FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

46″ – 49″ 4 tonna för !

by Gunnar Ingi Arnarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › 46″ – 49″ 4 tonna för !

This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson Benedikt Sigurgeirsson 18 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.03.2007 at 21:38 #199974
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant

    Ég hef tekið eftir því hér á myndasíðunni okkar að menn tala oft um mikla drifgetu hjá þessum nýju tröllafélögum okkar. Menn séu í sífellu að festa sig í förunum eftir þá meðan þeir lulla bara áfram.

    Auðvitað er glórulaust fyrir 38″ breyttan fjallabíl að keyra í förum eftir 4 tonna 46″ – 49″ breyttan fjallabíl. Þar sem bæði hjólför og síðan dýpt eiga engan veginn samleið hjá þessum tveimur jeppum. Förin eru einfaldlega það djúp að vonlaust er fyrir litlu jeppana okkar að ná niður þar sem tröllin hafa farið á undan.

    Ég lenti í svipuðum aðstæðum þegar ég var á 36″ dekkjum og lenti í förum eftir 44″ bíla og oftar en ekki var bíllinn á kviðnum með öll 4 hjól á lofti.

    Menn verða að velja sér sambærilega ferðafélaga á svipuðum tækjum, bara svona til að flýta yfirferðinni.

    Það var einn Ram með okkur í hóp á fjöllum. Hópurinn okkar samanstendur af Wrangler og Cherokee á 38″ börðum. Raminn var á 44″ og síðan var hann það breiður að förin á milli okkar og hans pössuðu engan veginn saman. Ef raminn var fremstur drifum við illa í förum eftir hann og ef við vorum fremstir þá þurfti hann hvort eð er að ryðja ný för þar sem hjólförin eftir okkur voru mun mjórri. Í dag er hann (faðir minn) kominn á Grand v8 á 39.5 Irok og yfirferðin er mun auðveldari fyrir okkar hóp.

    kv
    Gunnar
    Hjólfaradýptarpælingarmaður (3 lengsta orð á Íslandi)

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 66 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 22.03.2007 at 17:41 #585602
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Langar aðeins að leggja orð í belg og leiðrétta dabba smá að minn 35" hilux er ekki á 17" breiðum felgum hann er á 17" álfelgum 9 og hálfstommu breitt eins og ég kallla þetta lowprofile sumardekk :) En ég var leingi vel á eftir ruðningstækinu en þurfti frá að hverfa úr þeim förum því steinar á stærð við dekkin mín komast ekki undir miðjan hiluxinn :) ‘Eg fékk einn drátt hjá Addakr 35" musso (mínijarðýta) og það var bara útaf klaufaskap í mér og smá frekju í öðrum . Og ekki er minn neitt læstur og ekki með marga millikassa né þessi stóru dekk og tala nú ekki um afl hehehe .

    Kv Hjalti og grái fiðringurinn





    22.03.2007 at 20:03 #585604
    Profile photo of Þórarinn Þórarinsson
    Þórarinn Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 186

    hef nú prufað að aka í förum eftir 49" á 38" cherokee í mjög þungu færi og var ekki í neinum vandræðum með það,enn 44" cruiser í bölvuðum vandræðum og var að festa sig í förunum urðum þá bara dæla í dekkin og standan.Þannig að þetta virðist nú frá mínu sjónarhorni ekki vera spurning um dekkjastærð heldur þyngd samanborið við dekkjastærð





    22.03.2007 at 22:23 #585606
    Profile photo of Benedikt Þorgeirsson
    Benedikt Þorgeirsson
    Member
    • Umræður: 50
    • Svör: 805

    Stefanía ég gat ekki lesið betur útur þessu en að allir bílar meðlima f4x4 væru bara kamrar ef þeir eru ekki á 46" + að þínu mati …. 😉

    En ég virðist aldrei ætla eiga séns! Alltaf á "littlum" bílum þrátt fyrir það að eg sé kominn á 36" núna! En andskotinn hafi það því er víst ekki snjó bjóðandi lengur!!

    Þegar ég var á 33-35" þá var það lítið og 38" var stórt og 44" huge.. Núna er ég á 36" og 38" virðist varla vera gjaldgeng lengur á fjöll að mati sumra hehe

    Eru menn ekki aðeins að tapa sér í vitleysunni :)

    ER samt alls ekki að gagnrýna stóra jeppa ekki taka því þannig!





    22.03.2007 at 23:07 #585608
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ég er sammála indjánanum hér að ofan. dekkjastærðin segir ekki allt heldur er það samspil dekkja og þyngdar sem skiptir máli. Ég er þeirrar skoðunnar að léttur bíll á 38" sé ekkert verri en þungur á 44" eða klettþungur á 49". Þó vil ég taka það fram að ég hef lítið keyrt með þessum tröllum og aldrei verið í för með 49" bíl.
    .
    Freyr





    23.03.2007 at 00:02 #585610
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Það má endalaust deila um hvað dugar í snjó og af hverju það dugar og af hverju ekki, nú eru menn farnir að tala um samspil dekkja og þyngdar bíls, háværari raddir um að menn séu hættir að þora að hleypa lofti úr dekkjum vegna ýmiskonar vandamála, nú förin eftir bílana á undan voru svo slæm. og fl og fl.

