Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4,3l. Chevy í Hilux
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2002 at 12:32 #191297
Sælir félagar…
Ég er með Hilux 2,4 bensín og bauðst á dögunum Chevrolet 4,3l V6 með sjálfskiptingu og millikassa til kaupa úr Blazer ´97 árg. Nú þykist ég vita að nokkrir ykkar hafa reynslu af svona Toy-let breytingu og vildi gjarnan fá að heyra nokkra gagnrýni. Þykist vita flesta kosti sem henni fylgja en endilega komiði nú með vandamálin og vesenið!!!
Kær kveðja og ósk um meiri snjó, lilli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.01.2002 at 01:06 #458658
Sæll lilli.
Í "gvöðanna bænum" láttu nú ekki blöffa þessu ameríkudóti inná þig… bara til að stórmenga Toyið þitt. Þótt menn eigi gott Toy, þá er alls ekki rétt að láta plata sig í að breyta því í Toy-let.
Ef þú vilt losna við þessa original 2.4 bensínvél, láttu þá skynsemina ráða og finndu þér góða dieselvél í bílinn. (ég mæli með japanskri 3ja eða 3,4 lítra turbo-intercooler vél í svona bíl). Í þessu sambandi bendi ég þér á hörkugóða grein frá fulltrúa okkar í tækninefndinni sem birtist í Setrinu sl. vetur (sjá á bókasafninu). => Þægilegri og átakaminni akstur, betra tog og síðast en ekki síst;) marfallt hagkvæmari ferðamáti (og buddunni líður miklu betur…).
Vona annars að bensínkallarnir gefi sig nú fram í þessa umræðu. Mér þætti gaman að taka þessa eldsneytisumræðu einu sinni almennilega á rituðu máli, enda veit ég að báðar fylkingar luma á ýmsum þrælgóðum punktum til að réttlæta sína ákvörðun í þessu efni. Hreint loft – burtu með bensínið !!!
Dieselkveðja,
BÞV
30.01.2002 at 12:56 #458660
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki er nú hægt að sitja undir þessu svaralaust.
Vissulega er það rétt að dieselmótorar gefa frá sér minni koltvísýring en bensínmótorar, en helsta vandamál borgarumferðar er sótmengun en ekki CO2. Díeselvélar valda gríðarlegri sótmengun og eru þess vegna illa séðar í borgarumferð. Þó diesel hafi ýmsa kosti þá er hæpið að taka þær fram yfir bensínvélar á forsendum umhverfisverndar.
Sömuleiðis er það rétt að dieselvél er, miðað við núverandi verðlagningu eldsneytis, hagkvæmari en bensínvél – ef ekki er tekið tillit til þungaskatts. Það liggur fyrir Alþingi tillaga um að breyta verðlagningu eldsneytis þannig að þungaskattur verði felldur inni lítraverð olíunnar, og alls óvíst hvaða áhrif það hefur á rekstrarkostnað dieseljeppa.
Það er í mínum huga ekki vafi að til að fá skemmtilegan ferðabíl sem vinnur létt og er sprækur á öllu snúníngssviðinu þá áttu að fara í 4,3 Chevrolet vélina. Heildar rekstrarkostnaður verður sennilega svipaður og ef þú færir í diesel en ísetning vélarinnar er til þess að gera einföld. Þetta hefur verið gert oft áður, öll vandamál eru þekkt og kostnaður þess vegna í lágmarki, á meðan dieselæfintýri væri nýsmíði að mestu leiti. Ef það kostar þig 500.000 meira að setja dieselinn í þá þarftu að spara verulega mikið í eldsneytiskostnaði til að þetta borgi sig.
Amerískar bensínkveðjur
Hjeppi
01.02.2002 at 15:33 #458662Hvað með þau vandamál sem fylgja svona mixi sem menn vita um? Er það tenging við rafkerfi bílsins, koma vél og skiptingu fyrir í bílnum, eða e-ð annað sem þekkt er???
Með fyrirfram þökk, lilli…
07.02.2002 at 21:00 #458664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir
ég var einu sinni að pæla í svona breytingu og þá virtist aðalvandinn vera rafkerfið þ.e.a.s. að fá það til að virka við hilux kerfið en mér var ráðlagt frá því að gera þetta.
