This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi Pálsson 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Heyrst hafa ýmsar sögur af 42 Irok dekkjunum .
‘Utlitslega eru þessi dekk líkleg til að gera góða hluti en menn eru ekki á einu máli hvernig þessi dekk koma út í raun .
Hef heyrt að þetta séu frábær akstursdekk að sumarlagi , það er reyndar ekki það sem mig vantar að vita ,heldur þegar kemur að vetrarakstri , úrhleypingum og djöfulgangi .
Mér lýst afar vel á þessi dekk án þess að hafa prófað þau .
Hef heyrt að fljótlega myndist ljótar sprungur við felgubrúnina við úrhleypingu og gjörn á að affelgast .
Þegar kemur að dekkjaumræðunni er oft heitt í kolunum .
Nú værui gott að skera úr um 42 Irokinn hvort hann er góður kostur eða drasl .
Nú er lag að tjá sig og láta nú móðan mása og seigið hvað ykkur finnst um þessa togleðurshringi .
Kveðja Brjóturinn .
You must be logged in to reply to this topic.