    Hér að ofan var sagt að umrædd Kaldadalsferð hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði verið til maður eins og Sæmi og hann ekki átt konu að nafni Hrönn, þau saman hefðu smollið eins og púsluspil við að stýra 46" Ford F-350 í gegnum þá mestu ófærð sem lengi hefur sést á landinu, þetta færi kemur líklega aldrei aftur.

    Nú spyr ég þá sem voru með í þessari ferð:Hefði ekki verið möguleiki að tveir 38" bílar hefðu komist alla þessa leið?? gefum okkur að þetta hefðu t.d verið Terrano og L-200.

    Hittti Sæma aðeins í kvöld þar sem hann var að bóna Trukkinn og fékk ég smá konfekt hjá honum.

    ‘eg held strákar aðsnjóalög séu bara orðin öðruvísi enn t.d bara fyrir 3 árum, það er allavega orðið æ algengara að lenda í miklum kraptúrum eða púðri upp á stuðara.





    23.03.2007 at 00:18 #585612
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Hér að ofan var sagt að umrædd Kaldadalsferð hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði verið til maður eins og Sæmi og hann ekki átt konu að nafni Hrönn, þau saman hefðu smollið eins og púsluspil við að stýra 46" Ford F-350 í gegnum þá mestu ófærð sem lengi hefur sést á landinu, þetta færi kemur líklega aldrei aftur.

    Heyr Heyr!!! Sammála þessu þar sem við hefðum örugglega snúið við hefðu þau ekki verið í "rómó" bíltúr þarna:D

    En ef við leggjum sem dæmi eins og þú segir Lúther að tveir 38" bílar hefðu alveg farið þetta (nema bílstjórar væru sportbílagúrú og aldrei stigið upp í jeppa!) en þetta hefði jú tekið einhvern tíma og þessi hópur sem ég fékk með mér hefði án efa komist þessa leið án Sæma og Hrannar og steratröllsinns en já það er EN við hefðum kannski verið komin í húsafell um ?? segjum 3 um nóttina og vorum með gestina með okkur (mexicanana) og þau áttu nóg með að þola þessa ca 15 tíma ferð og voru börn sofnuð og fleira svo það hefði verið tekið tillit til t,d 18+ tíma ferðar sem er farið að reyna svoldið á svona utanlandsgesti og hefði ég snúið hópnum við á "hólnum" fræga þar sem ég hefði tekið þá ákvörðun með tilliti til gestana og tímaáætlun ferðarinnar og var á planinu að bjóða þeim í dagstúr ekki helgarferð!!!!

    en mér tókst að gefa þeim fínustu ferð og var það vegna félaga sem skráðu sig og þeirra sem mættu og slóust í hópinn og þar með talin "sterajeppaparið góða" og þess má til gamans geta að útlendingarnir okkar töluðu mest um sportið að pissa úti í snjónum:D og svo var talað um svakalega stærð jeppadekkja sem íslendingar nota og þá sérstaklega 4 dekk sem voru í þessari ferð

    en back 2 topic þá hefðu 2-3 vel útbúnir jeppar á 38" farið þessa leið þennan dag leikandi með tilliti til hjakks spotta og spil-leikja og tala nú ekki um mokstursæfinga…

    Kv Davíð ánægður með ferð og fólk sem gerði ferð





    23.03.2007 at 00:21 #585614
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 285

    Jæja frændi ég sé að þú hefur sem betur fer ekki drukknað í baðinu :) Ég held að það sé enginn að halda því framm að það sé ekki hægt að ferðast um í snjó á 38" Jeppum og það getur vel verið að þeir hefðu komist þetta ?? En nú höfum við báðir átt ágæta 38" Jeppa með læsingum og fl ekki satt og líka báðir átt 46" Forda þannig að við ættum að hafa einhvern samanburð og þú meira að segja á 2 44" bíla þannig að hvað finnst þér ???
    hver er munurinn ?? er hann kanski enginn ?? ertu bara að leika þér að eyða peningum í að breyta Dodge á 46" þegar að 38" er kanski nóg ???

    P.S þetta var svipað púður og þegar við fórum yfir langjökul á Fordunum Ég,Þú,Benni

    Sæmi





    23.03.2007 at 00:50 #585616
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Ég slapp úr baðinu enn þó ekki þurr….

    Ég held að aðstæður séu að breytast, það er ekki bara alltaf gott færi og hægt að þrusa bara yfir Langjökul meðan auglýsingar standa yfir eins og var gert hér fyrir nokkrum árum, nú finnst mér bara fólk sé í vandræðum og tali oft á tíðum um marga tíma bras að komast í 1200 m hæð.

