FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

46″ – 49″ 4 tonna för !

by Gunnar Ingi Arnarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › 46″ – 49″ 4 tonna för !

This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson Benedikt Sigurgeirsson 18 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.03.2007 at 21:38 #199974
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant

    Ég hef tekið eftir því hér á myndasíðunni okkar að menn tala oft um mikla drifgetu hjá þessum nýju tröllafélögum okkar. Menn séu í sífellu að festa sig í förunum eftir þá meðan þeir lulla bara áfram.

    Auðvitað er glórulaust fyrir 38″ breyttan fjallabíl að keyra í förum eftir 4 tonna 46″ – 49″ breyttan fjallabíl. Þar sem bæði hjólför og síðan dýpt eiga engan veginn samleið hjá þessum tveimur jeppum. Förin eru einfaldlega það djúp að vonlaust er fyrir litlu jeppana okkar að ná niður þar sem tröllin hafa farið á undan.

    Ég lenti í svipuðum aðstæðum þegar ég var á 36″ dekkjum og lenti í förum eftir 44″ bíla og oftar en ekki var bíllinn á kviðnum með öll 4 hjól á lofti.

    Menn verða að velja sér sambærilega ferðafélaga á svipuðum tækjum, bara svona til að flýta yfirferðinni.

    Það var einn Ram með okkur í hóp á fjöllum. Hópurinn okkar samanstendur af Wrangler og Cherokee á 38″ börðum. Raminn var á 44″ og síðan var hann það breiður að förin á milli okkar og hans pössuðu engan veginn saman. Ef raminn var fremstur drifum við illa í förum eftir hann og ef við vorum fremstir þá þurfti hann hvort eð er að ryðja ný för þar sem hjólförin eftir okkur voru mun mjórri. Í dag er hann (faðir minn) kominn á Grand v8 á 39.5 Irok og yfirferðin er mun auðveldari fyrir okkar hóp.

    kv
    Gunnar
    Hjólfaradýptarpælingarmaður (3 lengsta orð á Íslandi)

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 66 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 23.03.2007 at 20:19 #585642
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Munar bara svona sirka einu 49" dekki á felgu





    24.03.2007 at 01:34 #585644
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Sæll Sæmi og til hamingju með kosninguna Jeppamaður ársins 2007 þó stutt sé liðið á árið, magnað maður.

    Er ekki rétt munað hjá mér að jeppi ársins, þó stutt sé liðið á árið hafi mælst 4,3 tonn tilbúinn í ferð þegar við viktuðum hann? Ekki með húsi, skriðgír, aukatank, kösturum eða neinu pjattdóti.

    Njótið kvöldsins.

    LG





    24.03.2007 at 10:02 #585646
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 285

    Hann vigtaði 4,2 tonn tilbúinn á fjöll með 300 lítra af olíu þetta kvöld þegar við vigtuðum alla bílana.
    Ég var hins vegar að tala um þyngd á orginal F350 Ford
    samkvæmt Brimborg þá er hann 3,3 tonn væntanlega með enga olíu eða neitt.
    Ég hef ekki lent í því enþá allavega að þyngdinn á honum sé að gera það að verkum að hann komist ekki þangað sem ég ætla mér og ef ég lendi í því þá fer ég beint í 49" enda segir Formaður 4×4 að ég sé á alltof litlum dekkjum :))
    Hvað sem hver segir þá er það bara borðliggjandi staðreynd að þessir bílar eru að virka hrikalega vel í snjó og í krapa og púðri eltir þá enginn (að mínu mati)
    nú og ef það þarf að draga einhvern þá eru engir bilar betri.

