Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 46-49" undir lc100
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 13 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.11.2011 at 15:11 #218576
sælir
ég er búinn að ákveða að koma mér upp verkefni sem á að duga mér næstu árin þess vegna, ég hafði hugsað mér að vinna það rólega, eftir efnum og aðstæðum en þó gera allt eins gott og hugsast getur.
Í þetta er ég búinn að ákveða að nota lc 100 dísel sem ég á eftir að kaupa og koma honum á 46-49″ dekk eftir því hvort verði hentugra.
Ég hafði hugsað mér að moka undan honum drifbúnaði og setja einhverjar pottþétttar hásingar í staðinn og forlink og loftpúða.
ég ætla að smíða hann þannig að ég eigi að komast klakklaust helgarferðir án þess að brjóta eitthvað.
Þar sem ég er frekar lítið reyndur í þessum bransa þá eru vel þegnar allar þær upplýsingar um val á efni og annað vel þegnar.T.d
val á hásingum
lóggír hver er besta leiðin hjá mér varðandi þennan bíl
tölvukubbur við vél hafa menn verið að nota svol á þennan bíl
dekkjastærð
þarf ég að hressa upp á kælingu á vél eða sjálfskiptingu á honumog svo fjöldamargt annað sem ég veit lítið sem ekkert um
kveðja Ólafur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.11.2011 at 21:09 #741235
Góð þarfagreining hjá þér.
Mér sýnist að Patrol uppfylli það sem þú ert að leita að.
Bestu kveðjur
Elli
04.11.2011 at 21:57 #741237
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Klárlega rétt svar há Ella, sértaklega ef markmiðið er "að komast klakklaust helgarferðir". Hins vegar er þetta markmið ekki nóg fyrir alla og sumir kjósa að breyta Toyotum og þá gjarnan Land Cruiser. Ef "Lafsi" er einn af þeim, þá er best að leyta hér á f4x4.is spjallinu þar má finna mikinn fróðleik, …ég mundi nota leitarorðið "Theodór".
ÓE
05.11.2011 at 00:19 #741239Skil ekki að nokkrum manni detti í hug að setja svona dýra hjólbarða undir Toyotu. Styð tillögu Ella vinar míns að heilum hug. Toyota er bara ekki málið, segi nú ekki meir.
En svona til gamans má reikna með að svona pakki kosti nú eitthvað, ég giska á 8-10 milljónir. Og enn og aftur, hver eyðir því í Toyotu???Kveðja:
Erlingur Harðar.
05.11.2011 at 00:36 #741241Það er best að gera eins og Erlingur. Fá sér Ford og ferðast svo sem farþegi með öðrum….
Gangi þér vel í jeppabreytingum
Góðar stundir
05.11.2011 at 00:49 #741243Talaðu við þá í Breytir, þeir hafa góða reynslu á þessum 46-54" breytingum.
Gangi þér annars vel með þetta.
Stjáni
05.11.2011 at 01:10 #741245Ég myndi nú bara skoða Cruiserinn hans Snæa (gamli Magga Skóg / Tintron) og gera eins. Það er að segja ef þú ætlar á hásingar. Sjálfur held ég að ég myndi láta reyna á klafana með sterkara framdrifi.
05.11.2011 at 01:25 #741247[quote="lafsi":33no15di]sælir
ég er búinn að ákveða að koma mér upp verkefni sem á að duga mér næstu árin þess vegna, ég hafði hugsað mér að vinna það rólega, eftir efnum og aðstæðum en þó gera allt eins gott og hugsast getur.
Í þetta er ég búinn að ákveða að nota lc 100 dísel sem ég á eftir að kaupa og koma honum á 46-49" dekk eftir því hvort verði hentugra.
Ég hafði hugsað mér að moka undan honum drifbúnaði og setja einhverjar pottþétttar hásingar í staðinn og forlink og loftpúða.
ég ætla að smíða hann þannig að ég eigi að komast klakklaust helgarferðir án þess að brjóta eitthvað.
Þar sem ég er frekar lítið reyndur í þessum bransa þá eru vel þegnar allar þær upplýsingar um val á efni og annað vel þegnar.T.d
val á hásingum
lóggír hver er besta leiðin hjá mér varðandi þennan bíl
tölvukubbur við vél hafa menn verið að nota svol á þennan bíl
dekkjastærð
þarf ég að hressa upp á kælingu á vél eða sjálfskiptingu á honumog svo fjöldamargt annað sem ég veit lítið sem ekkert um
kveðja Ólafur[/quote:33no15di]-Dekkjastærð: Ég tel 46" vera yfirdrifið fyrir svona bíl. Skrefið úr 46" í 49" er gríðarlegt hvað kostnað og fyrirhöfn varðar, fyrir mína parta er heldur ekki nægt vélarafl til staðar en það er vissulega smekksatriði. 49" gerir mjög mikið umfram 46" í mjög þungum bílum eins og F-350 en hef trú á að ávinningurinn sé hverfandi í Cruiser.
