Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44″ patrol eigendur
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.10.2005 at 23:33 #196529
Sælir félagar, ég er eins og stendur að leita mér að 44″ patrol til að nota í verkefni á hálendinu, hingað til hef ég verið mikið í kringum breytta patrola en allir 38″ hingað til, en ég er með spurningu er varðar 44″ breytinguna. Er það staðreyndin að vélin hrynur trekk í trekk alveg sama hversu vel maður fer með bílinn, þá er ég að tala um 3,0 l vélina, maður heyrir af bílum sem jafnvel er búið að taka upp vél 2 sinnum, í ekki eldri bíl en 2001 módel. Eru einhverjir bílar þarna úti sem eru að endast yfir 100 þús án þess að taka upp mótor ??
En að öðru leyti, eru þeir þá ekki alveg að þola breytinguna ??
Endilega kommentið á þessa hlutikveðja
Axel Sig
R-3099 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.10.2005 at 23:58 #530110
um eina vél af og til í þessum rekstri ? Mér hefur heyrst að þegar ónefndir bíltegundareigendur séu búnir að leggja saman drif og öxla að þá séu einhverjir hundrað kallar í vél ekkert svo svakalegt ?
Bara mín 2 cent,
….enda það eina sem ég á eftir síðust aðgerðSiggi
28.10.2005 at 08:11 #530112Held að búið sé að koma í veg fyrir þessi vélavandræði frá og með árgerð 2002 eða 2003.
GG
28.10.2005 at 10:32 #530114Ef ég man rétt þá komst Hlynur í rúm 100 þ á fyrstu vél… En hann leiðréttir mig ef þetta er rangt.
Það hlítur að vera hægt að láta þessar vélar lifa ef menn eru ekki að setja á þetta tölvukubba en setja í staðinn afgasmæli og keyra eftir honum… Gallin er bara sá að þetta er það vélarvana að ef það er gert þá nennir enginn að ferðast með þér og þú endar á að aftengja afgasmælinn og stand’ann.
Ég þekki þetta nokkuð vel því ég setti afgasmæli í gamla Pajero og keyrði alltaf eftir honum – þar til í eitt skipti að ég var ekki að hafa við félögunum á jökli – þá teipaði ég yfir mælinn og stóð hann flatann……
Benni
28.10.2005 at 17:49 #530116Eða hékkst i spotta aftan i patrol og Land cruser!!! Þá fyrst fór pæjan að drífa.
28.10.2005 at 17:55 #530118Þessi vélarhrun hafa ekkert með breytingu að gera veit um orginal 2000 patrol keyrður 60 þús og er á 3 vél.
Kveðja Lella
28.10.2005 at 23:28 #530120Það er þekkt staðreynd að vélarnar í Patrol fram til 2002 að ég held, eru gallaðar. Nissan/IH skipti um þessar vélar án málalenginga og algerlega án kostnaðar fyrir eigendur, skaffar meira að segja annan Patrol á meðan. Vélarnar eru ekki í lagi fyrr en í þriðju kynslóð af vélum en þá er líka komin önnur túrbína og vélin nokkuð frábrugðin þeirri upphaflegu. Þeir sem hafa fengið vél fyrir 2004 eru á fyrstu eða annarri kynslóð af vél.
Það er auðvitað hundfúlt að vera á bíl sem má vænta að mótorinn fari fyrirvaralaust… eða hvað. Það eru ýmis merki sem farið er að bera á áður en mótorinn fer, hefur það einhverntíma verið reyfað hér eða eru bara allir uppteknir af því að Nissan mótorinn sé ónýtur? Ég sjálfur hef upplifað þessi ósköp og eftir á að hyggja tel ég að ef ég hefði þekkt eitthvað um einkennin hefði mátt koma í veg vandræði sem hlutust af ótímabærri bilun.
Þetta hefur þó þann ótvíræða kost að mótorinn er alltaf í ábyrgð…
Ég skil þó ekki alla þessa umræðu um kraftleysi 3.0 ltr Nissan vélarinnar, ég hef ferðast nokkuð með öðrum og hef ekki verið til vandræða hvað afl snertir.
Hvað varðar einkennin á Nissan mótor sem er að fara, gæti ég e.t.v. miðlað af reynslu en ég nenni því ekki núna þar sem ég hef innbyrt innihald nokkurra "bauka" (eins og við segjum hér fyrir norðan).Kveðja Erlingur Harðar
28.10.2005 at 23:34 #530122ekki gleyma að segja hvað 2,8 er frábær vél. Toyota hefur aldrei getað framleitt jafn góða 2,8L vél eins og Nissan. Það er nú bara staðreyndin.
Kveðja.
Elli.
