Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44″ eða 46″
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 17 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.08.2007 at 22:36 #200710
Jæja þá er ég um það bil að bræða úr sjálfum mér á því að reyna að ákveða hvort maður á að fara á 46″ í vetur eða vera bara áfram á 44″. Er með LC 80. hvað segja menn um þetta, er maður í betri málum á 46″ eða er þetta kanski bara slæmt fyrir fjárhaginn?
–
Kv Ísak Fannar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.08.2007 at 23:05 #595602
Því ekki að fara bara í 47", skoðaðu það vel, það sem þú þarft að gera er að lyfta snæfríði upp um 4 cm á undirvagni og málið dautt.
28.08.2007 at 23:12 #595604Hvaða dekk fær maður í 47 ? Ég fylgist greinilega ekki nogu vel með. =/ Stefnir þú á 47 í vetur Benni ?
28.08.2007 at 23:14 #595606Er ekki framhásinginn fullveik fyrir stærri en 44"? Svo er spurning hvað menn þurfa í þessu snjóleysi sem ríkt hefur. Hefur þú ekki komist allt sem þú hefur ætlað Ísak, ég veit að Benni vill alltaf stærra en það er ekki það sama og að þurfa meira! En hvernig eru þessi 47" dekk, eru þau ekki mjórri en 44 og 46? Hvað eru þau þung og eru þau til fyrir annað en 15" felgur? Ég held að 80 lc sé yfirdrifinn á 44" og ef menn fara í meira þá er bara meira sem getur gefið sig og skapað vesen, mín skoðun er að þessir bílar séu í fínu "breitingarballans" á 44. mbk Stefán
28.08.2007 at 23:27 #595608Jú ég hef farið allt sem ég hef ætlað mér hingað til. Ég hef samt heyrt að það sé líka mikið betra að keyra á 46" mt heldur en 44"dc ?? Það er reyndar alltaf gott að keyra Snæfríði þannig að það skiftir kanski ekki öllu.
–
Ísak Fannar
28.08.2007 at 23:31 #595610Ég skal viðurkenna að um gæði þess að keira á 46 þekki ég ekki persónulega en þau 44 dekk sem ég hef hafr hafa verið góð, Benni gæti sagt þér kanski hvernig 46" var hjá sér, hann er aðeins búinn að prufukeira á þeim. Stefán
28.08.2007 at 23:39 #595612þessi 46" MT dekk eru frábær akstursdekk fyrir utan að vera soldið hávaðasöm (kannski ekkert skrítið) og þau svoleiðis svínlyggja á miklum malbikshraða. Þurfa smá tíma til að mýkjast almenninlega þau fyrstu skifti sem hleypt er úr þeim, en það á örugglega við um öll dekk.
Haffi
28.08.2007 at 23:43 #595614Veistu Ísak að ég er ekki búinn að ákveða það en það er ljóst að það verða betri dekkin sem ég vel…
29.08.2007 at 08:58 #595616Benni, hvaða stærð er á þessum dekkjum, ég sá í myndaalbúminu þínu að þú varst að prófa svona dekk? Eru þau ekki mjórri en 46" og veistu eitthvað um þyngd? mbk Stefán
29.08.2007 at 09:53 #595618Mér líst nú betur á 46" að sjá hana á mynd allavega. =) En ég hef bara ekki séð 47" enþá nema bara á þessum myndum í albúminu þínu benni.
–
Ísak Fannar
29.08.2007 at 11:30 #595620Ég er búinn að keyra á 46 í eitt ár og þetta virkar. Þau eru hljóðlátari en 44DC, drífur meira og betri á malbikinu. Eyðslan er meiri. En ég er mjög ánægður með 46" dekkinn.
