Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4,2 Nissan
This topic contains 49 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur A. Hallgrímsson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.10.2004 at 20:03 #194707
Sælir.
Í mars 2003 var hér þráður sem fjallaði um 4,2 Nissan Patrol vélar. Þá voru einhverjir nýlega búnir að setja túrbó og intercooler við vélarnar.
Nú væri gaman að frétta af því hvort vélarnar hafi ekki reynst vel og eins um eyðslutölur?
Hefur afl vélana staðið undir væntingum?
Hafa verið erfiðleika í bifreiðaskoðun vegna mengunarmælingar??Er sjálfur að hugsa um að fara þessa leið, 4,2 í stað 2,8.
Kv
Óli Hall. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.10.2004 at 23:40 #506690
Hérna eru smá eyðslutölur fyrir patrol 2.8 (ekinn 247þkm)
[code:4conf4i6]
km lítrar l/100km
206 28,3 13,7 Innanbæjar
552 78,1 14,1 Rvik-Djúpivogur (og Hamarsdalur)
321 42,88 13,4 Djúpivogur-Atlavík-Kárahnjúkar-Egilsstaðir
409,4 55,86 13,6 Egilstaðir-Svínafell-Núpsstaðarskógar-Freysnes
583,5 81,27 13,9 Selfoss-Landmannalaugar-Þórsmörk-Rvík
546 81,36 14,9 Rvik-Snæfellsnes-Stykkish-Rvík
357 47,97 13,4 Innab+Rvik-Hólmavík
542 72,708 13,4
591 76,3 12,9 Rvk-Fell-Rvk+Innanbæjar
544 79,31 14,6
[/code:4conf4i6]Ég persónulega skil ekki hvernig er hægt að fara í 20L í meðaleyðslu.
-haffi
24.10.2004 at 19:14 #506692þetta eru svipaðar eyðslutölur og hjá mínum tveimur 38" Pöttum (módel 90-91) með 2.8l vél.
Veit einhver hver gæti aðstoðað mann við innflutning á vél hér heima? Einhverjar hugmyndir?
kv
AB
24.10.2004 at 23:29 #506694Sælir félagar.
Kasta hér fram hugmynd um að flytja inn einn gám af GM 6,5L túrbó með skiptingu, vatnskassa, rafagnslúmi og því sem til þarf ef nógu margir hafa áhuga á því.
Hér heima gætum við fengið tilboð í breytingakit fyrir alla bílana og jafnvel tilboð í að skipta vélbúnaðnum út.
Þetta yrði trúlega ódýrasti kosturinn ef um eitthvað magn yrði að ræða.
"bara hugdetta"
Kveðja
Elli A830.
27.10.2004 at 22:01 #506696Ég er búinn að eiga 60 cruiser med 80 vel í yfir 5 ár , hann er beinskiptur með milligír keyrður a 38-44 tommu , vélin er 12 ventla med millikæli , búid ad auka vid olíverk og ekin 90000 km.
Haldið ykkur nú mjög fast eydslan er milli 11-13 lítrar innanbæjar og á þjóðvegum ekki ýkt um 1 desiliter.
27.10.2004 at 22:34 #506698Ég hef ekið bæði 80 Cruicer með 4.2 lítra og Patrol með 4,2 og veit svo sem ekki hvor er aflmeiri en þó er ég alveg klár á því að Patrolvélin var að torka mun meira neðst niðri.
Kv.
Benni
28.10.2004 at 13:59 #506700Sammála Benedikt
Alveg ótrúlegt hvað maður kemst í 5 gírnum. Og allt í einu er orðið ekkert mál að taka af stað í brekku með kerru í há drifinu….:) Algjör lúxus… mæli með þessari
Aðeins að eyðslutölum. Mikið vildi ég að ég hefði komist á námskeið í sparaxtri á meðan ég var með 2,8 í húddinu. Alveg sama hvað ég reyndi við sparaxtru á langleiðum, hún fór aldrei neitt að ráði niður fyrir 20 lítra. Menn eru að tala um 13 lítra… kommon get a life… ef það er satt, þá vildi ég gjarna hitta þessa menn og láta þá kenna mér að koma 4,2 vélinni niður í 9 lítra… hlýtur að vera hægt.
Kveðja
Pétur
28.10.2004 at 14:20 #506702Er með einn patta á 35" á sumrin og er hann að eiða í innanbæjarakstri 15 á hundraði.
Hilsen
Kalli.
