This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Arason 15 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn,
Er með Nissan Patrol á 44” Dick Cepek og er að byrja í bransanum. Langar að forvitnast hjá reynsluköppum hérna hvaða loftþrýsting þið hafið á þessari dekkjastærð við hinar ýmsu aðstæður. Ég reikna með að Pattinn sé svona 3,1-3,2 tonn tilbúinn í ferð.
Mig langar að setja upp nokkur tilfelli og ef þið nennið að commenta á þetta þá væri það afskaplega vel þegið. Auðvitað er þetta allt saman breytilegt en bara svona svo ég geti haft einhverja nálgun sem ég get unnið mig út frá. Geri mér grein fyrir að þið notið hugsanlega sama loftþrýsting við einhverjar af þessum aðstæðum en allavega.
Loftþrýstingur til keyrslu á:Malbiki:
Malarvegi:
Grófum malarvegi:
Torfæruvegi að sumri:
Snjó, sæmilegt til gott færi:
Snjó, erfitt færi:
Púður:
Krapa:Og ef ykkur dettur eitthvað meira í hug þá þigg ég allar athugasemdir
Með kærri þökk,
Benni
You must be logged in to reply to this topic.