This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 15 years ago.
-
Topic
-
Kvöldið.
Ætlaði að spyrja ykkur sem hafði reynt hlutina á eigin skinni hvort það hafi ekki gengið bara ágætlega að keyra 44″DC á 14″ felgum?
Sjálfum fanst mér fínt að keyra á 12″ breyðum felgum á 38″. Aldrei rifnar hliðar, dekkið tolldi vel á flegunni og minna viðnám í snjóakstri, því „ruðnings-málið“ er minna, og því minna afl sem þarf til að koma sér áfram. Því hefði örugglega ekkert verið af því að vera á 11″ felgum undir 15,5″ breiðum 38″ dekkjum.
því finnst mér ekkert ólíklegt að 44″DC, sem er 18,5″breið, ætti að gera það bara nokkuð gott á 14″ felgum, sérstaklega undir bílum sem eru undir 2tonn.
Hugslalegir kostir:
-Minna viðnám í snjóakstri.
-Minni hætta á affelgun -> minni þörf á Bedlock
-Verða fyrirferðar minni undir litlum bílum
-Halda þó hæð sinni og gera sitt gangn af því leiti.
-Ekki ólíklegt að þau geti bælst meira undir léttum bílHugsanlegir gallar:
-Erfiðara að láta dekkin ekki bögglast undir í hliðarhalla
-smá minna flot við úrhleypingu
-Ekki eins „töff“ eða „vígalegt“ að sjá.Ég veit að allir sem hafa fengið einhvern bæklingu á jeppaverkstæði þar sem á stendur ca. „hvað er rétt og hvað er rangt í jeppapólitíkinni“ segja að þetta sé alveg glatað.
Enda svo margt sem þeim finnst um hluti sem þeir hafa aldrei reynt sjálfir.Veit líka að austfirðingarnir vilja bara 20″+, sem ég hef reyndar aldrei skilið.
Er ekki rétt munað hjá mér að 44″ Hiluxarnir sem fóru á pólinn voru án bedlock og sennilega ekki á mikið breiðari felgum enn 16″?
Kv. Atli E.
You must be logged in to reply to this topic.