This topic contains 68 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.09.2006 at 18:12 #198514
Helgina 30/9 til 1/10 verður farin 44″ ferð á vegum 4×4. Gjaldgengir í þessa ferð eru þeir félagar í 4×4 sem eru á 44″ dekkjum og stærri, og með VHF stöð. Ferðin byrjar á laugardagsmorgni við Hrauneyjar og verður farið um víðan völl og síðan gist í Hvanngili. Sunnudagurinn verður notaður í að gera eitthvað skemmtilegt og komið á skikkanlegum tíma í bæinn. Skráning byrjar á fimmtudagskvöldið (14/9) kl 21 í mörkinni og á tölvupósti hlynur(hjá)snaeland,is. Ekki er búið að reikna út þátttökugjald, en reiknimeistarar Hagstofunar eru að vinna í þessum málum núna.
Hlynur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.09.2006 at 18:34 #559762
Svona a.m.k. ef þarf á björgun að halda?
Annars sýnist mér að þeir ætli Hófsvað á þessum pósti frá EIK, það er að mér skilst yfirleitt vel fært flestum sæmilega búnum jeppum. Bjallavaðið hins vegar stærra spurningamerki og það sem gerir ferðina svona spennandi 😉
Kv. Baddi
17.09.2006 at 10:47 #559764Í árbók Ferðafélagsins 1988 er lesning um Veiðivötn, og á síðum 136-138 er getið um nokkur vöð, svo sem Hófsvað og Bjallavað, en einnig Kvíslavað (Blautukvíslar) sem mun horfið vera undir Krókslón í Tungnaárkróki ofan Sigöldu. Einnig er minnst á vöð við Svartakrók eða ofar, -og Ballarvað gegnt Tröllinu sem Skaftfellingar notuðu á leið í Fiskivötn. Ekki sá ég hins vegar minnst á Tangavað sem var yfir Tungnaá við Sultartanga, það var held ég helst talið trukkavað en tæplega jeppafært.
Hafi Bjallavað verið bílfært eins og hér ofar er íjað að, hví var það þá ekki notað???Ingi
17.09.2006 at 11:07 #559766Það er náttúrulega svipuð niðurlæging að EIK fari Hófsvaðið á sínum litla bíl viku á undan stóru bílunum eins og þegar kvennaferðarkonur fóru yfir Hofsjökul viku á undan stórferðinni 😉
17.09.2006 at 12:43 #559768Ef ég skil rétt það sem Olgeir sagði hér að ofan, þá hefur það ekki mikið upp á sig að aka yfir Tungná á Bjallavaði, því þar er ekki hægt að aka að eða frá ánni að norðanverðu.
Ella, ég hef ekkert áhveðið um það hvort ég fer á fjöll um næstu helgi, ef ég fer þá veit ég ekki hvort það verður með Jorfi, hvort ég elti Ofsa eða fer eitthvað annað.-Einar
17.09.2006 at 13:05 #559770Ég er hálf hissa á því að þessi ferð skuli ekki vera farinn í des því þá gæti þetta verið virkileg erfitt, allavega held ég að 38" bílar gætu gleymt því, þegar það er kominn krapi og klaki. Ég væri þá alveg til í að mæta á 6 hjóla Rúsneskum URAL:o)
17.09.2006 at 21:56 #559772Finnst ómögulegt að láta svona fínan iss piss þráð detta strax út af forsíðunni 😉
Koma svo, komiði nú með eitthvað krassandi
Kv. Baddi (sem leiðist bara yfir imbanum)
17.09.2006 at 23:02 #559774Það bætist við í skráningu og núna eru eftir pláss fyrir ca 8 jeppa. Þess má geta að ferðin byrjar í Hrauneyjum á laugardagsmorgni, en ég fer allaveg á föstudeginum í Hrauneyjar. Það væri kanski tækifæri að skoða Tangavað á föstudeginum áður en dimmir, en mér var bent á það að Tangavað er núna á þurru eftir að Sultartangastífla var gerð. Það má kanski bæta því við að allir ættu að hafa vöðlur, enda lítur út fyrir mikið vatnasull.
Hlynur
28.09.2006 at 18:23 #559776Það lítur frekar vel út með laugardaginn ,spáð góðu veðri og núna er rennslið um 75 rúmmetrar á sek. Kannski get ég skroppið og spáð aðeins í Bjallavaðið fyrri hluta dagsins . Kveðja Olgeir
28.09.2006 at 19:05 #559778Það væri verulega gaman ef Olgeir kæmist. Hann hefur örugglega frá mörgu merkilegu að segja. Ég er a.m.k. farin að verða spenntur að komast af stað. Sennilega jafn spenntur og Vatnakarl að komast í Veiðivötn hér áður fyrr. Munið að lesa árbók FÍ 1940, 1988 og Göngur og Réttir.
Kv. Árni Alf.
29.09.2006 at 13:51 #559780Sjálfur hef ég litla sem enga reynslu af vöðlum. En eru menn ekki í hættu ef vatn kemst í vöðlurnar? Ég myndi halda að það væri erfitt að losa sig við þær ef slíkt gerðist. Þær eru reyndar mjög þægilegar í notkun en hefur einhver lent í því að fylla þær af vatni eða lent í veseni?
