Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 42" Irok V 39,5" Irok
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Reynir Hilmarsson 11 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2013 at 13:45 #225516
Sælir
Mig langar að leggja fyrir ykkur reynslubolta spurningu varðandi td Irok
fyrir 2 tonna V8 sjálfskiptann með 4.56 bíl hvað myndi henta betur 39,5″ / 42″ sem vetrardekk
Gaman væri að fá ykkar koment hvað þið teljið að væri besta dekkið undir slíkann bíl
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.02.2013 at 08:37 #763309
39.5" Irok henta mjög vel undir t.d. Grand Cherokee sem er sirka 2 tonn og með v8…
hef ekki reynslu af 42 diagonal dekkjum, en flestir virðast ekki tolla á þeim lengi.
06.02.2013 at 08:50 #763311Ég er með hálfslitin 39,5" Irok undir 1700 kg (þurrvikt) Cherokee XJ á 4.56 og er gífurlega ánægður með þau, flotið er mjög gott, bíllinn er léttur og skemmtilegur á þessum dekkjum og vinnslan er fín. Eru ekki 41,5" Irok Radial bara nákvæmlega eins dekk nema þau myndu bara gefa þér enn lengra spor og meira flot en gallinn við þau væri auðvitað að þau eru talsvert þyngri að snúa.
06.02.2013 at 11:50 #763313[quote="Gunnar Ingi Arnarson":1dqcxw0f]39.5" Irok henta mjög vel undir t.d. Grand Cherokee sem er sirka 2 tonn og með v8…
hef ekki reynslu af 42 diagonal dekkjum, en flestir virðast ekki tolla á þeim lengi.[/quote:1dqcxw0f]
Frændi minn er á 42" á Musso og er að mér skilst yfirburðar bíll í ferðum, Hann ferðast mest með tveimur pajeró á 44" og crucier 120 á 42" og hann er að fara að fá sér gang nr tvö. Þannig að hann virðist vera mjög sáttur við þau.
Ég er á 42" á 4runner en er ekki búinn að ná að prufa á fjöllum en þau eru góð á vegi miðað við DC 44"
07.02.2013 at 10:46 #763315Er ekki ennþá vandamál með Iroc dekki að þau séu að hitna í úrhleypingu og springa að innan?
Er kannski búið að komast fyrir það vandamál ef það er skorið í munstirð á þeim?
07.02.2013 at 11:21 #763317Ég hef ekki ennþá lent í neinum vandræðum með mín dekk, búinn að keyra á þeim í tæp tvö ár núna án vandræða en ég hef talsvert hleypt úr þeim og ekkert hlíft þeim. Keyri mikið í 2-3 psi í snjó og er hleypa úr alveg niður í 1-1,5 psi.
Ég er með þau á völsuðum felgum og dekkin snúast ekkert á þeim. Einnig skar ég talsvert úr ystu kubbunum og í miðjunni og microskar þau síðan í miðjunni.
Mín kenning er sú að menn séu að eyðileggja þessi dekk með því að keyra þau á of mikið úrhleyptu þegar færið er hart eða á malarvegum en þá ofhitna þau og byrja að springa og leka meðfram ystu kubbunum. Ég finn það að ef ég keyri á harðfenni eða á malarvegi í 4 psi að þau hitna strax. Ég græjaði því utanáliggjandi úrhleypibúnað til að geta pumpað í eftir aðstæðum og hefur hann reynst mjög vel. Einnig held ég að margir hafi eyðilagt þessi dekk með því að leyfa þeim að snúast á felgunni.
Ég mun kaupa mér aftur svona dekk undir minn bíl þegar ég endurnýja, ekki spurning, enda mjög fá almennileg dekk í boði fyrir 15" háar felgur !
08.02.2013 at 09:18 #763319Það er gott að heyra að þessi dekk séu að reynast vel hjá þér. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessum dekkjum en það hefur alltaf fælt mig þessi umræða um þau. Sennilega er gáfulegast ef maður kaupir sér gang að græja bara úrhleypibúnað í leiðinni.
08.02.2013 at 14:30 #763321sælir þessar sögur um að dekkin séu að skemmast fer það ekki eftir hvernig bil þetta er undir það hlitur að vera munur að vera með 2 tonna bil og 3-4 ton þegar maður er að fara niður i 1-3 pund og jeppinn nær að fjaðra niður á kantinn á felguni ef ekið er hratt
en ekki spurning að úrhleipi búnaður er málið
ég er sjálfur með jeppa á 44" dc og eru þau hoppandi alltaf fyrstu 5km og er með 4:56 beinsk 4 gira V8 motor hann er að eiða 16 l eg færi ekki i minni dekk en 42-44 vegna þess að snúningur velar þarf að vera 1500 rpm á 90km hraða annars fer hann yfir 20l sem er algjör óþarfi
09.02.2013 at 10:38 #763323Þar sem þessi dekk springa er við hliðina á stærsta kubbnum sem liggur frá hlið dekksins inn að nærri miðju þess. Það er fjórði hver kubbur sem er þessi stóri, þú sérð það ef þú horfir á dekkin. Þennan kubb þarf að skipta ansi mikið niður og því meira af hliðarmunstri sem þú tekur af því betra. Síðan þarf að skipta öðrum kubbum á dekkinu niður líka til að minnka hitamyndun, þau eru veik fyrir því eins og flest dekk í dag.