28.10.2004 at 14:52 #506704sælir
Ég mældi þá tvo 38" 2.8 l Patta sem ég átti margsinnis og aldrei fékk ég tölur fyrir ofan 16 l/100 í akstri á auðri jörð (oftast fékk ég 14-15 l/100). Ef við bætum nú við 10% mælaóvissu þá gerir það 17,5 l/100 sem er langur vegur frá 20 l/100. Bílarnir voru á orginal hlutföllum.
Til samanburðar þá er ég á LC90, sjsk m/turbo intercooler á 38" og hann er að eyða 15-17 l/100 í blönduðum akstri og er ég nú ekkert að spara mig (hef náð honum niður í 13 l/100 best). Ég trúi því ekki að 3 l vélin í Toyotunni sé að eyða mikið minna en 2.8 l vélin í Pattanum ef allt er eðlilegt.
Ég botna nú bara ekkert í þessum tölum hjá þér Pétur !!!
Sparaksturskveðjur
Agnar
28.10.2004 at 14:52 #506706
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er nýbúinn að selja ?93 Pattann minn, setti hann upp í í skiptum og reyndar dauðsé eftir honum. Átti hann í 5 ár og hann var keyrður rúm 250 þ. þegar ég lét hann og takiði eftir: alltaf á sama heddinu og sömu heddpakkningunni. Reyndar var hann meira ekinn því hann var á 35? en án hraðamælabreytis. Ég setti í hann öflugri vatnskassa strax og ég fékk hann og skipti árlega um frostlög. Skipti þess utan um olíu á 5 þ km. fresti (á heilum og hálfum tug) og smurði í koppa á 3 þ km fresti. Var búinn að skipta um tímareim, vatnsdælu og stífugúmmíin og lét skipta um legur í gírkassa í 200 þ km. Skipti reyndar um framsætin líka því bílstjórasætið var orðið sligað. Allt hlutir sem hægt er að telja eðlilegt viðhald.
Varðandi eyðsluna þá var hún á bilinu 14-17 í innanbæjarakstri en ég kom honum niður í 10 á langkeyrslu. Gat því ekið Rvík-Ak-Rvík á einum tanki. Trúði þessu varla sjálfur eftir fyrsta skiptið en, sannreyndi það nokkrum sinnum. Og þetta var í sjálfu sér ekkert flókið, bara að aka á þeim hraða að Blönduóslöggan léti mann í friði….
28.10.2004 at 15:14 #506708Hvað myndirðu slá á að Túrbó kit á 4.2 kosti? (án ísetningar en hingað komið?)
-haffi
28.10.2004 at 18:13 #506710Síðast þegar ég athugaði var Turbo/cooler kit með öllu rétt um 200 kallinn.
Kveðja
Pétur
28.10.2004 at 21:45 #506712Eyðslutölur á mínum cruser 80 hafa verið 13-14 í blönduðum akstri. 38" dekk sjálfskiptur og á orginal hlutföllum, olíuverk óbreitt. Í sparakstri komst hann í 12l miðað við 80-90 km langkeirslu en um 18-19. þegar ekið var talsvert yfir ólöglegum. Meðaleyðsla um 14 sem ég er sáttur við.
Kv ice
28.10.2004 at 23:40 #506714Hér er dæmi um ágætis kaup: [url=http://cgi.ebay.co.uk/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=2497020315:1x8ikzrg]http://cgi.ebay.co.uk/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=2497020315[/url:1x8ikzrg]
-haffi
29.10.2004 at 09:20 #506716Hérna er líka annað dæmi um gamlan patrol lítið ekinn en einhver hefur áhuga á að bjóða:
http://www.rikiskaup.is/rikiskaup.nsf/p … proweb1163kv ice…..
30.10.2004 at 10:14 #506718Sælir.
Ég minnist þess að aðili á Egilsstöðum hafi flutt inn vélar í japanska jeppa og amerískt dót frá Hollandi og Belgíu.
Þetta var fyrir 5 árum síðan, en hann er kannski enn að.
Mér heyrðust verðin vera alveg ágæt.
Þessi vann hjá bílavörubúð sem síðar breyttist í Bílanaust. Starfsmenn þar muna kannski eftir þessum aðila, sá var líka í túristaútgerð á Econoline og álíka frá Egilsstöðum.
Gangi þér vel
Töltir
16.01.2005 at 00:42 #506720Þá er hún komin í 4,2 Nissan.
