Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44" Patrol
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.02.2010 at 23:13 #210707
Kvöldið félagar.
Er aðeins að spá…..
Hvort eru menn á því að að maður eigi að taka 44″ 3,0 Patrol með sjálfskiptingu eða beinskiptingu.???
Væri gaman að heyra frá þeim sem hafa prófað bæði og eða afhverju þeir völdu það sem þeir eru með.
Þar sem ég er orðinn svo mikill Auto maður á ég erfitt með að sjá kostina í því að hafa hann beinskiptann, nema kannski eyðslan minni, og kannski síðri not fyrir skriðgír?? þó þau séu endalaus. Og kannski ferskari bíl.?? Eða hvað,?? Væri gaman að heyra frá einhverjum sem þekkir þetta.
Kv, Kristján
Sem er að athuga fyrir Einar frænda sinn. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.02.2010 at 23:38 #682968
af hverju ertu að spá í patrol þegar þú ert á toyota ég bara sssssssspppppp
13.02.2010 at 00:15 #682970Beinskiptan, ekki spurning hef sjálfur verið á beinskiptum jeppum í ca 20 ár og álpaðist núna til að fá mér Lc 120 sjk, ætla að skipta honum út fyrir beinskiptan, jeppar eru með gírkassa sagði einhver:-) Nei ég er allavega ekki að fýla þetta sjálfskipt, finnst vanta alla teingingu við bílinn fjallaferðum, og í vatnasulli veit maður ekkert hvað dekkin eru að gera þarna nyðri bara mín skoðun…..
13.02.2010 at 00:30 #682972Gírbox voru alveg frábær á þeim tíma þegar ekki var búið að finna upp SSk.
Ford T-mótel hefði örugglega verið ssk, ef herra Ford hefði vitað ssk. væri.
13.02.2010 at 00:31 #682974Sjálfskiptir eru náttúrulega auðveldari, fyrir byrjendur.
😛
13.02.2010 at 00:40 #682976uss uss strákar sjk er finnt í bænum púntur: Svo ég tali nú ekki um hvað þú mínkar bilana líkur í bílnum að vera með gírbox, þessar skiptingar í dag eru ornar svo tölvuvæddar, hef verið í sull ferðum með bílum sem taka upp á því að skipta sér upp og niður þegar þeim dettur í hug og eða skipta ser bara als ekki veggna þess að það hafi komist raki í draslið….
13.02.2010 at 01:47 #682978Ein viðbót, sjálfskipting sem og rafali fara alltaf best með vél og kram, endaslagslegan í vélinni endist betur og átakið á allt annað kram fær míkra átak, eitthvað sem ber líka að athuga. Skipting þolir margt ef hún fær rétta kælingu, ekki of mikla og ekki of litla. Svo eru olíuskiptin sem skipta öllu, og ekki gleyma að skipta um sýju á skiptingunni, þá er þetta nokkuð áræðanlegt. Ég hef aldrei brent skiptingu án þess að getað kennt sjálfum mér um hvernig fór.
13.02.2010 at 09:54 #682980Hættu nú þessu væli Kristján og skelltu þér á hann þá ertu loksins kominn á jeppa ekki slyddubíl það skifti engu máli hvort hann sé ssk eða bsk drýfur allt hvort sem er:)
þinn vinur
Gísli
13.02.2010 at 11:10 #682982
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Taktu bara með þér vélina út Tacomunni ef þú vilt ekki láta bíða eftir þér…
13.02.2010 at 12:24 #682984jæja, þá eru allir Toyotu kallarnir búnir að fá útrás fyrir minnimáttarkenndina og því hægt að fara að ræða málin …. 😉
Ég tók beinskiptan út af því að mér fannst hann miklu sprækari að keyra, sjsk í Patrol er hundleiðinleg fannst mér, skipti sér illa niður og gerði bílinn bara enn máttlausari en hann er fyrir. Það þarf að vera hægt að snúa þessum Patrol vélum almennilega til að þær virki eitthvað og mér fannst þessi sjsk bara ekki nógu skemmtileg fyrir svoleiðis notkun.
Ég myndi líklega láta undan og fá mér sjsk ef ég fengi mér jeppa einhvern tíman með mjög öflugri vél …. jafnvel þó mér finnist eitthvað rangt við það að vera með sjsk í alvöru jeppa !