    Sæmi

    P.s. hvernig er það Frændi sæll fæ ég enginn verðlaun fyrir að eiga Fallegasta Fordinn :) ????
    Svo við tölum nú ekki um nýju reyklituðu ljósinn :) maður lifandi





    24.03.2007 at 15:28 #585648
    Profile photo of Bjartmar Ö. Arnarson
    Bjartmar Ö. Arnarson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 71

    Ég er bara gamaldags en mig minnir að léttara væri oftast betra. Þá í kappakstri, mótorhjólum, sleðum og flest öllu motorsporti. Er það ekki lengur málið?





    24.03.2007 at 17:39 #585650
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Bjartmar, hvað ert þú þungur?

    LG





    24.03.2007 at 18:02 #585652
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Ussusssuss. hvað eruði eiginlega að borga í bifreiðagjöld þið þungu þungu bílar 😛

    Ég á nóg með að borga af litlu dollunni minni, sem er skráður á skírteininu 1420 kg. (en það var fyrir plasthús, og 8 gata hljómsystem.) 1600 kg tómur í dag.

    En svona til að segja sem minnst þá er það mín skoðun að 38" bílar mega ekki vera þyngri en 1900 kg til að þeir drífi eitthvað að viti.

    1400 – 1900 38"

    1900 – 2200 39" – 42"

    2200 – 2600 44"

    2600 – 2900 46"

    2900 – 3400 49"

    3500+ ……. 54" bogger.. nei varla.

    Þessi skali hjá mér sprengir nátturulega marga jeppa á íslandi úr skalanum, en það er því miður oftast þeir sem drífa heldur ekkert að viti…

    Varðandi vísindi bakvið þennan lista….. umm… 10 ára fjallaveiki.

    Það eru til margir jeppar hér á landi sem fylla í þennan skala og eru það oftast þeir öflugri sem finnast.

    kv
    Gunnar
    með þyngdina á heilanum..

    já lúther þú varst að spurja um þyngdina á Bjarti.. hann er sirka 75 kg… held ég. (bróðir kær)





    24.03.2007 at 18:09 #585654
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 285

    Mig minnir að ég hafi borgað 27-28 þús í bifreiðargjöld um daginn fyrir utan hvað það kostar að fylla þetta af olíu og svo er maður alltaf að láta bæta og breyta þannig að þetta er ágætis útgerð en ég sé ekki eftir krónu þar sem ég er svo hrikalega ánægður með hann.Ég er búinn að lifa og hrærast í þessum bíla heimi ansi lengi og vinna sem bílasali ansi lengi líka og búinn að eiga flest allar tegundir sem til eru á landinu en það toppar ekkert Fordinn ekki einu sinni Range Rover sem við eigum

    Sæmi





    24.03.2007 at 19:01 #585656
    Profile photo of Þórarinn Þórarinsson
    Þórarinn Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 186

    þetta er farið að hljóma eins og í versta sértrúarsöfnuði hjá þessum Ford mönnum það má varla ekki opna einn einasta ´þráð þá eru þessir menn komnir þar inn til boða erindið.Held að maður sleppi bara því að vera á léttum bíl og hendi sleðanum og fái sér bara scania vörubíl á 49" því það virðist ekki skipta neinu máli hvað þetta er þungt.:)

    p.s. hef ákveðið að láta verkinn tala og legg ég til að aðrir fylgi því fordæmi





    24.03.2007 at 20:27 #585658
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Sælir félagar, alltaf gaman að svona "trúarbragða" þráðum.

    Ég er ekki fyllilega sammála listanum hér að ofan.
    Mér hefur gengið afskaplega vel á 38" dekkjum alveg upp að 90 Cruiser sem er um 2,7 tonn á fjöllum.
    Allt fram yfir það er hins vegar án vafa a.m.k. 44" bílar.
    En þetta er ekki alltaf spurning um þyngd eingöngu, Patrolinn t.d. þyngdist ekki neina óhemju þegar nýja boddíið kom, en breytt hjólabil virðist hins vegar hafa gert gæfumuninn og Patrol kemst ekkert í dag á minna en 44" dekkjum





    24.03.2007 at 20:33 #585660
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sértrúarsöfnuður – já kannski bara, en það eru slíkir hópar til hvað allar bíltegundir varðar.. Hlynur er til dæmis æðsti prestur í Patrol söfnuðnum. Svo eru til ofsatrúarhópar eins og Léttapiltarnir á jeep dósunum… :-)

    En annars þá er taflan hjá Gunnari ekki óvitlaus framanaf en þó þykir mér hann gera lítið úr floteiginleikum stærri hjólana.

