Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44″ trexus
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.02.2003 at 21:03 #192165
Anonymoushvernig eru 44″ trexus dekkin að virka. Veit það einhver.
Kveðja
GH
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.02.2003 at 21:58 #468376
mér skilst að þau hafi verið prófuð undir Dodge Ram um jólin
norður á Akureyri af eiganda Dekkjahallarinnar, veit ekki hvernig þau reyndust.
12.02.2003 at 22:14 #468378Góða kvöldið
Ég veit að Trexus 44" hefur verið prufað undir einum nýum Patrol og þau hafa ekki komið vel út, eru bara of efnismikil og þung fyrir ekki stærri og þyngri jeppa en Patrol.
Hinnsvegar veit ég að menn sem hafa sett þetta undir stærri bíla (3,5 tonn+) hafa verið mjög sáttir við þau nema kannski að þau hafi ekki nægjanlegt hliðargrip en það má skera þau eitthvað til.
Hlynur R2208
13.02.2003 at 16:19 #468380
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Enn hvort mynduð þið mæla með 44" dick cepek eða 44" trexus
14.02.2003 at 22:40 #468382
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
44" trexus hefur komið ágætlega út undir þeim bílum sem að ég veit um sama hvort það er 38", 39,5" eða 44".
Eitt sem að menn verða að gera sér grein fyrir að 44" er 21.5" á breidd sem þýðir að hún er 3" breiðari en t.d. DC 44".
Enn það hefur sýna kosti og galla, kostirnir eru þeir að það er töluvert meira flot í þeim heldur en annari 44" en það er töluvert meiri mótstaða í snjó. Þar af leiðandi þarf töluvert meira afl til að koma þeim áfram (sem ég held að patrol búi ekki yfir).
Bílarnir sem ég veit að hafa prófað þetta eru flestir vel yfir 2.5 tonn og með stórar vélar.Spurningin er ræður bíllin við það, persónulega mundi ég frekar taka DC ef ég værin með bíl undir 2 tonnum.
Baldur H.
15.02.2003 at 00:31 #468384við vorum nú rétt áðan með 38" radial trxsus undir double cab og fórum upp á stöð að tappa úr og sjá hvernig þau bælast og þau hreinlega bælast ekki undir svona bíl, við vorum komnir með þau í 1/2 pund og það var eins og ég væri með patrolinn hjá mér á ground hawginum í 5 pundum, og svo tókum við líka eftir því að munstrið sem kemur út á hliðarnar á dekkjunum það bælist ekki heldur kemur stallur á dekkin, það kemur ekki þessi fallegi belgur eins og á muddernum, cepeknum og ground hawginum… plús það að ég hef enga trú á því að þessi dekk hreinsi sig vel, ég talaði áðan við strák sem er á nýjum svona dekkjum og hann sagði að þau fyllist af snjó og þar af leiðandi virki ekki nógu vel, miðað við þetta að þá gæti ég ekki mælt með þessum dekkjum, án þess að ég hafi sjálfur reynslu af þeim…
15.02.2003 at 09:53 #468386Erum með 44"Trexus undir 100 cruisernum hjá okkur í Tintron(http://www.gogg.is/tintron). Vorum áður á 44" FC. Eru að koma rosalega vel út undir honum. Hann er reyndar um 3T tómur. En menn verða að gera sér grein fyrir því að þessi dekk eru töluvert stærri en FC. Það er ekki þar með sagt að bíll sem er hækkaður fyrir 44" FC að 44" Trexus sleppi undir. Þetta með að það sé hliðar skrið í dekkjunum er bara bull nema að menn séu mikkið að kvarta um hliðar skrið í 38" muddernum. Lendum í hliðar halla á leið inní Laugar ég var á 80 cruiser á 38" mudder og hann skreið meira undan hallanum en 100 cruiserinn.
Nonni R-271
15.02.2003 at 10:58 #468388Ekki segja mér að þau virki vel… annað hef ég nú heyrt, og heyrt af því að nýi bíllinn ykkar eigi ekki séns í gömlu Pamelu… og ætti helst ekki að fara á fjöll með Laugarvatnsbílnum (þá yrðuð þið skildir eftir), ég allavega kaupi það ekki að þessi dekk séu góð þar sem ég hef heyrt mikið af því að þau fyllist af snjó og losi sig ekki…
15.02.2003 at 11:02 #468390
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef heyrt að vandamálið við þessi dekk í miklum snjó væri að þau grafa sig mikið niður. Er einhvað til í þessu?
Kveðja GH
15.02.2003 at 16:00 #468392Ég er að segja að þau séu að koma vel út hvort sem þú trúir því eða ekki og þetta með að hann eigi ekki séns í Pamelu þá er hann nú samt að fara meira en margur annar. Það með að fara ekki með laugvetningum á fjöll væri þá helst til þess að við yrðum ekki fyrir töfum vegna bilana í Ford og svo þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að verða rúm liggjandi í viku vegna bak og rass eymsla eftir ein smá bíltúr.
Nonni R-271
11.04.2003 at 15:43 #468394
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi dekk eru að virka mjög vel, hef farið í nokkrar ferðir á þeim og þau svínvirka!! Kannast ekki við neitt hliðarskrið í þeim!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.