flottur bíll!!
06.07.2005 at 23:08 #524692Skiptingin er sú sem fylgdi vélinni, 4L80 fjögurra þrepa. Sterk og traust skipting, ertu sammála því Theodór?
Kælikerfið er í smíðum og verður væntanlega fullnægjandi. Er að skoða það að setja helmingi stærra scope á húddið en er á patrol original, og snúa því aftur. Fá þannig trekkinn í gegn um vélarsalinn og upp á framrúðu. Það sem ég er að velta fyrir mér er, hvort aukinn hávaði fylgi þessarri aðgerð. Hafa menn álit á því? Lemur hávaðinn frá vélinni á framrúðunni og gerir þetta allt óbærilegt?
Nýr tímagír er í vélinni (ekki keðja).
Ég vil þakka öllum hrós, ráðleggingar og góðar óskir. Það er alltaf gott að fá slíkt, sérstaklega frá mönnum í sportinu, sem vita hvað þeir eru að tala um.
Kveðja
Guðjón
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.