28.10.2005 at 23:42 #530124Sæll Elli. 2.8 vélin er hrein snilld, stórlega vanmetin. Að ekki sé talað um þegar hún er orðin jafn öflug og í bílnum þínum. Ekki veit ég hvað þú hefur gert en bílinn er að virka ótrúlega vel og það á 44". Ég held að ég geti sagt það með fullri samvisku að ég hef ekki setið í kraftmeiri jeppa miðað við stærð og ekki síst með tilliti til dekkjastærðar, jafnvel þó að Toyota sé talin með en eigendur þeirra hafa sagt að það sé verulega öflugur mótor í þeim bílum. (Sem ég hef þó ekki fundið til þessa).
Dekkjastærð, þyngd og tog gleymist oft í umræðuni um "kraft".Kveðja Erlingur Harðar
29.10.2005 at 00:04 #530126Það er nokkuð greinilegt að Erlingur hefur ekki fengið að sitja í alvöru amerísku vöðvatrölli…
29.10.2005 at 02:52 #530128Þið Norðlendingar eruð nú greinilega búnir að fá ykkur fleiri en nokkra "bauka" …. Þvílíka steypu í jafnfáum póstum hef ég sjaldan séð, nema þá ég væri að lesa moggann……
Benni
29.10.2005 at 12:58 #530130Jú ég hef setið í svona amerískum jeppa og vissulega eru þeir kraftmiklir. Hvar eru allir þessir ofurjeppar með 10 strokka eða jafnvel meira? Hvenar sjást þessir bílar á fjöllum? Ég hef ekki séð þá marga. Einhverra hluta vegna sýnist mér að þessir bílar séu mest notaðir af nýríkum húsfreyjum sem þeysast um innanbæjar í Reykjavík, í mjólkurleiðangri. Hvað eldri ameríska jeppa varðar þá er ég þegar búinn að eiga nokkra slíka, menn þroskast með aldrinum og smátt og smátt sjá þeir ljósið. Það er ekki að ástæðulausu að lang flestir mikið breyttir jeppar koma frá Nissan og Toyota, þetta eru bara einfaldlega bestu bílarnir til breytinga.
Kveðja Erlingur Harðar (baukalaus)
30.10.2005 at 18:05 #530132En ertu þá að segja mér Erlingur að þó að þú sért búinn að fá vélinni skipt einu sinni út í bílnum hjá þér að þá sé hann ennþá í ábyrgð og ef að nýja vélin myndi hrynja að þá fengirðu bara nýja ??? hvenær dettur ábyrgðin út ??? við hvaða kílómetrafjölda eða ár ?? ekki fær maður ´bara nýja og nýja vél, hljóta að vera einhver takmörk… og eru þeir í IH ekkert að væla yfir 44" breytingu að menn geti bara sjálfum sér um kennt fyrir að leggja of mikið á bílinn. Nú er bíll sem ég er að spá í með vél frá 2003 og ef hún myndi hrynja aftur… hvað þá?? er það á minn kostnað eða IH ??
væri gott að fá svör við þessu.
kveðja Axel Sig…
R-3099
30.10.2005 at 19:03 #530134Það var nú enginn að tala um einhverja 10 sílendra dreka en hitt er samt víst að það er heill hellingur af jeppum í notkun með alvöru vélum og sumir þeirra eru jafnvel Toyota og Patrol. Þá er ég að tala um amerískar 8 gata. Þú segir að menn þroskist og sjái ljósið…þvílíkt endemis bull og kjaftæði! Staðreyndin er bara einfaldlega sú að þið gömlu kallarnir eruð orðnir alltof lasburða til að skoppa um í svona leiktækjum og viljið drullumallara og samlæsingar og dvd og hita í afturrúðuna eða eru það bara kellingarnar sem þið leyfið að ráða ferðinni?
PS. það er ekkert illa meint með þessu um ykkur gömlu kallana…
30.10.2005 at 21:10 #530136Kristinn, best að svara þér fyrst. Auðvitað viljum við þetta allt, ég er orðinn allt of gamall til að nenna að vera á gömlum miðstöðvarlausum amerískum jeppa sem skoppar yfir hvað sem er. Vildi gjarnan eiga mikið breyttann nýjan ameríkana. Skammast mín ekki neitt fyrir það. Við gömlu karlarnir erum löngu hættir að móðgast, a.m.k. ég.
Og þá að Patrol vélunum; Já vélin er í ábyrgð, fyrst í 150þús km (frekar en 100þús) eða 4 ár, hvort sem kemur á undan. Fari sú vél, sem hún mun gera, þá er skipt um mótor og hann er í ábyrgð í 100þús km eða 4 ár. Ef Nissan fyrrti sig ábyrgð vegna 44" breytingar þá ættu þeir strax að hætta að framleiða bíla. Bíll eins og Patrol og Toyota eru framleiddir til að draga kerru með 7 manns innanborðs og fulllestaðir uppi á fjöllum og mótorinn á að endast minnst 250þús km. Hversu mikið álag er það. Ég veit ekki betur en að eigendur breyttra bíla geri allt til að hafa þá sem léttasta, lækki drifhlutföll jafnvel lóló og séu ekki að draga kerru á eftir sér við þyngstu aðstæður.