07.02.2002 at 23:47 #458666Það að vera á Togíogítu er nú alveg nægjanlega slæmt hjá þér en að ættla að fara að mixa eitthvað USA dót oní húddið gerir bara vont verra og verst. Það er ekki spurning um að finna bara einhverja olíusleggju úr Toy sem gæti passað við orginal kassann og væri hægt að koma oní fyrir lítin aur. Allt kostar þetta pening, en ég svona 4.3 með skiptingu og öllu er nú ekki gefin heldur…
Má ég þá frekar biðja um olíubrennara og snjó
Hlynur R2208
08.02.2002 at 00:46 #458668
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ekki spurning að þetta er góð vél og passar vel fyrir hi-lux get ekki svarað tæknilegri niðursetningu þar sem ég er á diesellínunni en talaðu við Guðna eða Snorra Ingimarssyni þeir vita þetta út í hörgul
09.02.2002 at 19:30 #458670Sæll lilli.
Ég hef trú á því að þetta sé bara fín vél oní há-lúxus jeppann þinn. Þessar vélar hafa komið ágætlega út í jeppum og eyða skaplega. Ég mundi samt íhuga 8 cyl, af hverju ekki að stíga skrefið til fulls?Hvað varðar ísetningu þá þarf að taka svolítið til í rafkerfinu sem fyrir er í bílnum og tengja vélina náttúrulega. Ég er ekki klár á því hvað menn taka fyrir slíkt í dag, en sennilega 50-100Þ Það er mjög mikilvægt að rafkerfið fylgi með vélinni og sé heilt. Að tengja svona vél sem hefur verið tekin út með skábít er mikil vinna.
Þessar vélar þurfa góða kælingu og þú þarft þriggja raða vatnskassa fyrir hana. Þeir eru til í hilux! Hún notar hringrásar bensínkerfi og þú þarft að breyta því ef þú ert ekki með 2.4 Efi. Ef þú ert með slíka þá getur þú notað bensíndæluna og bakrennslið sem er til staðar.
Það eru síðan fjölmörg skemmtileg smáatriði sem þú þarft að græja en gleymast stundum þegar menn eru á pælingastiginu. Breyta drifsköftum, græja tengingu á hraðamæli,setja park/neutral rofa á skiptirinn, smíða/breyta mikkikassabita, smíða púst…….og allt hitt
Þegar þetta er allt búið ertu hamingjusamur eigandi að Toylet. Gallinn er sá að drifin í hilux eru ekki sérlega hrifin af vélum sem skila öðru en japönskum smáhestum. Afturdrifið hjá þér kemur ekki til með að endast lengi, og sennilega ekki framdrifið heldur.
09.02.2002 at 21:46 #458672sælir
ég varð að svara þegar ég sá að menn eru að drulla yfir það að drifinn haldi ekki,það er alls ekki rétt því þú hendir helvítis 5/71 drifunum úr og ferð bara aftur í 4/10-4/56 ég er með 300+ hestafla 5.7 og 350 skiftingu og svo toyotu dísil millikassa þar aftan á og svo toyota hásingar og það virkar bara vel og er ekkert mál að setja ofaní millikassi í orginal festingum og vél fer vel ofani smá suðu vinna að redda festingum enn það er þess virði
ég mæli með því að þú skoðir þetta vel ef þetta á bara að vera leiktæki annars hentar dísel betur
stjáni
10.02.2002 at 00:16 #458674það er hægt að fá rafkerfis kitt í ameríku fyrir svona breitingu það er til dæmis fyrirtæki sem sérhæfir sig í vortec í toyota
11.02.2002 at 23:06 #458676
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Lilli,
ég stóð fyrir sama vandamáli fyrir 2 árum síðan og ég tók þá ákvörðun að setja 4,3l í mína Toyotu. Ég var með 2,4 bensínvél sem var orðin útkeyrð og þreytt. Bíllinn er mjög skemmtilegur með þessum búnaði og sé ég ekki eftir þessu. Ég keyri um á 38 tommu Mudder og er bíllinn að eyða 15-16 lítrum í langkeyrslu. Hann vinnur allveg ágætlega en ég setti hann á 4:88 hlutföll. Þetta með rafmagnið er ekkert vandamál. Þú talar við mann að nafni Jón Borgar sem rekur verkstæðið Mótorstilling/Imex í Garðabæ og málið er úr sögunni. Þessi búnaður hefur verið algerlega til friðs hjá mér síðan ég setti þetta niður og er ég búinn að taka hressilega á honum í snjó. Ég er með 700 skiptinguna og hefur hún staðið sig mjög vel. Ég notaði áfram toyota millikassann með örlitlu mixi.Skrifaðu línu ef þú villt vita meira um þetta hjá mér.
Gunnsi.
14.02.2002 at 18:57 #458678
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Gunnsi.
Ég er að fara útí það skemmtilega verk að setja svona vél ofan í Toyotuna mína.
Mér þætti voðalega vænt um ef ég mætti hafa samband við þig til að fá upplýsingar um þetta.
Ef svo er þá getur þú haft samband við mig í brynthor@centrum.is
Með fyrir fram þökk.
Brynjar Þór.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.