FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

44″ Trxus

by Stefán Höskuldsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44″ Trxus

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Stefán Höskuldsson Stefán Höskuldsson 20 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.10.2004 at 08:34 #194734
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant

    Sælir spekingar. Ég er nýr á þessu spjalli og mig langar að fá álit ykkar á smá máli. Ég er með Suburban á 44 og er að fara að fá mér ný dekk. Ég hef haft DC undir og er að spá í Trxus vegna breiddarinnar. Hefur einhver reynslu af þessum dekkjum og vill einhver „comenta´“ um þau og hvernig þau kæmu til með að reynast undir svona bíl. Hvernig hafa menn verið að negla svona dekk? Með fyrirfram þökk Stefán

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 27.10.2004 at 12:18 #507184
    Profile photo of Björgvin Richardsson
    Björgvin Richardsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 133

    Ég er með þessi dekk undir E350 sem viktar 3,7 tonn tómur.
    Þau svínvirka í snjó, frábært grip og eru undir þessum þunga bíl að gera svipað og 38" 90 crúser.
    Ég lét ekki negla þau en míkróskar miðjuna.
    Þau eru hinsvegar það breið að þau narta í öll hjólför og eru þess vegna ekkert sérstaklega skemmtileg sem keyrsludekk.
    Annað sem ég rak mig hastarlega á er að framleiðandinn sprautar inní þau kvoðu til að fá þau hringlóttari. Vandamálið er að þessi kvoða losnar þegar hleypt er úr og þá er ekkert gaman að reyna að halda gripnum á götunni með lausan kílós klump í hverju dekki.
    Ef ég fæ mér svona dekk aftur þá læt ég setja þau á, fer svo og hleypi úr og keyri spöl í skafli, fer með þau aftur til að tæma drulluna úr og læt svo líma þau á og balansera.
    Að lokum, þessi dekk munu ekki virka fyrir bíla undir 2,5 tonn, til þess eru þau alltof stíf. Þau bælast varla fyrr en undir 4 pundum og ég er oftast með þau í kringum 2 í snjó.
    En Suburban viktar nú sitt þannig að honum veitir sjálfsagt ekkert af þessu!
    B.Rich





    27.10.2004 at 18:09 #507186
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 390

    sælir við hjá hjá Gúmmívinnustofuni Réttarhálsi 2 erum vanir að taka þetta ballans gúmí úr dekkjunum svo að það á ekki að vera vandamál

    kveðja ÁSI
    asi@gvs.is





    27.10.2004 at 18:35 #507188
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    Sælir. Er nóg að skera dekkin eða er betra að negla líka? Hvað eru menn með breiðar felgur? Ég hef 16" er það ekki fínt eða þarf ég breiðari?Er nauðsinlegt að líma Ég hef 6mm inri kant er það ekki nóg? Öll ráð frá reyndari mönnum vel þegin. Stefán





    28.10.2004 at 09:25 #507190
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Ég leyfi mér að fullyrða að ef þú ert ekki með þeim mun meira afl undir húddinu að þá munt þú sjá eftir að fara yfir á Trxus dekkin. Þau eru það mikið breiðari og þyngri. Efast alls ekki um að flotið sé mun betra en eru ekki 44 DC að duga þér ágætlega?





    28.10.2004 at 11:17 #507192
    Profile photo of Björgvin Richardsson
    Björgvin Richardsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 133

    Þetta er hárrétt athugað hjá Theodor, það þarf afl til að snúa 44" Trxus. Þau standa fullar 44" á meðan DC er ekki nema 42" og eru mun breiðari. Í þungu færi kallar þetta á auka kælingu á sjálfskiptingu og hitamæla á skiptingu og afgas ef þú ætlar að vera viss um að vera ekki að skemma e-ð.
    Ég er með 17" felgur og finnst það koma fínt út. Ég lét sjóða góðan kant og dekkin smellpassa á felguna en samt var ég alltaf að snúa þeim þangað til ég límdi þau. Þau snérust kannski ekki mikið í einu en afturdekkin sérstaklega voru alltaf að mjaka sér part úr hring í hvert skipti sem tekið var vel á þeim.
    Mér hefur ekki ennþá fundist ástæða til að negla þau þó ég eigi þann möguleika ennþá, það er fanta grip í þessum dekkjum og engin ástæða fyrir nagla nema til að fá grip á blautum ís. Ég hef ekið við hliðina á DC undir Patrol sem spólaði á hjarni í brekku á meðan ég gat stoppað, tekið af stað og snúið við á sama staðnum!
    Og ég get líka tekið undir með þyngdina, skellti þeim á baðviktina og hún sýndi 97 kíló fyrir dekk á felgu!
    B.Rich





    28.10.2004 at 11:17 #507194
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    Ég hef orginal vél sem er 350 bensín en má ekki bæta hana og lækka hlutföll til móts við dekkin? Jújú DC hefur dugað mér ágætlega en er svoldið spentur fyrir hinum vegna breiddarinnar og líka að ég er með 16,5" en ekki 15" felgur. Er mikill þyngdarmunur á þessum dekkjum vei einhver hvað þau vigta hvort fyrir sig? Stefán





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.