Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44″ vs 46″
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorsteinn I. Víglundsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.04.2007 at 20:55 #200126
Langar að heyra aðeins frá ykkur sem að voruð á dc 44″ og fóruð í 46″ hvernig eru þau að virka í miklu púðri. Eru þau að stela miklu afli miðað við dc hef heyrt að þau séu margfalt betri í venjulegum akstri en dc hoppi ekkert og séu nokkuð rásföst og hvernig eru menn að micro skera þau.
Ferðakv Tóti sem langar í 46″ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.04.2007 at 21:08 #588358
Ein spurning, þessi 47" eru þau ekkert vinsæl? hef ekki séð marga á þeim, nú sínist mér að það sé sama munstur í þeim og í 49".
15.04.2007 at 10:48 #588360Sæll þettað er nú ekki alveg rett hjá þer með 46" um að hún hoppi ekki ég keypti ný dekk af fjallasport og þau eru langt frá því að vera kringlótt bíllinn lætur skelvilega á þeim og þeir segja að þeim komi þettað ekkert við.Ég skal bara bjóða þer í bíltúr og ég get lofað þér því að þú vilt ekki fá svona rusl undir bílinn þinn.
15.04.2007 at 11:59 #588362Ekki gott ef menn eru ekki til í að taka gallaða vöru til baka, en er ekki reynandi að láta fræsa þau, þannig að þetta verði nokkuð kriglótt.
15.04.2007 at 12:25 #588364Málið sníst ekki um það þeir eiga að bæta þettað enn neita því þannig að eg hossast bara á þessu drasli og tala illa um þá og þeirra vöru og bíð svo bara þeim sem ekki trúa mer í bíltúr og það er að virka ég veit um 2 aðila sem hættu við að fá ser 46" eftir að þeir Sátu í bílnum
15.04.2007 at 13:43 #588366Á vefsíðu framleiðanda er að finna upplýsingar um þessi dekk, en þau eru bæði frá [url=http://www.mickeythompsontires.com/truck.php?item=BajaClaw:ai9pbs7v]Mickey Thompson[/url:ai9pbs7v]. Þetta eru mjög ólík dekk, því 46" Baja Claw dekkið er rétt um 20 kg þyngra en Fun Country dekkið sem er innan við 43 kg stykkið. Fun Contry dekkið er meira að segja léttara en 38" radial dekkin frá Mickey Thompson og Dick Cepek.
Þetta þýðir að FC dekkin eru þynnri og veita því minni mótstöðu þegar ekið er á þeim úrhleyptum. Þetta bendir líka til þess að þau þoli betur að hleypt sé úr þeim.-Einar
15.04.2007 at 14:46 #588368Ég veit ekkert um þessi 46 " dekk en þau eru jú miklu stærri en 44" DC og hlutfaslega eru þau sambærileg að þyngd og 44" DC og geta því varla verið verri til úrhleypinga af þeim sökum.
15.04.2007 at 15:06 #588370Samkvæmt framleiðanda, þá eru 46" dekkin 46" í þvermál og 63 kg, 44" dekkin eru 43" í þvermál en vega 43" kg. Þarna munar næstum 50%. Að því gefnu að þessi dekk séu gerð úr svipuðu efni, þá mæðir minna á dekkjunum þegar þau aflagst við akstur við lágan loftþrýsting, ef þau eru þunn og efnislítil.
-Einar
15.04.2007 at 16:28 #588372Hér á vefnum, hefur það verið mjög umdeilt hvort segja megi frá samskiptum neytenda og þjónustufyrirtækja. Reyndar eru það nánast eingöngu þau fyrirtæki sem hafa fengið á baukinn frá jeppamönnum sem kvarta og svo einstaka félagsmenn. Ég er í sjálfumsér sáttur við það að menn upplýsi okkur hina um lélega þjónustu, svo við getum forðast það að lenda í því einnig. Fyrirtækin hafa í mörgum tilfellum, kost á að svara fyrir sig hérna á vefnum og ég tala nú ekki um þegar talsmenn þeirra eru þegar skráðir á vefinn. Eða þá að þau geti komið með athugasemdir sínar í gegnum stjórn eða vefnefnd. Sú leið hefur verið notuð í einhverjum tilfellum.
