FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

44" Breiting á Musso

by Árni Freyr Rúnarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 44" Breiting á Musso

This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ólafur Valsson Ólafur Valsson 14 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 31.10.2010 at 21:00 #215511
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant

    Nú er maður búin að ákveða að láta slitin Mudder duga veturinn og sanka að sér sóti í 44″ breitingu á bílnum.
    Hann er 38″ breittur af Bílabúð Benna og er með síkkun á hásingu og klafasíkkun.
    Bíllinn er með Dana 44 að aftan og er ég að spá í að halda henni og setja Dana 44 að framan.
    Og er ég að velta fyrir mér hvort hásingarnar höndli ekki 44″ dekk.
    Og hvort 5:38 hlutföll séu næjanlega lá fyrir 44″ dekk og virka fyrir 38″ dekk einnig.

    Svo er spurning hversu lagnt aftur ég má færa afturhásinguna.

    Er eithvað fleira sem ég þarf að hafa í huga við þessar breitingar?

  • Creator
    Topic
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)
  • Author
    Replies
  • 02.11.2010 at 18:45 #708536
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Er enginn sem hefur sett bílinn sinn á 44" dekk og farið í svipaðan pakka og ég mun fara útí?





    03.11.2010 at 05:38 #708538
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir, talaðu bara við Tóta Musso, Musso varahlutir í Hfj. Hann gerði þetta og veit allt um málið. Síminn hjá honum er 864-0984.

    Kv. MG





    06.11.2010 at 14:34 #708540
    Profile photo of Matthías Sigbjörnsson
    Matthías Sigbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 99

    afhverju ertu svona æstur í 44"? þú ert með flottan 38" bíl sem að fer allt sem að þú ætlar að fara. svo er reksturinn á 44" bíl margfaldur á við það sem að þú ert með á 38" bíl, olía slit á legum, drifum, krossum og svo framvegins, þú þarft að fara í breyðari felgur sem eru ekki ódýrar, háingar og öll önnur smíði sem að þú þarf að fara að leggja í. þó að það muni littlu á kostanði á dekkjum, þá er þetta huge pakkiþ afhverju ekki géra þetta bara með stile og fara beint í 49" eða 54"????





    06.11.2010 at 14:42 #708542
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Bíllinn hefur ekkert með stærra en 44" að gera.
    En ég stefni á að hásingavæða hann að framan og færa afturhásinguna aftar, þar með er kominn hluti af bilinu sem þarf fyrir 44" dekk og hann hefur aflið í dekkin.
    Rekstrar kostnaðurinn mun hækka, en það þarf önnur drifsköft undir hann og þarmeð hægt að setja öflugri krossa ef þurfa þikir.
    Ef það er hugsað útí legur þegar legustúturinn er valinn þá verða þær ekkert meira vandamál en þær eru fyrir og með réttu og góðu viðhaldi þá eru legur ekkert vandamál.





    06.11.2010 at 16:31 #708544
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Sæll Árni. Veit satt að segja ekki hvort það er vænlegt til árangurs að fara með bílinn á stærra en 38 tommur, þessir bílar hafa verið að koma mjög vel út þannig, drífa fínt og eru í raun að gera allt sem þú vilt að þeir geri á þeirri dekkjastærð. Það er að ég held talsvert mikið mál að koma þessum bílum á 44 tommur en eins og að ofan ef bent á þá getur hann Tóti Músso frætt þig um þetta ferli en ég held það séu margir sammála mér um það að það sé verið að teygja bílinn lengra en hann í raun og veru þolir að fara með hann í þessa breytingu. Flestir þeirra bíla sem hefur verið breytt fyrir 38 tommu dekk hafa farið í klafasíkkun upp á 70 mm., hásingarfærslu upp á 120 mm. og boddíhækkun upp á 100 mm. og hafa verið að koma mjög vel út þannig. Ég færði reyndar sjálfur hásinguna um 140 mm. og slepp með hjólskálarnar án þess að taka úr þeim. Þessi uppskrift af breytingu er tiltölulega einföld í framkvæmd og árangurinn betri en margan grunar. Ég er með hann á "Range Rover Police special" gormum að aftan og OME dempurum allan hringinn. Sáttur við hann að aftan en finnst hann helst til svagur að framan og ætla mér að ná í heavy duty vindustangir úr 6 cyl. bílnum og setja hann á Koni dempara að framan. Þannig hefur mér skilist að þeir komi mjög vel út. Hugsaðu málið vel áður en þú ferð út í að taka svona stóra breytingu þvi ég held að þú sért betur settur með 38 tommurnar undir þessum bíl. Kv. L.





    06.11.2010 at 16:59 #708546
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    "en ég held það séu margir sammála mér um það að það sé verið að teygja bílinn lengra en hann í raun og veru þolir að fara með hann í þessa breytingu."

    Þessi rök hreinlega halda ekki vatni, frekar en í flest þau skipti sem menn reyna að halda því fram að 38" sé "nóg" til alls, þegar reynslan sýnir að 44" bílar drífa meira. Það er búið að breyta mörgum bílum í sama stærðarflokki á Musso á 44" dekk og jafnvel stærri!