Eiðsala svipuð í vega akstri en tog langtum meira á lágum snúningi. Afl svipað sérstaklega í vega akstri, á háum snúning, viðbragð minna. 4,2 Nissan stórlega ofmetin 2,8 stórlega vanmetin, prýðis vél sem gerir heilan helling miðað við lítrafjölda.
Nú vantar mig bara Patrol, eldra boddý, með ónýtri vél og gírkassa til að búa til alvöru bíl.
Breytinga kveðja
Óli Hall
16.01.2005 at 01:16 #506722Þú átt að ná mikið betri vinslu úr 4.2 en 2.8. Það er spurning hvort búið sé að stilla allt draslið rétt saman og stækka pústið í 3". Þekki sjálfur menn sem hafa skipt í 4.2 og það er vægast sagt mikill munur þar á. Þegar þú ferð að nota bílinn í þungu færi sérðu stóran mun á eyðslu og togið á lágsnunig gerir helling í drifgetu. Hvað kostaði dæmið ???
Hlynur
16.01.2005 at 10:49 #506724Rétt að taka fram að er á lágum hlutföllum og eyðslan fer alveg eftir ferðahraða 16-20 í vegaakstri, reyndar eru nokkrir fjallvegir inn í því. Er með 3? púst. Það er rétt við erum ekki byrjaðir að fikta við stillingar, um fram það sem framleiðandi túrbósettsins gefur upp.
Verðið er ca. fjórfalt það sem fæst fyrir dótið sem var tekið úr, ef það selst.
Kv
Óli Hall
16.01.2005 at 12:24 #506726?Verðið er ca. fjórfalt það sem fæst fyrir dótið sem var tekið úr, ef það selst.?
Og nú eru auðvitað næstum allir með krónutöluna á hreinu, er það ekki?
Ég held að Óli Hall eigi sér vænlega framtíð sem pólitíkus!
En ég var reyndar að verða dáltið forvitinn en verð að viðurkenna að vegna meðfædds gáfnaskorts neyðist ég þá til að biðja einhvern annan að útskýra fyrir mér hvað hann átti við.
Kv Þ
16.01.2005 at 12:31 #506728
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fyrir tæpu ári var ég aðeins að kanna hvað væri í boði af Patrol mótorum og hvað verðið væri þarna "down under" og ekki vanaði að þeir áttu það sem mig langaði mest í en verðið (til Íslands) komið var hærra en vonir stóðu til. En gamli Datsuninn hefði orðið ungur í annað sinn, eftir svona "líffæraflutning"
Þetta var vélbúnaður úr 2002 árgerð af Patrol allt frá viftuspaða og niður að hásingum og allt þar á milli, tölvur vírar drifsköft o.s.frv., verðið var rúmir 10 þús. Ástralíu-dalir (til útfluttnings), sem er að ég held eitthvað á aðra milljón hingað komið. Þetta gæti kannski verið möuleiki fyrir þá sem eru í ábyrgðarmálum með 3.0 L mótorinn, fá tjónið greitt út og kaupa stærri mótor frá Ástralíu.
Nú þegar á að fara að borga skattinn miðað við notaðan líter og þar sem ég nota fjallatrukkinn nánast eingöngu til ferðalaga, þá vaknar spurningin. Hvað er hægt að fá marga bensínlítra fyrir t.d. hálfa milljón.
Hér fyrir neðan er tölvupóstur frá þeim ég ræddi við.
ÓE
We currently have 3 complete accident damaged but running GU Patrol Vehicles with the 4.2 litre factory turbo diesel engine and 5 speed gearbox and t/fer asssembly kilometres vary from 39 000 to 45 000 km. The complete conversion to fit into your GU will cost you $—–.– inc g.s.t This includes motor, gearbox, t/fer, starter, alternator, power steering pump, tail shafts, gearsticks, throttle pedal and cable(as yours is fly by wire), air cleaner assembly, gearbox and engine mounts and gearbox cross member.
Are you aware that you have to modify your tunnel a little where the gearbox goes to make it fit?? Go to http://www.perth4wd.com.au to view pictures of our current stock in the dismantling section. If you have any further queries please do not hesitate to contact me.Cheers
Matt O’Brien
Perth 4WD Centre
87 Kew Street
Welshpool WA 6106
PH (08) 9470 1755
FAX (08) 9472 3453
Mob 0418 930 422
Visit us on the web @
http://www.perth4wd.com.au
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.