kv
AB
13.02.2010 at 12:58 #682986[quote="Óskar – Einfari":3jr6me8m]Taktu bara með þér vélina út Tacomunni ef þú vilt ekki láta bíða eftir þér…[/quote:3jr6me8m]
góður hehe
13.02.2010 at 13:03 #682988nei djók ekki taka þessu sona patrol eru sterkir bílar það er hægt að finna galla á öllum bílum en ef ég ætti patrol þá mindi ég vilja hafa hann beinskiftan kv jói
13.02.2010 at 13:38 #682990
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jájá… ekki misskilja mig.. patrol eru mjög sterkir og góðir bílar, gott að keyra þá, gott að breyta þeim og þettu eru líka klárlega bestu bílarnir sem ég veit um í að fara hægt…
En svo ég sé ekki bara með einhverja brandara. Ég hef bara reynslu af sjálfskipum patrolum 38" og 44" þannig að ég hef ekki samanburð, sorry. Ég hugsa að beinskipt sé hentugra fyrir 44" eins Aggi bendir á af því að það vantar uppá vélina. Sjálfskiptingin í þessum bílum er mjög sterk engu að síður. Stuttu eftir að pabbi eignaðist sinn bíl sem er árgerð 2000 eða 2001 fór hann í sína fyrstu ferð og kunni ekki alveg að setja í lága drifið. Hann keyrði í háadrifinu óaðvitandi langleiðina upp langjökul frá skálpanesi í sæmilega þungu færi þar til að á endanum stoppaði og snuðaði bara og við héldum að allt væri í steik!. Þá var loksins fundið út úr þessu með ýta helvítis millikassastöngini niður til að setja í lága og síðan bara haldið áfram að keyra. Eina sem var kert var að skipta um olíu á skiptingunni þegar komið var í bæinn og engin vandamál verið. Þetta gerðist 2006
Kv.
Óskar Andri
13.02.2010 at 14:35 #682992Þið eruð flottastir ;Þ
Sjálfskipting er klárlega málið, það er eina vitið, hvort sem það er fólksbíll eða jeppi. Það fær mig ekkert af þeirri skoðun. En langaði einmitt að fiska svoldið eftir því hvernig Patrolinn væri í þeim málum. En þar sem meirihlutinn af Patrol er sjálfskiptur hlýtur að vera ástæða fyrir því, ég sé allavega nokkrar.
Vélin er að sjálfsögðu ekki merkilega en þess vegna held ég að sjálfskiptingin komi að góðum notum þar við að halda bílnum á ferðini án þess að missa dampinn,.. með því að vera skipta um gíra og gera og græja. Þetta er hlunkur og ef þetta kemst á siglingu vill maður halda henni þangað til maður sér brekkuna…… Fyrir utan hvað bíllinn verður meðfærilegri við almenna notkun.
Kv, Kristján
Sem drífur hvorteðeralltafallt
13.02.2010 at 14:44 #682994er með einn 44" patta sjálfskiptan það vantar ekkert upp á aflið í þeim bíl og fer hrikalega vel með mig …setti í hann millikæli og mælir til að fylgjast með hitanum.
drullu virkar og er mjög skemmtilegur.
kv
f.h
13.02.2010 at 16:02 #682996Ég hef örugglega skrifað það hér áður og get gert það einu sinni en… Beinskiptir bílar eru bara hálfkláraðir, það á bara eftir að henda út þessu handvirka dóti.
En án gríns þá er sjálfskiptingin að mínu mati betri við allar aðstæður. Hún er betri ef á að taka mjúkt á, hún er betri í erfiðu færi – mýkri skiptingar. Hún er betri í hjakki – ef þú kannt að nota hana. Og svo að maður tali nú ekki um þægindin í hefðbundnum akstri.
Ég hef á mínum jeppaferli séð fleiri brotna kassa og bilaðar kúplingar heldur en bilaðar skiptingar. Þó hef ég oftast verið á sjálfskiptu og meirihlut minna ferðafélaga er það líka.
Sjálfskiptingar í dag eru orðnar það góðar að það er ekkert vesen á þessu. Nú ef þetta er að hitna eitthvað þá er oftast auðvelt að bæta við þær kælum
13.02.2010 at 16:49 #682998það er kannski einn punktur sem gleymist í þessum sjsk.lofsöng en það virðist sem sjsk 44" 3.0 Patrol mokeyði skv öllum "jeppasérfræðingunum" hérna á vefnum. Minn beinsk eyðir nú bara voðalega temmilega, svona svipað á malbiki og sjsk 38" LC90 sem ég átti einu sinni sem eru tölur sem eru í engu samræmi við það sem maður heyrir út í bæ
13.02.2010 at 18:08 #683000Svona varðandi eyðslu á svona bíl.
Ég er með 2001 módel á 44" Superswamper,17"br felgur, aukatank, sjálfskiptann og spilbita framan og aftan. Þegar ég fór í nýliðaferðina í haust fór ég með 16.5l á hundraði frá Akranesi upp í Hrauneyjar með um 200l af olíu, tveir karlmenn, mat og búnað í tvær nætur og verkfæri. Ekið var mjög greitt vegna þess hve seinir við vorum á staðinn og var maður á um 100-110km/klst megnið af leiðinni.
Ég er bara nokkuð sáttur með þessa eyðslu í þetta skiptið.
Svo í för með okkur var 2004 38" Patrol sjálfskiptur og eyddi hann eitthvað minna……
KV Hagalín
14.02.2010 at 00:31 #683002En ertu ekki lögga að atvinnu vinur?
14.02.2010 at 01:15 #683004Heirðu hvað er þetta mót læti við skulum ekki tala um löggur í svona vina spjalli þær eru heima þegar við tölum umm breitingar eða annað kv jói
14.02.2010 at 07:34 #683006[quote="jeepcj7":2c6k2qwr]En ertu ekki lögga að atvinnu vinur?[/quote:2c6k2qwr]
Jú það passar allveg….
Breytir það einhverju hvað ég skrifa hér inn?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.