Ég sé því ekkert athugavert að menn kvarti á spjallinu, í vissum tilfellum þarf nánast að vara við fyrirtækjum. Mér dettur t,d í bílaverkstæði hérna á höfuðborgarsvæðinu ( það er ekki jeppaverkstæði ) sem stendur í skipulögðu svindli á kúnnunum. Sem felur í sér að skipta um varahluti sem ekki þarf að skipta um, þvo gamla hluti og selja sem nýja, segjast hafa skiptu eitt og annað en hafa ekki gert það. Smyrja öllu mögulegu á reikninginn, en reikningana handskrifa þeir og gera það með þeim hætti að ómögulega er að lesa hann.
Þarna er sem sé stundaður þjófnaður. Síðan skiptir fyrirtækið nokkuð reglulega un nafn og kennitölu. Ég vill þó bæta því við að þetta fyrirtæki tengist í engu jeppaheiminum. Ég held að það sé tími til þess kominn að taka þessa umræðu og auglýsi ég eftir skoðunum mann og kvenna.
15.04.2007 at 16:38 #588374Finnst bara alveg sjálfsagt að menn geti sagt frá hérna ef þeir lenda í lélegum vörum eða þjónustu og bara endilega nafngreina fyrirtækin! Svona er stundað grimmt úti og gerir bara það að verkum að gæðin á þjónustunni verða meiri.
Það er einhvernvegin byggt í íslendinga að það meigi ekki segja frá svona því þá verða menn svo fúlir, eðlilega verða menn fúlir, en þeir meiga þá bara vera það!
.
En svo þarf auðvitað að passa sig að taka öllu svona með ákveðnum fyrirvara, alveg örugglega til í dæminu að menn blása hlutina alltof mikið upp.
15.04.2007 at 16:56 #588376Ég er alveg sammála því að nafngreina fyrirtæki sem eru ekki að standa sig, þetta kemur okkur öllum við hvernig er komið fram við okkur og fyrirtæki hugsa sig kannski betur um ef þau vita að þetta kemur hérna inn.
Það er fínt að menn segi sína sögu hérna inni og ef það er blásið upp þá getur talsmaður fyrirtækisins sagt þeirra hlið, og ættu þá aðrir að geta gert upp hug sinnn.
15.04.2007 at 18:35 #588378Alveg sammála því að uppl. félags menn um þessi fyrirtæki sem svíkja og pretta !! Það væri hægt að gera það undir "innanfélagsmál" , þetta er nú einusinni hagsmunaklúbbur.
kv:Kalli nýprettaði
16.04.2007 at 10:36 #588380Sammála því að við þurfum að deila svona upplýsingum á milli okkar. En við verðum að sjálfsögðu að gæta okkar á því að það verði ekki múgæsing og fólk fari að spana upp vitleysuna í hvort öðru.
Er kannski grundvöllur fyrir því að stofna nýjan flokk inná spjallinu sem gæti t.d. heitið "Neytendahornið"? Þá væri hreinlega hægt að benda fyrirtækjum á vefinn þar sem þau hefðu þá tækifæri á að svara fyrir sig þar. Ég held að það sé mikilvægt vefurinn skili þessum upplýsingum til fyrirtækjanna líka svo þau geti bætt þjónustuna, en ekki bara til félaga.p.s. ég veit ekkert um 44" eða 46" dekk enda keyri ég á 38"
16.04.2007 at 11:14 #588382EN…. er engin með svar við við því sem Þórir var að höggva eftir?
16.04.2007 at 12:07 #588384Við erum búinn að keyra á 46" mk Thomson einhverja 11.000 Þúsund km og erum mjög ánægð með þau í öllu færi og einnig er mjög gott að keyra á þeim á malbikinu.Við erum með 18-20 pund í þeim á malbikinu og er Fordinn mjög góður í akstri á þeim auðvita er soldill hvinur í þeim enda eru 1000 vörubílanaglar í þeim en við létum líka míkróskera þau.Ég held að Þórarinn hljóti að hafa lent á einhverjum mánudags dekkjum fyrst Fordinn er svona leiðinlegur á 46" hjá honum ???
kveðja SæmiP.s það er komið nýtt nafn á Hlyn Snæland= DRÁTTAR SNÝKIR
16.04.2007 at 12:39 #588386Ég er búinn að keyra 46" í miklu púðri og þau hafa komið mjög vel út og þau eru margfalt rásfastari á vegi en 44 dc. jú það er eitthvað hopp í þeim en ég hef heldur aldrei keyrt 44Dc án einhvers hopps, Hvorugt þessara dekkja eru radíaldekk.