    Þessi tafla hefur verið notuð um árabil hjá Útivist og sambærileg hjá 4×4 með góðum árangri:
    [url=http://www.utivist.is/utivist/ferdaaaetlun/vidmidunartafla/:3izz1gtr][b:3izz1gtr]Tafla[/b:3izz1gtr][/url:3izz1gtr]

    [img:3izz1gtr]http://www.utivist.is/utivist/upload/images/templates/vidmidunartafla-jeppar.gif[/img:3izz1gtr]





    24.03.2007 at 20:34 #585662
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    .





    24.03.2007 at 20:59 #585664
    Profile photo of Bjartmar Ö. Arnarson
    Bjartmar Ö. Arnarson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 71

    Trúarbrögð?
    Hverjum þykir sinn fugl fagur. Ég með talinn.
    Hlakka til að keyra með 49" bílunum. Búinn að taka á þessum dekkjum og það lofar góðu.
    Ekki spurning þetta virkar. Síðan er öruggt að á þessum dekkjum þá aukast lýkurnar á því að ná niður á fast og það má halda því fram að hindranirnar minnka þegar tækið stækkar…

    Er ekki búið að reikna út hvað hver hjólbarði gefur í flot miðað við flatarmál? (mig minnir að gummij hafi verið með stuðul þar sem 1 þýðir flýtur á vatni osfrv…) Væri gaman að sjá það.

    kv boa anorexiuárátta





    24.03.2007 at 22:43 #585666
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Það er linkur á þessa töflu sem Bjatmar minnst á neðast á þessari síðu. Þetta eru ekki ofur vísindi en samt ágættis tæki til að meta þörfina fyrir stór dekk
    ég bæti líka 46 tommu hjólunum við hana en þau vantaði.
    [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkindex.htm:1tw9hxod][b:1tw9hxod]Dekkjamál og fl[/b:1tw9hxod][/url:1tw9hxod]

    [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkreikn.xls:1tw9hxod][b:1tw9hxod]Flotstuðull exel [/b:1tw9hxod][/url:1tw9hxod]





    24.03.2007 at 23:28 #585668
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Þessi tafla er ansi skemmtileg til samanburðar á dekkjastærðum og þyngdum.

    Það sem kom mér þó á óvart miðað við umræðuna var að ég fæ stuðulinn 1,85 m.v.4500 kg á 49" og 2000 kg bíll á 38" mudder er með stuðulinn 1,93..

    sem sagt að skv þessari töflu á ég að vera með betri floteiginleika í vatni.

    En þó þetta sé skemmtilegt til samanburðar þá held ég að þetta segi lítið um getu bíla í snjó.

    Eins þætti mér gaman að fá nánari útskýringar, ef til eru, á tveimur fullyrðingum:

    Diagonaldekk henta ver til snjóaksturs en radial.

    Bíll með stuðul yfir 2 hentar illa til snjóaksturs (flestir algengustu 38" bílarnir fá um 2,5)

    En gaman að fá að skoða þetta. Ég gerði einhverntíman einhverja svona útreikninga – ég held að það hafi verið þegar ég var að reyna að sannfæra sjálfan mig um að 38" væri nóg… En ég fann ekki þá útreikninga núna – enda er ég síðan þá búinn að komast að því að það eru svo margir faktorar sem ekki er hægt að taka á vitrænan hátt inn í útreikning á drifgetu og floti í snjó, Það eina sem virkar er reynslan…