Árni Alf.
29.09.2006 at 13:59 #559782Það er alltaf mikið öryggi að vera með belti þegar maður er í vöðlum. Lofttæma þær eins og hægt er og setja síðan á sig beltið. Þá er ekki mikil hætta á að þær fyllist. Maður blotnar kannski aðeins, en enginn er verri þótt hann vökni.
Svo er auðvitað gott að vera með vaðstaf.
kv. Ólafur (sem á vöðlur og belti en ekki 44+)
29.09.2006 at 14:19 #559784Og til viðbótar við þetta að vera í stakk yfir vöðlunum, það dregur úr hættu að það fari vatn inn í þær. Stakkur og svo beltið og þá ertu nokkuð góður, bæði með smokk og hettu.
Kv – Skúli
29.09.2006 at 14:33 #559786Gott [url=http://www.eyjavik.is/product_info.php?cPath=33&products_id=65:39klw19o][b:39klw19o]flotvesti[/b:39klw19o][/url:39klw19o] með stakki eða bara jakki sem [url=http://www.66north.is/default.asp?view=2&page_id=3447&cat_sub_id=65&product_id=257:39klw19o][b:39klw19o]þessi [/b:39klw19o][/url:39klw19o] eru gott öryggi.
Jóhannes
30.09.2006 at 23:11 #559788Sælir. Ég var svo heppinn að fá að slást í hóp 44+ félaganna í dag við Bjallavað og Hófsvað . Ég fékk með mér Brynjólf Jónsson frá Lækjarbotnum sem er ef til vill eini núlifandi maður sem hefur riðið Bjallavað fyrir um 60 árum. Hann var með gamlar myndir af lest manna á hestum í ánni. Allar gamlar vörður eru fallnar en menn óðu ána til og frá og keyrðu bæði rétta vaðið og víðar .Gekk það vel á þessum öflugu bílum en stundum var nokkuð djúpt .Síðan var farið eins að við Hófsvaðið og vaðið víða og keyrt, Besta leiðin yfir miðálinn er þó líklega gamla hefðbundna brotið .Frá Hófsvaði fórum við Billi heim en leiðangurinn hélt áfram inn í Veiðivötn og svo fram yfir austur af Ljótapolli og gista í nótt í Laugunum. Bestu þakkir fyrir daginn.Kveðja Olgeir
30.09.2006 at 23:29 #559790width=500px/>
01.10.2006 at 09:23 #559792Í september 1983 fórum við yfir Tungná ca 200 m ofan við Hófsvað þar sem áin er breið í einum ál.
Vorum einbíla á leið frá Landmannalaugum til Veiðivatna á Bronco "78 á Q78-16 mudder.
Í þá daga vissum við ekki hvar Hófsvað lá nákvæmlega og enn verra var að fá upplýsingar um það. Gekk vel yfir ánna, botninn góður nema í bakkanum að norðanverðu vottaði fyrir sandbleytu, því rétt við bakkann var lítil sandeyri.
Kannski Olgeir eða einhverjir aðrir þekki þennan stað
Kv. Jón Ólafsson
01.10.2006 at 09:44 #559794Íferðinni í gær fór Árni Alfreðsson þarna beint yfir á traktornum og líka einn jeppi. Þarna fóru líka FBS menn á Hellu á Unimog sveitarinnar í Hófsvaðsleiangrinum haustið 2004 .Þetta er ekki djúpt en kannski aðeins grýttara en "rétta" vaðið . Uppúr 1960 voru 3 gamlir bílar geymdir innan við ána og menn fóru á bátum yfir ána svolítið ofar og fóru svo á bílunum til Vatna. Til dæmis fór ég og fleiri þarna með nýjan bát sem var svo geymdur við Vötnin í nokkur ár. Næ því miður ekki að setja inn myndir frá gærdeginum Kv. Olgeir
01.10.2006 at 09:57 #559796
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
til að setja inn myndir í myndasafnið.
Búa til nýtt myndasafn (albúm), leiðbeiningar:
1 – Skrá sig inn
2 – Velja "Myndasafn"
3 – Velja flokk sem passar myndefninu undir "Flokkar myndasafnsins"
4 – Velja "Nýtt myndasafn" hægramegin neðst undir "Flokkar myndasafnsins"
5 – Fylla út reitin "Titill" ( gulur reitur verður að setja texta) og síðan "Áfram"
6 – Senda síðan inn myndirnar með "Brows" og "Bæta við" hnöppunum.
7 – Síðan "Áfram" þegar allar myndirnar eru komnar.
Alltaf er hægt að breyta og bæta myndasafninu síðar ef þurfa þykir, eða fela.
ÓE
02.10.2006 at 12:14 #559798Ég ætla bara að þakka Hlyni Snæland fyrir frábæra ferð. Þetta er nú ekki leiðinlegasta ferð sem maður hefur farið…
p.s.
Það sem kom mér mest á óvart var hvað þessir Patrolar fara ef það er Ford á undan þeim.
kv.
Eiríkur
02.10.2006 at 14:58 #559800Hvor drífur nú meira ..grænn eða vínrauður.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.