-Hásingaval: Þó orginal afturhásingin sé sterk þá eru öxlarnir ekki fljótandi og eru ekki nógu góðir, a.m.k. reyndust þeir/hjólalegurnar ekki alveg nógu vel í 46" 100 bílnum sem er á götunum. Ég myndi athuga með að nota 80 cruiser afturhásingu og framhásingu með drifi úr afturhásingu. Ódýrasta leiðin væri Patrol hásingar og þær eru eiginlega alveg jafnar á við cruiser hásingarnar. Skynsamlegasta leiðin m.t.t. verðs og styrks væri sennilega Dana 60 fra. + aft. Að lokum þá hafa menn verið að nota unimoog hásingar í svona project en ég tel þær allt of þungar til að nota í nema stærstu og þyngstu jeppana.
-Lógír: Veit satt best að segja ekki hvaða leið er best í þeim efnum.
-Tölvukubbur: Ég er ekki viss en ég held það sé venjulegt olíuverk í þeim en ekki rafstýrt og ef svo er þá er tölvukubbur ekki í boði. Ég mæli með stórum Intercooler framan við vatnskassa, öflugri túrbínu, láta gera upp spíssana eða kaupa nýja, svert opið púst – sennilega samt bara 3", skrúfa upp olíumagnið og vera með góðan afgashitamæli ásamt boostmæli.
-Sjálfskiptinginn þarf klárlega umtalsvert öflugri kælingu til að þola þessi átök. Vélin gæti mögulega þolað þetta en mæli samt með nýjum vatnskassa, eins þykkum og kemst fyrir ásamt því að setja nýjan vatnslás og mögulega vatnsdælu ef hún er gömu og vera viss um að viftan sé í lagi. Að lokum væri sterkur leikur að opna húddið eitthvað til að auðvelda loftstreymi gegnum það þegar átökin eru mikil enm hraðinn lítill, setja s.s. einhverskonar ristar eða scoop á húddið og snúa opnuninni aftur á bak.
Má til með að láta fljóta með í lokin að þetta verkefni sem þú ert að spá í er gríðarlega umfangsmikið bæði í kostnaði og tíma og er ekki eitthvað sem ég hefði mælt með fyrir nýliða/byrjanda en ég er ánægður með hvað þú ert stórhuga í þessu og óska þér góðs gengis.
Kveðja, Freyr
05.11.2011 at 01:32 #741249Þetta er bíllinn sem Kiddi nefndi hér að ofan:
[img:2h6qavlw]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=304370&g2_serialNumber=1[/img:2h6qavlw]
[img:2h6qavlw]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=304367&g2_serialNumber=1[/img:2h6qavlw]
Verð að segja að mér þykir þessi cruiser alveg hrikalega flottur, væri alveg til í að eiga hann.
Kv. Freyr
05.11.2011 at 02:12 #741251Þú ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur !
Áður en þú byrjar að breyta og jafnvel áður en þú velur eintak þá skaltu skoða rafmagnsmálin verulega vel, flækjustigið mun liggja þar en ekki í hásingavali eða tölvukubbum ef þú ferð í nýrri árgerðirnar af þessum bílum. Á einhverjum tímapunkti (minnir að einhver hafi nefnt 2004 eða 2005) þá verða talsverðar breytingar á tölvustýringum í þeim og skv því sem ég best veit þá flækjast málin all verulega við þessar breytingar. Svo mikið að ég veit að menn hafa hætt við eftir að hafa farið í gegnum þau mál.
Ef þú ferð í aðeins eldri bíl þá verður þetta auðveldara en þú losnar sjálfsagt samt ekki alveg við að þurfa að fikta í tölvudótinu, blinda einhverja nema og plata tölvuna þannig að hún samþykki að halda honum í gangi.
Gangi þér vel og leyfðu okkur endilega að fylgjast með ef þú ferð af stað með þetta
05.11.2011 at 04:09 #741253Þetta er ekkert mál en gleymdu 49" strags, græðir ekkert á því undir þennan bíl, 46 er málið.
Þú finnur þér bíl sem er ekki með THEMS fjöðrunardótið eða hvað það nú heitir og jafnvel beinskiptan 98-99 minnir mig, það eiga að vera til nokkrir svoleiðis hér á klakanum og svo setur þú dana 60 bæði að framan (5:29 hutföll) og aftan og færð auka milligír hjá ljónunum sem er 4:0 og þá ertu góður. Til að auka aflið þarft þú tölvukupp sem eru til í þessa bíla (þarft ekki að hafa hann nem að þú ættlir að bíða enn lengur eftir þesum Nissan haugum) .
Ef þú ert með sjálfskiptan bíl þá þarft þú eins og fram hefur komið góða kælingu (stærri) fyrir skiptingu.
Svo umfram allt hlustaðu ekkert á Ellana 2, þeir hafa aldrei hafti vit á neinu er viðkemur jeppum, satt að segja báðir 2 stór furðulegir náungar.