    Vorum við að sjá þetta veðurfar bjóða upp á 3 daga stanslausa snjókomu með tilheyrandi púðri og svo strax helgina eftir asa hláka með tilheyrandi krapahafsjó.
    Hérna fyrir alls ekkert löngu síðan stalst maður oft einbíla upp í Setur áð vetri til, enn ég yrði hálf hræddur við það í dag.

    Erfiðari aðstæður bjóða á stærri bíla og stææri dekk.

    Dagar Toyotunnar eru taldir.

    LG





    23.03.2007 at 12:52 #585618
    Profile photo of Þórarinn Þórarinsson
    Þórarinn Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 186

    skal nú taka það fram að það var bara einn bíll sem ekki þurfti að vera í förum og það 38"cherokeein þarna voru á annan tug 44" breyttra bíla og 3 49" dodge ram sem voru allir í gömlum förum.cherokeein flaut bara ofan á skelini og fór yfir á um 40 kmh meðan "stóru bílarnir" sukku bara ofan í púðrið undir skelini.Langaði bara prófa stóru förinn :)





    23.03.2007 at 14:14 #585620
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Nú held ég að þú sért kominn á villigötur. Ég er búinn að þvælast til fjalla í 25 ár og er þessi líðandi vetur örugglegas ekki veri en hver annar enn sem komið. Það eru bílarnir sem versna hjá þér en ekki færið. þeir þyngjast alltaf meira en dekkin stækka, það virðist líka vera reglan hjá þorra jeppamanna.
    En þessi dodge gæti samt verð framför, hvað er marmiðið að hann verði þungur.





    23.03.2007 at 16:58 #585622
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Bíllinn er 2.125 original, eftir breytingu þá er markmiðið allt undir 2.600 tilbúinn í Kaldadalinn með Sæma.

    Njótið helgarinnar.

    LG





    23.03.2007 at 17:30 #585624
    Profile photo of Þorsteinn I. Víglundsson
    Þorsteinn I. Víglundsson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 102

    Sæll
    Er Dodge Ram 2500 ekki nema 2.150 kg óbreyttur?





    23.03.2007 at 17:43 #585626
    Profile photo of Hjörleifur Jóhannesson
    Hjörleifur Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 209

    Ég á RAM 2500 QuadCab sem viktar 3.170 kíló óbreyttur og án húss. Getur verið, Lúther, að það skakki örlitlu hjá þér, eða er minn bara svona mikill hlunkur?





    23.03.2007 at 17:44 #585628
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Þetta verður mjög áhugavert, en má maður spyrja af hverju 2500 en ekki 3500?





    23.03.2007 at 18:06 #585630
    Profile photo of Hjörleifur Jóhannesson
    Hjörleifur Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 209

    Engin sérstök ástæða fyrir því, fann góðan bíl og keypti hann óvart. Þetta er nákvæmlega sami bíllinn að því undanskildu að 3500 bíllinn er með stífari fjaðrir að aftan. Allt annað er eins, sömu hásingar, sömu bremsur, allt það sama nema merkið á hliðinni og skráð burðargeta. Reyndar smávægilegur mismunur á þeim sem eru á tvöföldu að aftan.
    Fjaðrirnar fjúka svo undan í haust þegar loftpúðar taka við.

    Hefði kannski átt að vigta hann án þess að hafa pallinn fullan af vatni? 😉





    23.03.2007 at 18:14 #585632
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Sama palllengd og allt? Nú þá finnst mér allt í lagi að þeir bjóði Powerwagon bara í 2500 en ekki 3500 😉 Magnað.
    Hvernig kaupir maður bíl "óvart" ? Bara svona dettur um "bid" takkann á eBay? Eða hrasar inn fyrir þröskuldinn á bílasölunni og reynir að stoppa fallið með að grípa í penna sem er óvart ofan á "Kaupandi" línunni á samningnum? Nei bara spögúlera…





    23.03.2007 at 18:15 #585634
    Profile photo of Þórarinn Þórarinsson
    Þórarinn Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 186

    held að sá sem hafi viktað Raminn hafi verið lesblindur





    23.03.2007 at 18:45 #585636
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þetta er örugglega bara Toyota með Dodge merki, sem Lúther heldur að sé ekta Dodge. Þyngdin passar allavega við það.

    kv Rúnar





    23.03.2007 at 19:46 #585638
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Jæja ég kom þó af stað smá spegúleringum, Nei Ram er ekki í sama stærðarflokki og Toyotur.

    Bíllinn er 3125 og er markmiðið að hafa hann undir 3600

    Samt töluvert léttari enn Ford F-350

    LG





    23.03.2007 at 20:08 #585640
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 285

    Ford F350 er 3,3 tonn orginal þannig að ekki er nú munurinn mikil :)

    Sæmi





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 66 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.