Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44″ vs 46″
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorsteinn I. Víglundsson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.04.2007 at 20:55 #200126
Langar að heyra aðeins frá ykkur sem að voruð á dc 44″ og fóruð í 46″ hvernig eru þau að virka í miklu púðri. Eru þau að stela miklu afli miðað við dc hef heyrt að þau séu margfalt betri í venjulegum akstri en dc hoppi ekkert og séu nokkuð rásföst og hvernig eru menn að micro skera þau.
Ferðakv Tóti sem langar í 46″ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.04.2007 at 15:23 #588398
2 Sinnum of oft
Hvað hef ég oft fest mig í okkar ferðum saman ????? hmmmm ALDREI
Hvað stoppuðum við oft útaf hosu brasi
????Sæmi
16.04.2007 at 15:46 #588400Þessir 46" og 49" bílar eru ágætir í förum eftir Patrol, en drífa annars ekki rassgat, bara eins og aðrir farabílar. Patrol hefur fyrir löngu sannað sig sem lang besti og drifmesti jeppi sem fyrirfinnst á landinu, og farið bara að sætta ykkur við það, þarna faramennirnir ykkar.
Góðar stundir
16.04.2007 at 15:54 #588402það er nú bara leiðinleg ferð ef enginn festir sig eða smá bilanir.Maður getur þá bara allveg eins verið heima

16.04.2007 at 20:22 #588404Heyrðu Dráttar sníkir þú varst orðinn svo leiður á að Hand moka þig yfir jökul og brasa endalaust í þessari Intercooler hosu þinni (Sem ég reyndar taldi vera Miðstöðvar hosu ) Þar sem hún var svo aumingjaleg eins og allt annað í Patrol að þú reyndir að sníkja þér far með mér og stínga þér á pallinn á ferð og festir þig svo á planinu við Jaka geri aðrir betur
Kær Kveðja þinn vinur Sæmi
16.04.2007 at 21:23 #588406Þessi Jeep eigandi á svo sannarlega hrós skilið, það er hreint magnað að sjá fórnfýsina hjá manninum. Takið eftir því hvernig hann hefur ekið til baka út í miðjan pytt til að spilvírinn nái í land í þá sem hafa ekki treystu sér út í til að hjálpa þeim af stað.
.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5423/42311
.
P.s. Það var bara einn alvöru bíll á staðnum, gef ekkert upp en nafnið byrjar á C og endar á herokee…….
.
Sjáumst hress á fjöllum-
Freyr Þórsson
16.04.2007 at 21:33 #588408Freyr þú setur mig í ansi erfiða stöðu þar sem að mér er mjög ílla við að hæla Hlyn en það verður því miður að segjast að það er honum að þakka að þessi bíll er ekki enþá á fjöllum í henglum
Hann var reyndar það lengi að sjóða hann saman að ég var farinn að halda að hann væri að 44" breyta honum í leiðinni kveðja Sæmi
16.04.2007 at 21:40 #588410Var að skoða myndirnar og mundi þá að Sæmi var með. Maður sá hann rétt fyrst á daginn þegar við lögðum af stað, síðan voru Fordarnir aftastir í förum, fastir og bilaðir. Þetta eru auðvita engar fréttir, en myndirnar eru ágætar.
Góðar stundir
16.04.2007 at 21:48 #588412hehe ég á nú eftir að skrifa texta við þær þannig að þú verður bara sáttari eftir það
eða ekki !!
En það var svo gaman að salta þig aftur og aftur og ótrúlega auðvelt
P.s manstu hvað það fór vel um þig í Fordinum á laugardagskvöldið
Það tók mig ekki nema 3 tíma
að ná þér útúr honumÞinn Hosu vinur Sæmi
16.04.2007 at 22:06 #588414Eins og einhverjir hafa eflaust áttað sig á er ég mikill aðdáandi þessara blessuðu cherokee jeppa og því þykir mér fróðlegt að vita hvað brotnaði og hvers vegna??? Gott að vita um þá veikleika sem eru til staðar.
.
Freyr
17.04.2007 at 09:50 #588416Snilldar þráður um ekki rassgat.
Skemmtilegt hvað þessi þráður er kominn langt út fyrir upphaflegt umræðuefni.
´
Mér fannst þessi spurning forvitnileg og eftir lesninguna sem er meiri tímasóun en að koma Patrol í gegnum skoðun.Hefur virkilega enginn sem skipt hefur á milli 44 og í 46 neitt til málanna að leggja.
kv Palli
17.04.2007 at 10:07 #588418Miðað við efnið á þessum þræði sýnist mér að útkoman sé að fá sér ekki vörubíl á stórum hjólum hvað þá Datsun.
p.s höldum okkur við upprunalegt efni.

17.04.2007 at 10:35 #588420Get fullyrt að ég dríf meira á LC80 á 46" dekkjum en gerði á 44". Bílinn hjá mér viktar rúmlega 3,2 tonn tilbúinn á fjöll. Skemmtilegri aksturdekk, klóra meira í snjóinn ( betra að lolo upp brekkur í blautu færi t.d ) osfr osfrv. En eyðir meira af eldsneyti en so what. En kannski er ég bara að verða betri ökumaður, mér er alveg sama, þetta á bara að vera gaman og Krílið er bara leikfang.
Agust
17.04.2007 at 10:40 #588422Ágúst, hvernig er með sjálfskiptinguna hjá þér (ert með A440F ?) og þessi dekk. Er hitinn ekkert að plaga þig? Er dótið frá Ástralíu að virka vel?
17.04.2007 at 11:23 #588424virðist vera að virka fínt. Á eftir að reyna meira á það en lofar góðu.
17.04.2007 at 16:26 #588426Ég prófaði þessi dekk undir Patrol í fyrra, reyndar bara eina ferð sem ég hefði getað komist á 38". Ég var með hitamæli á sjálfskiptingunni og á afgasinu. Bíllinn eyddi 25 lítrum á hundraðið í langkeyrslu (90 km/klst). Hitinn á sjálfskiptingunni var 30-40°C meiri en á 38" dekkjum og hitinn á vélinni talsvert meiri. Þetta er eitthvað sem ég stillti mig inná í akstrinum og allt gekk vel. Ég færi hiklaust í 46" aftur. Vandinn er kannski sá á þessum dekkjum að hleypa nægilega úr, það á alls ekki að horfa á mælinn og bera sig saman við 44" bila, það á bara að horfa á dekkin. Þau belgjast varla í 3 pundum. Það þarf líka að fara nokkrar ferðir áður en þau fara að virka að ráði.
Þorsteinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