    Einu rökin sem hægt er að beita gegn 44" Musso er kostnaður og það eru jú reyndar mjög sterk rök. Það er eitthvað sem menn verða bara að gera upp við sig, hvort þeir vilji drífa meira en og tvöfalda eða jafnvel margfalda rekstrarkostnaðinn eða halda sig við 38" og þurfa að sætta sig við að vera bara á meðaljeppa.





    07.11.2010 at 10:04 #708548
    Profile photo of Sindri Grétarsson
    Sindri Grétarsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 140

    Þetta er flott hugmynd að setja rör undir musso og færa aftur hásinguna eins aftarlega og hægt er, þessi formúla getur ekki annað en virkað vel. En þetta er alltaf spurning hvað menn eru að leita að sumir eru að leita að þægilegum jeppa til að skreppa í Kringluna og Langjökul á góðum degi, fyrir öðrum er þetta keppni um að drífa mest og vera alltaf fremstur. En það virðist vera þannig að þeir sem hafa farið í 44" og stærra geta engan vegin hugsað sér að ferðast á litlum dekkjum aftur. Að vísu kostar það aðeins meiri breitingar, legur slitna kannski aðeins meira og það er ekki eins gott að keira á malbiki en um leið og þú ert kominn út fyrir malbik gleimast þessir ókostir.
    Sindri sem á bara hálf breyttan jeppa





    07.11.2010 at 18:32 #708550
    Profile photo of Sigurður Már Olafsson
    Sigurður Már Olafsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 160

    Þetta er mjög einfalt, ef þú ætlar í 44" fáðu þér þá Lc 80 – 100 eða patrol





    08.11.2010 at 20:42 #708552
    Profile photo of Matthías Sigbjörnsson
    Matthías Sigbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 99

    Árni á Land Cruser, það er eitthvað sem ég á eftir að sjá…

    …í hjarta hans slær 2,9 tdi bens 😀





    08.11.2010 at 20:58 #708554
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Það er langt í að ég fari að keira krúser eða patroll, Mussoin er æðislegur bíll.





    09.11.2010 at 10:33 #708556
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Hihi,

    allir að tjá sig um að hann eigi ekki að fara á 44" dekk þegar það er augljóst að kallinn langar í það og kjánalegt að vera að draga eitthvað úr því , þar sem það er nú nokkuð augljóst að 44" musso fer lengra en 38" musso þó svo að 38" musso geti farið langt í förum annara… hehe.

    En til að svara spurningunni þinni ,

    Er dana 44 nógu sterk fyrir 44" dekk.

    þá er svarið já ef þú meðhöndlar hana þannig. Pabbi minn var lengi á Ram 1500, 44" dekk, og dana44 að framan .
    Þyngri bíll en musso og því vel mögulegt undir Mussoinn þinn .

    = reynslan var þannig, að hann braut fyrstu öxlana í henni við krossana(öðru meginn), en síðan keypti hann sér aftermarket öxla með þykkari björgum utan um krossana og braut aldrei eftir það. Hann var með ARB lás í henni og notaði aðeins lásinn þegar bíllinn var í festu.

    Annars var ég að setja Dana44 Rev að framan hjá mér og ætla mér að prufa 44" undir honum í vetur og hef engar áhyggjur af styrknum… .. enda bíllinn bara tæp 1600 kg.

    En í guðanna bænum ekki hlusta á þessa kalla sem öfunda þig bara að drífa meira en þeir hehe. Stærri dekk = meiri drifgeta en kannski minni ferðahraði ef vélin er ekki fyrir hendi.

    kv
    Gunnar





    09.11.2010 at 21:29 #708558
    Profile photo of Jóhann Valdimar Helgason
    Jóhann Valdimar Helgason
    Participant
    • Umræður: 62
    • Svör: 334

    sælir félagar mér langar að sjá musso á stærra en 38 það er um að géra að setja hásingu undir hann að framan þetta er smá vinna……. en það er þess virði að lostna við þessa klafa druslur en þá verður þetta loksins orðið alvöru, trúðu mér ég er búin að losa mig við klafa undan lc90 og bíllin er allt annar er með hann á 42"super swamper irok en þau standa sömu hæð og dc44" er með þetta á 16" breiðri felgu ,,,, gangi þér vel með breitingarnar kv jói





    10.11.2010 at 01:18 #708560
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Lumar ekki einhver hér á góðri myndasirpu yfir "rörun" á klafabíl,
    þó það sé Hilux, cruser eða eithvað annað þá held ég að þetta sé í grunnin allt svipuð og ef ekki bara sama aðgerðin.

    Árni F
    [url=http://afr.123.is:147niuhi]Lækurinn[/url:147niuhi]





    10.11.2010 at 08:18 #708562
    Profile photo of Ólafur Valsson
    Ólafur Valsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 122

    Ef þú leitar að "rörun" í myndaalbúminu á þessum vef færðu 3 albúm með myndum af svona aðgerðum.

    Ólafur





  • Author
    Replies
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.