This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 18 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég hef tekið eftir því hér á myndasíðunni okkar að menn tala oft um mikla drifgetu hjá þessum nýju tröllafélögum okkar. Menn séu í sífellu að festa sig í förunum eftir þá meðan þeir lulla bara áfram.
Auðvitað er glórulaust fyrir 38″ breyttan fjallabíl að keyra í förum eftir 4 tonna 46″ – 49″ breyttan fjallabíl. Þar sem bæði hjólför og síðan dýpt eiga engan veginn samleið hjá þessum tveimur jeppum. Förin eru einfaldlega það djúp að vonlaust er fyrir litlu jeppana okkar að ná niður þar sem tröllin hafa farið á undan.
Ég lenti í svipuðum aðstæðum þegar ég var á 36″ dekkjum og lenti í förum eftir 44″ bíla og oftar en ekki var bíllinn á kviðnum með öll 4 hjól á lofti.
Menn verða að velja sér sambærilega ferðafélaga á svipuðum tækjum, bara svona til að flýta yfirferðinni.
Það var einn Ram með okkur í hóp á fjöllum. Hópurinn okkar samanstendur af Wrangler og Cherokee á 38″ börðum. Raminn var á 44″ og síðan var hann það breiður að förin á milli okkar og hans pössuðu engan veginn saman. Ef raminn var fremstur drifum við illa í förum eftir hann og ef við vorum fremstir þá þurfti hann hvort eð er að ryðja ný för þar sem hjólförin eftir okkur voru mun mjórri. Í dag er hann (faðir minn) kominn á Grand v8 á 39.5 Irok og yfirferðin er mun auðveldari fyrir okkar hóp.
kv
Gunnar
Hjólfaradýptarpælingarmaður (3 lengsta orð á Íslandi)
You must be logged in to reply to this topic.

og var ákveðið að fara Nesjavallaleið til Reykjavikur og þar lentum við á eftir 38" 4Runner eða réttara sagt Benni og svo við hinir í halarófu á eftir og það er skemst frá því að segja að 4Runner var í verulegu brasi og Benni reyndi mikið að komast frammhjá sem gekk það ílla að við þorðum ekki annað en að snar stoppa rífa Benna undan stýri og leggja hann í læsta hliðarlegu í næsta skafl til að snögg kæla hann niður annars hefði hann hreinlega keyrt yfir Runnerinn :)))