Kv.
Glanni
16.04.2007 at 13:25 #588388Sæmi,
Er hann Dráttarsnýkir þá 14 jólasveinninn….
46" er miklu betri heldur en DC, bæði hvað aksturseignileka og drifgetu varðar…
En svo er 49" líka töluvert skemmtilegri en 46" – minni hávaði, jafn rásföst og drifgetan… Ja munurinn er svipaður á milli 46" og 49" eins og á milli 38" og 44"…
Benni
16.04.2007 at 14:19 #588390það er engin spurning að 46" tomman er mun betra keyrsludekk en gleðigúmíið (væntanlega flest öll dekk betri sem keyrsludekk). Undir stórum bílum (vörublíla og rútuflokknum) virka þau mikið betur í snjó en gleðigúmíið (enda ekki erftitt að toppa það).
Spurning er þó hversu góð þau eru undir minni aflvana bílum sem ná vart að bæla þau. Þau eru jú miklu massaðri og stífari en DC’inn og taka því fleiri hestöfl. Mætti segja mér að undir slíkum bíl virki þau betur í mjög erfiðu færi, en flækist bara fyrir annars.Hef séð allavega tvo patta á 46" tommum.
Hoppulaus 44" er til. Ég er með svoleiðis undir hjá mér. Eru betri en 38" tomman sem ég átti. Mögnuð heppni sagði kallinn á dekkjaverkstæðinu
kv
Rúnar.
16.04.2007 at 14:19 #588392Það er kannski rétt sem hér kemur fram að það sé gott og rétt að segja frá ef menn fá slæma þjónustu.
En við meigum ekki heldur gleyma því að það eru fleiri en ein hlið á öllum málum og mjög slæmt mál ef menn eru einir til frásagnar um sín viðskipti
Í tilviki Þórarinns Einarssonar er það örugglega rétt að dekkin hoppi – enda geta öll dekk verið gölluð. En ég er hins vegar búinn að ræða við eigendur Fjallasports og veit að honum voru boðin ný dekk og það stendur enn. Enda veit ég líka um önnur dæmi þar sem Fjallasport hefur skipt út hoppdekkjum umyrðalaust.
En það er mín skoðun að menn eigi að klára sín mál sjálfir beint við þau fyrirtæki sem eiga í hlut telji þeir sig hafa verið beitta órétti. Það er ekki réttlátt að koma hér fram á opinberum vetvangi og segja bara sína sögu og þá stundum bara hálfa söguna.
Ég vona að þeir sem lesa svona einhliða gagnrýni geri sér grein fyrir að slík skrif gefa sjaldan rétta mynd af málinu.
Benni
16.04.2007 at 14:22 #588394Jæja núna erum við Benni ekki á sama máli !
Ég er ekki sammála því að munur á drifgetu á 46-49 sé jafn mikill og á 38-44 !! Munurinn er minni.
Um helgina kom í ljós að Benna gekk vissulega betur á 49" en mér og magga því verður ekki neitað
(heppni segja sumir) allavega þá náði 49" betur niður en það hefur líka skeð að ég hef komist ofar í brekku á mínum bíl en Benni og samt er ekki búið að tjúnna vélina mína neitt (get staðfest það með videó) Hehe Annars hef ég hingað til komist það sem Benni hefur farið og þar held ég að þyngdar munurinn spili soldið inní.Ég fann það líka í 1 skiptið um helgina að mig sárvantaði ló gír í þetta færi.Kveðja Sæmi
P.s það var hringt í mig í gær og mér var sagt að Benni væri ekki lengur kallaður Benni hummm heldur BENNI HOSA og Ég,Benni og Hlynur værum í Hosu vinafélaginu :)))
16.04.2007 at 14:56 #588396Sæmi – hvað festirðu þig aftur oft um helgina.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.