Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44″ vs 38″ hilux
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 16 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.10.2008 at 11:14 #203032
kemst hilux nokkuð meira í snjónum á 44″ en 38″ þar sem bíllinn er í breyttingum gormar undir fram og aft og lo-gír og kannski breytta þannig að 44″ kemst undir en er bara að pæla hvort það muni svo miklu á hvað hiluxinn kemst á 38″ og 44″? Erum með NAVARA 44″ og hann var á 38″ fannst hann ekkert komast mikið meira reyndi kannski aldrei á það svosem.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.10.2008 at 13:32 #630768
Ekki spurning ef þu ert i framkvæmdum að utbua
fyrir 44, nema að þu sert eingöngu i skjalbreiðar
og langjökulsskreppiferðum, þu drifur alltaf meira a
44 en 38 þeir sem segja annað hafa ekki efni a 44
eða eru að deyja ur neikvæðni ut i 44 dekk
svo bara að drifa i þvi stiga skrefið til fulls
kveðja Helgi
08.10.2008 at 13:37 #630770spurning smella 44" undir. ég fann mikinn mun á því hvað ég fer miiiiiiikið meira og þó var hann bara settur á 44" ekki logír (hilux veitir ekki af honum) en það sem kom á móti var miiikið máttleysi en fór samt meira en á 38".
en helsti gallinn við að setja svona léttan bíl á 44" er að dekkin leggjast ekkert að viti fyrr en fyrir neðan 3-4 pund.
kv. Atli
p.s.góða breytingu
08.10.2008 at 15:51 #630772ég á svona dekk til með 6 gata og ætla að breyta honum þannig að þau komist allavega fyrir undir bílnum…..
Kv Brynjar
08.10.2008 at 18:59 #630774Hef nú aldrei séð 44" hilux í action, en það væri gaman að heyra sögur af þessum fáu sem til eru, eru þeir að gera einhverja stórkostlega hluti?
08.10.2008 at 19:11 #630776eina sem ég hef heyrt er að þeirr eigi nokkur góð momment eru svo léttir… veit ekkert hvað er að marka það
08.10.2008 at 21:59 #630778Góðan dag, ég og frændi minn breyttum þessum bíl https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5492/43155
Hann virkar alveg rosalega vel, kemst eiginlega allt sem manni dettur í hug hann er á loftpúðum að aftan og gormum að framan með lo-gír og 2,8 toyotu vélina.
Eina sem er hægt að setja útá er að hásingarnar eru ekki nógu sterkar, drifin að brotna og þannig, það hefði verið betra að fá sér hásingar undan 60 cruiser strax þegar honum var breytt, svo er hann auðvitað frekar kraftlaus.
Svo er annar hér fyrir austan, á gormun allan hringin og er eiginlega bara óðstöðvandi með þessari breytingu, 2.8 rocky mótor, milligír og tilheyrandi. https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5491/50884
08.10.2008 at 22:05 #630780djöfull er hann ruddalega flottur þessi hilux með 2.8 rocky mótorinn
ussss
09.10.2008 at 00:26 #630782Var að keyra í götunni fyrir neðan vöku og sá þar einn splunkunýjann 3,0 Hilux á 44" í breytingum. Veit einhver meira um þann bíl ?
09.10.2008 at 01:52 #630784Sælir,
http://www.antarcticachallenge.com/Pages/3091
þarna eru 2 myndasöfn… nýjir bílar sem að arctic trucks eru að smíða fyrir heimskauta leiðangur, annar er víst tilbúinn 😀
Frekar myndarlegir bílar.
Kristó
09.10.2008 at 10:37 #630786Mjög flottir bílar en athyglisvert að þeir eru á fjöðrum að aftan, líklega til að halda almennilegri burðargetu. Svo græja með loftpúðum að aftan væri líka athyglisverður fjallajeppi. En heldur kramið þessu, eru komin stærri drif í Hiluxin en voru í eldri bílunum ?
09.10.2008 at 11:30 #630788Það er orginal í nýja Hilux 8" afturdrif og framdrif eins og í LC120. (í gamla klaufahilux var 7,5" framdrif)
.
Lítill fugl hvíslaði því að mér að það ætti að nota 9,5" Landcruiser köggla (amk í afturdrifið) í þessa heimskautatrukka…. hvort það hafi síðan verið gert þurfum við bara að komast að….
09.10.2008 at 12:58 #63079044" hilux er sniðugur bíll að mörgu leiti.