Já IH gerir þetta, þeir skiptu um vél hjá mér sem ég hafði ekið 68þús km, ók eina 15km en þá fór túrbínan og það var skipt um hana líka. Allt mér að kostnaðarlausu að ísetningu á túrbínu undanskildu sem voru um 16þús krónur (skildi það aldrei en…). Sé þessi bíll árg 2003 er mótorinn í ábyrgð í 4 ár eða 150þús km. Sé hann ekinn minna en 150þús á fyrstu vél þá já, IH skiptir um vél þér að kostnaðarlausu. Sé hann á annarri vél, sumar fóru strax, þá er hann (mótorinn) í ábyrgð næstu 100þús km. Þú sérð það í ábyrgðarskírteini bílsins hvort búið er að skipta um mótor.
Nú er ég ekki í neinum tengslum við IH og er fullkomlega að tala eftir egin reynslu.Kveðja Erlingur Harðar
30.10.2005 at 21:45 #530138Eitt skil ég ekki af hverju kemur aldrei fram. Hvað er það sem fer í þessum 3L vélum?
-haffi
30.10.2005 at 21:58 #530140Það sem gerðist hjá mér og að mér skilst mörgum öðrum er að það brennur gat á stimpil. Allir vita hvaða afleiðingar það hefur, en af hverju gerist það? Jú líklega vegna þess að bruninn í strokknum er ekki réttur, of heitur og staðbundinn sem skapast mest af rangri blöndu af lofti og eldsneyti og þá aðallega of litlu eldsneyti! Sumir segja að "tölvukubbur" geti aukið endingu vélanna þar sem hans hlutverk er að auka eldsneytið á "réttum tíma". Ég veit ekki mikið um það en ef þetta er rétt þá er það bara hið besta mál að setja tölvukubb í bílinn. Sjálfur sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu að setja kubb í bílinn þar sem mótorinn er hannaður að miklu leiti til að brenna sem minnstu eldsneyti, það gerði flestum ekkert til þó að bíllinn eyddi 1-2 lítrum meira á hundraðið ef það skilar sér í auknu afli.
Ég vil undirstrika fyrri ummæli mín að þessi umræða um hvað raunverulega gerist í hefur ekki farið fram og finnst mér það afar undarlegt.Kveðja Erlingur Harðar
30.10.2005 at 22:03 #530142Heyrði einhverntíma að smurkerfið væri eitthvað í ólagi, ekki nægjanleg kæling "neðanfrá", þ.e. að ekki sprautaðist næg smurolía upp undir stimpilkollinn til kælingar.
Veit svo sem ekki meira um málið en einhver gæti sagt okkur eitthvað meira.
Kveðja.
Elli.
30.10.2005 at 22:04 #530144Þetta er alveg rétt hjá Mogga, (ótrúlega sammála honum núna) bilanir í Toyotabílum (nýrri bílum í ábyrgð) eru meðhöndlaðar sem leyndarmál. Ég hef vitað til þess að bílar hafa verið sóttir um allt land í grænum kvelli til að forðast neikvæða umræðu. Fjandinn hafi það, "bílar bila" okkar bílar líka…
Kveðja Erlingur Harðarson
30.10.2005 at 22:05 #530146Eins og ég skil þetta vélarábyrgðarmál að þá ætti bíllinn sem ég er að hugsa um að kaupa ennþá að vera í ábyrgð, hann er árgerð 2001 en var skipt um vél árið 2003, en ekki veit ég hvað er búið að keyra hann mikið síðan þá og það vissu þeir í IH ekki heldur þegar ég leitaði til þeirra með þetta mál, vissu bara að vélin var sett í árið 2003 en bíllinn er í dag ekinn um 140 þús þannig að hann ætti að vera í ábyrgð ennþá eða ?? spurning um að senda þennan þráð á þjónustufulltrúa hjá IH og fá svör hjá honum við þessum spurningum, hvað segiði um það ??
Axel Sig…
30.10.2005 at 22:12 #530148Hmmm, þetta átti nú að vera Olíukælingin!!!
Það er rétt að olíukælingin var ekki næg. Það sem var gert í fyrstu og annarri kynslóð véla er meðal annars að pannan var stækkuð til að auka olíumagn á vélinni svo að hún næði að kólna. Það dugði ekki og vissu Nissan menn það, þetta var bara gálgafrestur og hugmyndin að bæta aftur þær vélar sem færu. Ég man ekki hvað var gert næst en í þriðju kynslóð véla er valkostur á tvennskonar túrbínu og blokkin er allt öðruvísi en sú gamla. Í "skipti-kitinu" koma allskonar brakket og dót sem sett er á vélina svo að eldri hlutir passi á hana svo sem vatnsdælan, olíuverkið og eitthvað fleira.
Hefur virkilega engum dottið í hug að spyrja verkstæðiskallana hjá IH "hvað gerðist?" þegar þeir fá nýja vél. Ella, hefur þú ekki einhverja sögu að segja um þetta mál sem ert á þriðju vélinni… er það ekki annars?Kveðja Erlingur Harðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.