05.11.2011 at 10:02 #741255Og okkur Ellunum leiðist þetta ekkert Benni. En Hlynur er alveg með þetta, kaupa Ford og ferðast með öðrum! Það er best.
Annars er það hugrekismerki að fara út í að breyta bíli í dag frá grunni. Ég óska viðkomandi að sjálfsögðu alls hins besta. Það á auðvitað ekkert að vera að fiflast á þræði sem er í þessa átt, þeir eru ekki svo margir núorðið. Annars langar mig að spyrja hver kostnaðaráætlun væri fyrir svona project, veit það einhver?Kveðja:
Erlingur Harðar
05.11.2011 at 17:34 #741257Sæll, ég vil taka ofan fyrir þér fyrir að láta verða af þessu, þetta er búið að vera draumur hjá mér lengi.
Ef ég væri að fara að gera þetta þá mundi ég setja hann á dana 60 að framan og aftan með 35 rillu öxlum og öllu draslinu. Þa þarf ekkert að hafa áhyggjur því nema bara venjulegt viðhald.
Eins mundi ég nota bara stífurnar að aftan, fínt fjöðrunnarkerfi og færa bara afturhásinuna og skella loftpúðum á milli. Værir flottur með 1600kg púða. Að framan mundi ég redda mér stífum úr 80 cruiser, þægilegt að smíða þær í og svínvirka ásamt að nota stýrismaskínu úr 80 bíl líka. Spurning um loftpúða eða gorma.
Hlutföllin sem væru í boði eru minnir mig 5,13 eða 5,38. Á 80 bílnum mínum er ég á 4,56 sem ég ætla að skipta út fyrir 5,29 og þá er ég á ca 100 km/h á 2000 rpm í efsta gír úta vegi. Þekki ekki alveg muninn á hlutföllunum í skiptingunum í 80 og 100 bílunum.
Allavegna mundi ég bara heyra í ljónstaðabræðrum hvað væri best að gera til að styrkja skiptinuna, þeir eru með það á hreinu.
Með logír mundi ég passa mig að taka ekki of lágan. Sem dæmi ef maður er með einn millikassa sem er 1:2 og annan sem er 1:3 þá hefur maður möguleikan á að vera í mis lágu drifi eftir því hvað færið er þungt, svo ef maður er kominn í mjög þungt og brölt þá getu maður sett í lo-lo eða þannig og er kominn með ofa lágt drif.
En ef maður væri kannski með einn sem er 1:3 og annan sem er 1:4,5 eða eitthvað þannig þá keyrir maður aldrei í 4,5 gírnum í semi þungu færi og svo þegar maður setur í lo-lo þá er maður varla á hreifingu. Vonandi skiluru hvað ég er að meina
Svo er bara að spurja google um hvernig er best að kreista aflið úr þessari hænu, það hlítur að hafa verið gert úti heimi einhverstaðar.
Ég hvet þig til dáða í þessu og hlakka til að fylgjast með þessu verkefni. Kv. Dúddi
05.11.2011 at 17:41 #741259Svo er ekkert mál að taka temsið ur sambandi-buin ad gera það-litið mál-Snaeja bill er nu bara snild og 46 tomman meira en nóg bara virkur undir svona bíl
06.11.2011 at 13:06 #741261[quote="Elías":17b7kp4k]Góð þarfagreining hjá þér.
Mér sýnist að Patrol uppfylli það sem þú ert að leita að.
Bestu kveðjur
Elli[/quote:17b7kp4k]Ég þakka góð svör hér og mun örugglega verða í bandi við þá sem hafa póstað hér um þetta mál
En menn benda mér á að fá mér bara Patrol, Málið er að ég hef átt patrol, Þesssss vegna ætla ég að fá mér Lc
maður gerir ekki sömu mistökin 2.
En þetta er framtíðarmúsík sem ég er búinn að ákveða að fara í en ítreka þó að ég reikna með að nudda í þessu þess vegna í nokkur ár, þannig að menn þurfa ekki að reikna með að skoða minn cruser með mikilli aðdáun næsta árið í það minnsta,
en hér eru margir sem hafa vit á þessu og mörg góð svör komin og ég þakka fyrir þaðkveðja Óli
07.11.2011 at 03:02 #741263eitt var ég að velta fyrir mér sem er málinu tengt, Það var maður sem sagði mér að þessa 4,2 vél sem er í cruser væri fáanleg sem bátavél í vélasölunni á rétt rúma milljón.
Er eitthvað til í þessu.
ég var bara að spá í þetta með hliðsjón af framtíðarviðhaldi
kveðja Ólafur
07.11.2011 at 21:45 #741265Ekki ósennilegt;
Yanmar 4,2. Toyota gat ekki frekar en Nissan búið til almenninlegar vélar. Toyota hafði þó vitið, að kaupa vél frá almenninlegum vélarframleiðanda. Allt annað í LC er náttúrulega hvorki fugl eða fiskur.
Þá er bara spurningin um að fá sér Yanmar í Patrolinn og málið leyst.
Kveðja,
Elli.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.