Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44″ felgur
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Örn Gunnarsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2007 at 21:59 #199467
hver er skynsamlegast breiddin fyrir DC 44″ til að fá sem bestann árangur?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.01.2007 at 22:04 #576636
breiddin er 19,5" breið felga engin spurning
kv Heiðar U-119
22.01.2007 at 22:10 #576638Verður að spá í hvaða hásingu þú ert með, hversu sterk hún er, því breiðari felgur því leiðinlegra að keyra hann og meyra álag á legur. Ég er með 16" breiðar.
22.01.2007 at 22:12 #576640Ég er með 17 tommu
22.01.2007 at 22:13 #576642þær eru fínar fyrir 38" hehe
kv að austan U-119
22.01.2007 at 22:36 #576644[url=http://www.dickcepek.com/Fun_Country.html:1z6qo931]Framleiðandi[/url:1z6qo931] gefur upp felgubreidd á bilinu frá 10 til 14 tommur. Breiðari felgur gefa lítið eitt meira flot þegar farið er mjög langt niður í þrýstingi, en á móti kemur aukið álag á legur, hásingar og stýrisgang, og verri aksturseginleika.
Hver tomma í felgubreidd bætir flotið álíka mikið og að létta bílinn um 50 kg.
-Einar
22.01.2007 at 23:35 #576646lítið fyrir hvað framleiðandi gefur upp tild. gefa framleiðundur dekkja varla upp að aka megi lengi á þeim með 2-5 psi eða framleiðendur bíla mæla sjálfsagt fæstir með 38"-49" breytingu. Þannig 17-20 tommur eftir þyngd og búnaði bíls. Ef verið er að spá í 44" DC þá fer dekkið betur á breiðari felgu, það koma síður brot í hliðarnar þegar hleypt er úr dekkinu.
Óli Hall
22.01.2007 at 23:54 #576648Nokkuð til í þessu öllu og þá sérstaklega hjá Óla.
Ég er núna á 16" (bíll tæp 3t) og líkar það ekkert of vel, er vanur að vera á 18" og fannst það fínt.
23.01.2007 at 00:22 #57665017 tommu breidd og finnst vanta beadlock utan á til viðbótar það er ca.1 1/2-2 tommur,það leggst ekki nógu vel eins og er.Bíllinn er tæp 2 tonn.
23.01.2007 at 00:28 #576652er með 4runner sem er 44" breittur. hann er á 14" breiðum felgum og 38" GH2 dekkjum. og held að 16" sé nokkuð góð undir hann. efast um að hann þoli e-h meira
23.01.2007 at 05:27 #576654Það er ekki rétt hjá Óla að framleiðandi þessara dekkja segi að ekki megi hleypa úr þeim. Þvert á móti, þá segir á[url=http://www.mickeythompsontires.com/faqpage.php?faq=50:2jbkgs8z]vefsíðu Mickey Thompson[/url:2jbkgs8z], sem framleiðir þessi dekk, að það sé í lagi að hleypa það mikið úr bias dekkjunum, að það leggist á hliðar munstrið, svo framarlega sem ekki er ekið hratt. Undir léttum bíl er það svipuð úrhleyping og við erum að nota.
Austfirðingar hafa verið að nota breiðari felgur en aðrir, en eitthvað rámar mig í að síðast þegar þeir mættu á landsfund, þá hafi ekki gengið alltof vel að fá hjólin til þess að tolla undir bílum þeirra.-Einar
23.01.2007 at 11:40 #576656Ætla þó að halda því fram að 16" sé lámarks breidd fyrir þessi dekk. Þeim mun mjórri sem felgan er, þeim mun fyrr kemur brot í dekkið og það er hundleiðinlegt að keyra með brot í dekkinu. Undir 16" og brotið kemur við venjulega úrhleypingu.
Svo fer þetta nú eftir hásingunum einnig hvað er raunhæft að hafa þetta breitt. Myndi t.d. ekki fara yfir 16" á Hilux hásingum. Í lagi á Patrol eða stóru amerísku rörunum.
Þessir skrítnu austfirðingar hafa verið að setja fáránlega breiðar felgur undir þessi dekk með ágætis árángri, óháð hvað framleiðandinn mælir með

Kv
R.
23.01.2007 at 15:58 #576658Þeir eru flottir austfirðingar, þeir mæla allt í metrum…
23.01.2007 at 20:57 #576660Ef farið er eftir framleiðindum þá myndum við ekki breyta bílunum okkar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