Pabbi minn átti ein af fyrstu irok 39.5 radial dekkjunum og á enn… þau eru orðin tja að verða 9-10 ára gömul og ég skar þau fyrir hann glæný og þau eru fyrst að sýna sprungumyndun núna, þannig að mikill skurður er betri en minni. Reyndar held ég að microskurður gæti hjálpað líka en það var ekki gert. Sá bíll hefur alltaf drifið þrusuvel á þeim og hann mjög ánægður með þau í alla staði.
Valsaðar felgur eru möst fyrir þessi dekk.
Góðar stundir.
kv
Gunnar
11.02.2013 at 22:58 #763325Sælir
Hvernig finnst mönnum 42 Irok koma út í samanburði við DC 44. Klárlega meira flot í DC 44. En hvað með eyðslu, og drifgetu í misunandi færi.
kv
Kristján Finnur
15.02.2013 at 04:36 #763327Tek undir með Gunnari, það er nauðsynlegt að skera kubbana mikið til af hliðunum, á 39,5", Sérstaklega þá sem eru fjærst barðanum.
Mjög góð keyrsludekk ekkert hopp, og gott, mikið grip í snjó. Voru erfið í fyrstu ferðunum en eftir að ég setti undir 14" felgur þá bælast þau án þess að krumpast.
Það þarf að valsa eða setja maglock fyrir þessi dekk.
kv,
Bergur
18.02.2013 at 19:27 #763329Aflaði mér upplisinga í dag hjá frænda sem ég var að vitna í hér að ofan, Hann er búinn að vera á sínum 42" irock í 5 ár, þau eru bara mikróskorinn og það engin spungumyndun komin í þau.
Hann vill meina að þessar sprungusögur komi frá þungu bílum sem eru að aka of hratt og á of littlu lofti. Hann sagði mér líka að hafa ekki áhyggjur af mínum dekkjum undir mínum bíl sem verður að hámarki 2,5 tonn tilbúinn í ferð.
Fer í langan túr um næstu helgi og læt ykkur heyra hvernig mér líkar við mína 42"
19.02.2013 at 00:09 #763331Ég held því miður að þetta sé ekki alveg svona einfalt Reynir, ég veit um amk tvö nærtæk dæmi um 39,5 og 42 Irok undir léttum bílum þar sem dekk fóru að leka út af sprungumyndum með kubbum. 42" Irok dekkin eru undir 4Runner. Ég held að menn séu að skemma þetta á því að aka á hörðu undirlagi á of litlu lofti. Líkurnar á því að það gerist aukast auðvitað stórlega á þyngri bílum.
Ég, eins og hinir sem hafa kommentað hér að ofan, myndi alltaf skera vel út úr munstrinu hjá mér til að auka líkurnar á því að þetta endist vel og lengi. Ég hef fundið fyrir hita í mínum 39,5" Irok eins og ég nefndi hér ofar og minn bíll er 2000-2100 kg tilbúinn í helgarferð með tveimur köllum.
19.02.2013 at 13:57 #763333Jú þetta er akkúrat svona einfalt, Ef maður passar upp á að vera með rétt loft miðað við aðstæður þá á maður að geta verið laus við hita og sprungumyndun. En skurður er að sjálfsögðu alltaf til bóta upp á hitamyndun í dekkjum. Að ég held!
En ég er ekki alvitur um þessi mál og held því ekki framm heldur.
Og ég hef ekki heldur ástæðu til að vera að rengja frænda þar sem ég tel hann hafa nokkuð gott vit og reynslu á þessum dekkjum 42" irock.
Ps. Hann er líka með hitamæla í hverju dekki og hagar akstrinum eftir þeim.
20.02.2013 at 15:04 #763335
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta hitavandamál er mikið minna í 42" þar sem hún er nælon en bæði 41,5 og 39,5 er með þetta vandamál…. hef þokkalega reynslu af þessu í turistaakstrinum… í okkar tilfelli hafa þessi dekk ekki hentað annarsvegar undir patrol og hinsvegar undir stuttum econoline en 42" komið betur út…. eini gallin við þau öll er að mér finnst stuttur endingatími þau eru orðin slétt eftir 40 þús….
en gott grip, skemmtileg í snjó og gott að keyra á þeim
kv. Kári
25.02.2013 at 13:25 #763337Jæja þá er túrinn búinn dekkin komu ágætlega út en það var frekar létt færi mest alla ferðina. Ég held að ég þurfi að míkja dekkin svolítið með skurði þar sem ég þurfti að vera á tveimur pundum þegar 38 radialdekkin voru á fjórum pundum, ef ég var á fjórum eins og þeir þá döluðu dekkin varla en gripið var gott og gott að keira á þeim.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.