    Benni





    25.03.2007 at 00:08 #585670
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Af hverju kemur þér að óvart flotið í þínum benni er hann ekki að virka vel í snjónum, eða alla vega betur en jeppar sem fá hærri tölu.
    Um fullyrðingar: Þeir sem muna þann tíma þegar menn voru að reyna að nota 38 og 40 tommu diagonal dekk og voru skyldir eftir af eins bílum á 35 eða 36 tommu radíal dekkjum eru örugglega samála þessari fullyrðingu. Ég man líka vel eftir því þegar við fengum fyrsta traktorinn á radial dekkjum í sveitina þvílík bylting alt í einu var hægt að drífa í snjó á traktor en það var eiginlega varla hægt fyrir tíma radíal hjólbarða, oft er þetta kannski ekki að skipta öllu máli en samt held ég að ekki sé hægt að líta framhjá þessu þegar valin eru dekk undir jeppa. Af hverju ég setti 2 sem viðmið fyrir ekki góðan snjó ferðajeppa. Þú er búinn að prufa að eiga minnst tvo þannig jeppa af hverju áttu þá ekki lengur ? : ) Svo er þarna kannski miðað við þyngd á tómum bíl en þú ert ekki að gera það sýnist mér. En auðvitað er þetta ekki heilagur sannleikur eins og ég sagði.
    gummij





    25.03.2007 at 00:38 #585672
    Profile photo of Georg Þór Steindórsson
    Georg Þór Steindórsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 474

    ég er hættur að fatta þessa umræðu, allir eru farnir að tala í einhverjum stuðlum í sambandi við þyngd og hjólbarða og síðast en ekki síst bílinn hans benna hann virðist vera á alltof litlum dekkjum miðað við þyngd afhverju í ansk….. er hann með yfirburði í drifgetu. ég er búinn að fara í nokkrar ferðir með benna og hann lendir nánast ekki í vandræðum en þegar hann lendir í vandræðum er þá einhver annar sem kemst með góðu móti. ég er sannfærður um að það er ekki hægt að toppa þennan bíl,hversu þungur,og dýr hann er og tala nú ekki um hversu mikið hann eyðir 😉





    25.03.2007 at 00:40 #585674
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Tómur fæ ég ca 1,55….

    En ég þekki ekki af eigin raun mun á radial og diagonal dekkjum af sömu stærð… Þess vegna var ég að velta þessu fyrir mér og var að spá í hvort það væri einhver vísindaleg skýring á þessu.

    En þetta með stuðulinn 2 – þá segi ég bara ekkert annað en … Gott svar… :-)

    Benni





    25.03.2007 at 00:50 #585676
    Profile photo of Georg Þór Steindórsson
    Georg Þór Steindórsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 474

    búinn að fatta þetta. benni þú ert á alltof litlum dekkjum miðað við þyngd,þú hlýtur að vera svona góður ökumaður 😉





    25.03.2007 at 00:58 #585678
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 285

    Goggi hvað ertu að sleikja þér upp við Fordmanninn ???
    Þú færð ekki inngöngu í Trukka flokkinn á þessari Patrol dollu þinni

    Sæmi





    25.03.2007 at 01:09 #585680
    Profile photo of Georg Þór Steindórsson
    Georg Þór Steindórsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 474

    ég er ekkert að sleikja fordmanninn upp það er nú bara þannig að ég er alltaf vinur litla mannsinns.og ef allir eru að níðast á einhverjum einum þá stiður maður við bakið á þeim,nei nei öllu gríni hætt ég verð pirraður þegar einhver kemur með einhverja stuðla um hvað bílarnir fara,þetta fer mikið eftir getu ökumannsins,þessvegna er ég alltaf fastur á 44"hihihi . ef það er einhver sem fer meira heldur en for(d)maðurinn þá gefi hann sig fram mig langar að vita hvaða bíll það er





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 66 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.