Kom að smíði á svona bíl árg 2001 í fyrravetur en máttleisið er náttúlega talsvert en drifgetan er líka nokkuð fín en það þýðir ekkert að reyna neitt nema vera bara í 1 pundi:)
09.10.2008 at 13:02 #630792Er þá hægt að koma fyrir 9,5" landcruiser köggli í hilux hásingu? Hefur það verið gert?
09.10.2008 at 17:49 #630794,,Er þá hægt að koma fyrir 9,5" landcruiser köggli í hilux hásingu? Hefur það verið gert?“
.
Svarið væri, já og nei.
Það er hægt að koma þessu fyrir með látum, eins og öllu öðru, en það þarf að skipta um ,,miðjuna“ í hásingunni ásamt því að breyta nöfunum að aftan og væntanlega sérsmíða öxla og fleira, getur þó verið að stutti öxullinn úr 60 bílnum passi í. Þeas heilfjótandi, hitt væri bölvað bras held ég.
.
Annars hef ég aldrei gert þetta en ég býst við að það verði næsta sumarverkefni.
.
Föndurkveðjur, Úlfr
E-1851
09.10.2008 at 19:06 #630796ég hef heyrt að það passi að stytta hásingu úr lc 80 þannig að stuttur öxull passi báðu megin og þá passi hún undir hilux, sel það ekki dýrara en ég keypti,
já þetta eru flottir lúxar þessir 2 sem ég setti linkana á fyrr í þræðinum, svínvirka alveg 😉
09.10.2008 at 21:19 #630798Það er líka þanniglagað lítið mál að setja 12bolta chevy miðju í Hilux hásingu. Suðuvinna og nákvæm uppstilling, en öxlarnir passa í keisinguna óbreyttir. Þá er komið drif sem hrekkur ekki eins auðveldlega og 8".
Eina atriðið sem stendur þá útaf er að það fást sennilega ekki lægri hlutföll en 4.88 í japanskt/amerískt bland. Gæti hafa breyst á síðustu árum samt. Þá er líka alveg hægt að fara í Ameríska miðju að framan líka….t.d. 12 bolta líka….
10.10.2008 at 01:12 #630800er hægt. Ég er búinn að gera svona hjá mér. Tók orginal 8" Toyotu hásingu undan Tacomu, lét skera miðjuna í burtu og setja miðju úr 60 Cruiser, þess vegna hægt að nota miðju úr 80 Cruiser.
Og því kominn með 9,5" afturdrif. Notar orginal öxla og allt er eins nema miðjan er stærri. Getur ekki notað 9,5" köggul með rafmagnlás, og held að ekki sé hægt að nota köggul með barkalás, eða svo var mér sagt, þannig það er að finna ólæstann 9,5" köggul, og setja ARB lás og tóm hamingja.
Kv, Kristján
10.10.2008 at 09:57 #630802Ástæðan fyrir að ekki er hægt að nota svoleiðis köggul er að annar afturöxullinn (stutti öxullinn) er öðruvísi í bílum með 9.5" rafmagnslás. Hann er rílaður öðruvísi. Rafagnslásinn virkar því ekki með orginal 8" öxlunum.
Rúnar.
10.10.2008 at 20:17 #630804Ég er á einum 44" hilux Extra cap 84módel.
ég er búinn að vera með hann bæði á 38" mudder og svo 44" DC og það er allveg gríðalega mikill munur á þessu hann fer allveg miklu meira á 44" en það er samt allveg rétt það sem kemur fram hérna fyrir ofan að þessir bílar eru svo léttir að dekkinn byrja ekkert að belgjast fyrr en maðr er kominn undir 3pund.
Ég reyndar veit ekki hvernig þeir eru að höndla 44" á orginal mótor yrði allavega ekkert hissa efað þeir væru frekar kraftlausir en það var nú einhver snillingur sem að sá við því í mínum og skellti í hann 360AMC þannig að hann höndlar 44" mjög vel.
10.10.2008 at 22:09 #630806Sælir félagar
Núna eru Arctic Trucks að breyta fjórum Hiluxum
sem eiga að fara á Suðurskautið og þeir breyta þeim eins og Gundur I er útfærður nema hvað.
44 tommu klafabílar með skríðgír, þessir bílar komast allt, það er komin reynsala á það.[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/3453:27qk4tb4][b:27qk4tb4]Gundur[/b:27qk4tb4][/url:27qk4tb4]
félagar sjáumst á sýningunni á morgun og sunnudag.
Kv. gundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.