Agust
29.08.2007 at 15:39 #595622Smá forvitni nú er ég búinn að vera meira og minna á 44" í rúm 11 ár og alltaf verið með þetta vél límt á og aldrei verið í afelgunar vesini, virkar það ekki líka með 46". Fjallasport menn segja að það sé nóg að hafa þetta límt. Held að margir seu með þetta boltað, upp á lukið að gera:o)
29.08.2007 at 15:57 #595624Sælir
ég er í þessum sömu pælingum, er á DC og langar í stærra. Ég hef heyrt ýmislegt um 46"una, að þau séu betri en DC í alla staði amk undir þyngri bílum. Það eina neikvæða var meiri eyðlsa og hávaði. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver segir að þau séu hljóðlát. Ertu að bera saman nelgd og nelgd eða míkróskorin dekk? Hvað keyrirðu þá með af þrýstingi í dekkjunum?
Ég skoðaði 47" undir hvítum Econoline og fannst þau mjó og há. Ég veit ekki hvað hann var með þau að breyðum felgum en þau virkuðu þónokkuð mjórri en bæði DC og 46", en mér leyst vel á munstrið. Spurning hvernig þau líta út þegar Benni verður komin með þau á breiðu felgurnar.
29.08.2007 at 19:39 #59562646" menn/konur. Hvernig er gripið í þessum dekkjum? Er það mikið betra en í 44" DC?
–
Ísak Fannar
29.08.2007 at 20:23 #595628Er einhver sem getur líka frætt okkur, (fyrirgefðu inntroðsluna Ísak) á stærðum á 47" breidd og felgustærð. Ég er með 16,5 felgur en á líka 16" felgur en gaman væri að vit hvaða stærðir eru í boði. Mér skilst að 44 dc sé ekki fáanleg í 16,5 stærð svo maður verður að fara að huga að einhverju öðru. mbk Stefán
29.08.2007 at 21:55 #59563047" dekkin sem voru undir hvíta Fordinum voru ekki að gera sig. Tvö urðu ónýt eftir ca 10 þúskm, þrátt fyrir ágæta meðferð, enda kona sem keyrir þann bíl. 46" er að koma best út undir þessu touristabílum. Síðan er auðvita hægt að fá sér bara alvöru keyrsuldekk undir stóra bíla, ég er núna á Michelin XML 395 85 R 20 sem eru æðisleg sumardekk undir Ford
Góðar stundir
29.08.2007 at 22:44 #595632Stebbi.
47" er öruglega til 16,5" og þau eru 17" breið. MT 46" eru 19,5" og DC eru ef ég man rétt 18,5"
Ég er ekki búinn að versla 47" og eins og staðan er í dag eru þau ekkert frekar inn í myndinni þ.e 46" kemur jafn vel til greina, þau hafa ekkert að sanna…..nema!……
29.08.2007 at 22:50 #595634Hvernig ganga breitingar annars hjá þér Benni? Er mikið búið að gera síðan ég leit við hjá þér? Ég er ekkert á höttunum eftir dekkjum núna en þarf að fá mér eitthvað næsta vor, hvað það verður veit nú engin g vandi er í slíkt að spá, mbk Stefán
29.08.2007 at 23:59 #595636Þær mjakast áfram, byrjaði á boddy upphækkun í gær og klaraði það í dag og svo verður dagurinn á morgun notaður í frágang, skrúfa sturara á festa sæti etc…
30.08.2007 at 13:02 #595638Hva bara langt kominn. Ertu búinn að selja dekkin, eða verður þú á þessum í vetur? Veist umeinhverja sem hafa einhverja reynslu af þessum 47" dekkjum eða er þetta eitthavað nýtt? mbk Stefán
04.09.2007 at 00:17 #595640Nei Stebbi það er engin reynsla komin á 47". Það væri spennandi að prufa þau, þau hafa nokkra kosti fram yfir 46" dekkin og svo sem mínusa líka en ég er farinn að hallast meir og meir á 47" eftir enn frekari pælingar þar sem þessir kostir henta mér líklega betur og ég tel skipta talsverðu máli en ég held áfram að pæla í þessu, það er ekki komin snjór enn…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.